Svo bregðast Krosstré, sem aðrir raftar.

 

Var að flakka um netið og kíkti inn á blogg Gísla Marteins.  Bjóst við að þar væri að finna hressileg skrif og þannig bjóða manni í brjóst von um, að enn væru hreðjar undir ungum Íhaldsmönnum EN ÞETTA VAR ÞAÐ SEM HANN HAFÐI TIL MÁLA AÐ LEGGJA:

 

"Skynsamlegt hjá Sigmundi og Össuri

Það er mjög ánægjulegt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sé að takast að leiða ríkisstjórnina í rétta átt, með því að leggja til að erlendir kröfuhafar í bönkunum eignist hluti í þeim. Össur Skarphéðinsson segist í dag vera hlyntur því að reyna þá leið og Steingrímur J. Sigfússon hefur frá upphafi talað af ágætu viti um nauðsyn þess að lækka skuldirnar. Ég fjallaði um þetta mál í fyrri færslu.

Merkilega lítið hefur annars verið fjallað um þetta meginatriði kreppunnar. Upphæðirnar sem við ætlum að setja inn í bankakerfið eru til dæmis allt of háar. Mjög einföld leið til að lækka skuldirnar er að hafa þá upphæð lægri. Nú er reiknað með að ríkið setji tæpa 400 milljarða inn í bankakerfið. Ég hef hvergi séð þeirri spurningu svarað af hverju þessi upphæð þarf að vera svona há. Árið 2000 var eigið fé bankanna tíu sinnum minna en þetta, eða rétt um 40 milljarðar. Hver einasti milljarður í skuldir heldur aftur af upprisu okkar á nýjan leik. Við höfum verið að vona að fyrst Ísland var fyrst niður, gætum við orðið fyrst upp þegar ástandið fer að skána. Það gerist því síðar sem skuldirnar verða hærri.

Það er því mikið fagnaðarefni ef þessi ríkisstjórn ætlar sér að reyna að hafa hemil á skuldunum með því að hleypa erlendum kröfuhöfum inn í bankana, og minnka þá framlag ríkissins á móti.

Comments are closed."

Eins gott að var lokað fyrir kommentin hjá honum, hefði að líkum sagt eitthvað sem lítt væri prenthæft.

 

Ég bara skil ekki þessa undirlægju í mönnum, að vilja láta af hendi eitthvað sem ekki er þeirra að gera.

Ég skil ekki hvað er svona öðruvísi með þrot ísl banka og erlendra.

Ef útlendur banki fer í þrot, eru innlendir ,,kröfuhafar"með ríkissjóði í broddi fylkingar, sem hirða allt sem til er í búunum.

Hver bandarískur bankinn fer á hausinn af öðrum en Kínverjar eiganst aldrei svo mikið sem flís af tröppum bankana.

Þessir spekúlantar innlendir eru upp til hópa aumingjar, skíthræddir og hreðjalausir og því varla til undaneldis.  Mikið sé ég eftir mönnum sem þorðu, hvar er Matti minn Bjarna sem bauð bresku elítunni allri byrginn með vissu um, að hafa sigur að lokum og ekki vantaði Þor í Geir Hallgrímsson, sem fór gegn ofurefli gróðapunga innan okkar ástkæra Flokks og hafði sigur.

Einar Oddur þorði og tók menn á eintal og talaði um fyrir mönnum.

 

Mikið er útþynnt efnið í mönnum þegar okkar ungu menn þora ekki að láta skríða til skarar með eitt né  neitt og pólitísk eftirmæli þeirra verður

 

,,maybe I should have"

 

Miðbæjríhaldið

,,ennþá"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband