18.3.2009 | 12:21
Hver eignast Egilshöllina og fl??
Nú er svo komið, að allt sem ég sagði um, að flækja saman opinberri og einka starfsemi, hefur fram komið.
Af fréttinni má draga þá ályktun, að dótturfélagasúpan sé einnig að fara í gjaldþrot, annað er óforsvaranlegt, gagnvart fjölskyldum í vanda, þar sem gengið er á allar eigur manna.
Vonandi finnst eitthvað upp í kröfur í þessi skýjaborga-félög.
Verst er, að R-listinn, sem útvegaði allskonar sérmeðferð fyrir Nýsi, svosem lóðir og annað, eru stikk frí í umræðunni.
set he´rna það sem eitt sinn var á Mbl.is
Nýsir með þriðjung í Sæblómi
Samningar hafa tekist milli Nýsis hf., B.P. Skipa útgerð ehf., eigenda franska fyrirtækisins Seafood Export og fjárfesta í Marokkó um að auka hlutafé Sæblóms úr 4 milljónum kr. í 374 milljónir kr. Eftir þá aukningu á B.P. Skip útgerð meirihluta í félaginu og Nýsir tæplega þriðjungs hlut. Nýr framkvæmdarstjóri félagsins er Björgvin Ólafsson.
Dótturfélag Sæblóms, Fleur de Mer, gerir út 3 fiskiskip og starfrækir nokkur fiskvinnsluhús í Laayoune í Marokkó. Skipin eru Quo Vadis (áður Örninn KE), Carpe Diem (áður Álfsey VE) og Que Sera Sera (keypt frá Skotlandi). Félagið ræður yfir miklum aflaheimildum sem það leigir af samstarfsaðilum sínum í Marokkó. Helstu afurðir félagsins eru makríll og sardínur, samkvæmt tilkynningu.
Tilkynning til Kauphallar Íslands
Mibbó
Nýsir fasteignir gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.