Mjór er mikils vísir.

Það er sorglegt, að lesa úrtölubloggið um þessa frétt.

Hér er ungur athafnamaður, að koma á formlegu sambandi AFTUR við Mayo Clinic, eitt virtasta heilbrigðisfyrirbæri í BNA.

Áður og fyrrmeir var Landakot, undir stjórn Bjarna Jónssonar heitins yfirlæknis, í samstarfi við Mayo, sem kennsluspítali og þjálfunarstaður fyrir ísl lækna.

Þaðan kom afar mikil kunnátta sem þjóðin græddi betri heilsu á og verulega lækkaðan kostnað(daggjöld greidd St Jósepsspítalanum Landakoti var oftast undir helming á við það sem greitt var til Landsans)

 

Ég fagna samstarfi við Mayo og vona, að þetta úrtölu og þvermóðsku lið fái ekki hljómgrunn hjá núverandi stjórnvöldum.

 

Að vísu er það ofætlan. þar sem þau stjórnvöld telja kappnógan tíma til að samþykkja lög um bann við dillibossum og klofkaupum en EKKI og ALS EKKI lögum um afnám bankaleyndar.

 

Semsé menn eru of uppteknir við að forklúðra öllum möguleikum okkar til að skoða góðar LAUSNIR í atvinnumálum.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er virðingarvert að Róbert Hasselhoff skuli allavega vera að sýna lit og aðstoða okkur í stað þess að flýja af hólmi eins og hinir aumingjarnir.

Það er nefnilega ótrúleg tímaskekkja að fara banna kaup á vændi núna í kreppunni. Vændi er jú ein af elstu atvinnugreinum veraldar og markaðurinn finnur alltaf leiðir undan boðum og bönnum.

Bankaleynd, er ekki bannað að nefna hana?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það má leita leiða til að allir njóti góðs af þessu. Mér finnst þetta frábært framtak hjá Róberti og löngu tímabært.

Haraldur Baldursson, 20.3.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband