10.2.2009 | 11:45
Bubbi á ,,bótum" ????
Afskaplega huggulegir ungir menn, sem eru með þátt á Laugardagsmorgnum á Bylgjunni, hafa búið til texta við rokklag allgott, hvar kveðið er um mótmælendurna.
Mótmælum á bótum.
Furðulegt, að akkurat þessi mynd skuli kom aupp í hugan þegar myndir eru sýndar af mótmælendum.
Listafólk og svona lið, sem er ekkert mjög upptekið í vinnu, svona eins og Bubbi á morgnana.
Hann verður að hala inn fyrir skuldum sínum, sem ,,vinir" hans eða öllu heldur fyrrum húsbændur hans komu honum í með einum eða öðrum hætti.
Mibbó
Bubbi rokkar Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla nú bara að benda þér á það maður minn að rokktónlistamenn þessa lands þiggja sjaldnast bætur eða styrki af neinu tagi. Við vinnum fyrir hverri krónu sem í okkar vasa kemur. "Ekkert mjög uppteknir í vinnu" segir þú. Er okkar vinna semsagt ekki vinna í þínum augum ? Við hvað vinnur þú ? Ég vil líka benda þér á að allir meðlimir Egó eru flestir í fullri vinnu annars staðar með tónlistinni. Sumir okkar mættu bara aðeins seinna í morgun til að geta spilað fyrir framan Seðlabankann. Við erum nefnlega til í að leggja ýmislegt á okkur fyrir góðan málstað skal ég segja þér á meðan aðrir sitja heima á rassgatinu og gagnrýna.
Kær Kveðja
Jakob Smári Magnússon
Bassaleikari Egó og grunnskólakennari
Jakob Smári Magnússon, 10.2.2009 kl. 12:27
Góður málstaður Humm , látum svo vera en það sem ég var að benda á, og ætlaði ekkert að fara í baga við stolt ykkar í Egó, er að ungir menn í þættinum þarna á Bylgjunni fengu þetta á tilfinninguna.
Svo er annað mál, hvort allir sem eru að koma fram sem trommarar, hvort heldur er á húðir eða potta og pönnur, komi þar til að styðja eitthvað eða hvort það er í auglýsingarskini.
Ekkert illa meint bara svona smá mynd af hinni hliðinni.
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 10.2.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.