5.3.2009 | 10:53
Hverra erinda eru þessir menn að ganga?
Mér er hulið, hvernig forkólfar verkamanna vilji að við göngum inn í ESB og hnýtum okkur enn þyngri bagga í slíku sambandi.
Hér hefur ekki verið andmælt, að hagstjórnartæki ESB eru fyrst og fremst Atvinnuleysi sem þenslujöfnunartæki.
Ekki hefur að heldur verið mótmælt, að við inngöngu bindum við okkur bagga hvað varðar meiri útstreymi fjár en innstreymi.
Ekki fengjum við ívilnanir í vinnuaflsmálum, né tilskipunum um Fjórfrelsi. Það hefur sannast á okkar skinni, að slíkt ,,frelsi" er fárra til að hagnast af en ekki Litlu Gunnu og manni hennar Litla Jóns.
Ekkert hvetur menn inn í þetta Krataskömmtunarkerfi, hvorki öryggi (Írland, Spánn, Ítalía og A-Evrópulöndin) bættur hagur útflutningsreina, né nokkuð það sem sagt er eða gert er í því skítlega barberíi.
Því er ekki annað að álykta en, að ASÍ forystan sé hér að gana fram í þjónkun við húsbændur sína í SF.
Brjóstumkennanlegt að sjá annars óvitlausa menn verða að augabragði.
Miðbæjaríhaldið
ASÍ: Ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.