Loks talað af viti um ESB og Sveitafélög.

Þessi málsgrein er akkurat það sem segja þarf.:::


 
Júlíus Vífill Ingvarsson.

Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/Ómar

Innlent | mbl.is | 4.2.2009 | 08:48

„Styrkir drepa í dróma“

 

„Hvort sem niðurstaðan verður sú að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu eða ekki liggur framtíð sveitarfélaga ekki í því að snapa styrki í Brussel. Rekstur sem byggist á styrkjum hefur lítið frumkvæði og lítinn lífsvilja. Styrkir einfaldlega drepa í dróma. Áherslur sveitarfélaga eiga að vera skýrar. Þær snúast um að vernda hag fjölskyldna í landinu og skapa fyrirtækjum aðstæður til þess að vaxa og dafna,“ segir Júlíus Vífill.

 

Þetta er einmitt kjarninn í öllu talinu um ESB.

 

Sumir vilja drepa allt í dróma styrkjakerfa og aumingjaskapar, --aðrir eins og Júlíus Vífill, vilja vernda heimilin og hvetja til dáða.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is „Styrkir drepa í dróma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Styrkir geta átt rétt á sér, en alls ekki til rekstrar og alls ekki ef markmið þeirra er ekki tímasett og skýrt. Það má réttlæta að styrkja fyrirtæki sem kostnaðarins vegna ná ekki að þróa vöru (af hvaða tagi sem er), sem skapað gæti störf og þannig á óbeinan máta skilað sér aftur. En markmiðin verða að vera skýr, mælanleg  og tímasett.
Hættan við styrki er að þeir soga til sín athygli og tíma stjórnenda. Fljótlega vaknar tilfinningin að nú þurfi meiri styrki og stærri.
Burt með styrki úr landbúnaðinum, landbúnaðinum til heilla.

Haraldur Baldursson, 4.2.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband