Frændur eru frændum verstir

 

Hér var tekin snúningur á okkur svo um munaði.

Hér voru hafðar í frammi þvínganir til að selja og svo draslið tekið á brotabroti af raunvirði, svona eins og þegar löffar komast í ,,feitt" innheimtumál.

Hér er ekkert nýtt annað en, að hér er verið að fjalla um eigu eins ríkis sem hefur verið í ,,bræðrasamstarfi" í Norrænu víddinni og hvað þetta nordisk samarbeædi allt nú heitir.

 

Grímulaus þjófnaður í stíl innheimtulöffa sem hafa gjaldfellingarvald banka á bak við sig.

Núna ættu menn að fina til samkenndar við það fólk sem nú er að fá inn um lúgur sínar innheimtubréf  frá aðskiljanlegum löffastofum, mis orðlögðum fyrir menning.

Sama skítapakkið, sama hvort þeir eru í jakkafötum eða með grímur.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

"Vinir"...það er jú fyndið að heyra talið um vinaþjóðir. Þetta er ekki sandkassi þegar kemur að samskiptum þjóða. Utanríkismál snúast ekki heldur um að redda flugmiðum fyrir Kammerhljómsveitir, eða smíða kassa utan um málverk. Menning er góð og þörf, en utanríkismál snúast um hagsmuni. Út á við verður áfram tónað um mikilvægi jákvæðra samskipta...undir strikið snýst þetta allt um peninga.
Minnir mig stundum á ummæli leikmanna West Ham sem Eggert keypti : "Sýn hans á fótbolta heillaði mig..." Þýtt yfir á íslensku...hann borgaði mér meira en hinir, mér líkaði það

Haraldur Baldursson, 21.1.2009 kl. 10:26

2 identicon

sæll

Þetta er nú ekki svona einfalt félagi. Banki er byggður upp á trausti og það traust endurspeglast svo í verðgildi hans á markaði. Íslendinga hafa ekki traust  á erlendum vettfangi, meira seigja í Noregi, þannig að þegar eignarhald breytist þá eykst verðmæti. Svo einfalt er það nú.

kv.

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Halli minn, þetta með traustið getur svosem verið satt og rétt EN eignir bankans í bréfum og skuldaviðurkennignum reiknast inn í Eiginfé hans og ef verið er að selja svona stofnun er hlutfall Efnahagsreiknings Svonefnt innra virði oftar en ekki látið ráða söluverði.

ÞAð gerist í flestum heiðarlegum viðskiptum en hér eru viðskipti sem erga ekkert sameiginlegt með heiðarleika og upplýsum vinnubrögðum.  He´r eru handtök löffaskríls sem er ekkert annað en skríll þó svo að þeir hafi setið á skólabekk og lært ,,fræðin".

Svona vinnubrögð búa til hættu á uppþotum og óslökkvandi bræði þeirra sem ekkert eiga eftir til að tapa, því eins og Janis Sagði svo flott Freedom is just another word for nothing left to lose.

Sá seem engu á lengur að tapa er HÆTTULEGUR.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 21.1.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband