Vonanadi lesa ráðamenn þessa grein.

 

Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Hagfræðing Hudson nokkurn, sem er með afar skiljanlega og trúverðuga grein um hvað er að baki styrjaldarinnar um eigur þjóða.

 

Alheimsstríð lánardrottna Stríð geisar í heiminum, byggt á skuldafjötrum. Saklaus fórnarlömb, einstaklingar jafnt sem heilu hagkerfin, eru leidd inn í skuldahringekju sem þau sleppa ekki úr.EvrópusambandiðTil að sjá samhengið verðum við að skoða hvað er að gerast í "Stór-Evrópu" nútímans. Eins og komið hefur fram í viðskiptafréttum hafa fyrrum Austantjaldsríkin lent í gríðarlegum erfiðleikum á leið sinni inn í Evrópusambandið á síðustu árum. Sú skoðun fer vaxandi í þessum ríkjum að Evrópa og Lissabonsáttmáli hennar hafi, í stað þess að hjálpa ríkjunum að byggja upp og hagræða í efnahagskerfi sínu, sleppt bönkum sínum lausum á þau. Bankarnir líti einungis á þessi ríki sem nýja lántakendur sem hægt er að skuldsetja - ekki til uppbyggingar í iðnaði eða innviðum samfélagsins, heldur með veði í fasteignum og auðlindum sem þegar voru til staðar. Það er eftir allt saman fljótlegasta leiðin til að græða og fjármálageirinn hefur ávallt lifað á skammtímahagnaði."Óþægilegur sannleikur"Það er einfaldlega engin leið fyrir ofurskuldsettar þjóðir nútímans að "vinna sig út úr skuldum" með því að prenta peninga. Með því hrynur gengið og svo mikið fjármagn og fasteignir renna úr höndum þegnanna til lánardrottna að til verður nýtt, póstkapitalískt hagkerfi, án framleiðslu/neyslu, með minnkandi sjálfstæði, jafnrétti og sjálfbærni.Tekjur eru fleyttar ofan af með því að hneppa einstaklinga og þjóðfélög í skuldafjötra samsettra vaxta. Lánardrottnar vita sem er að skuldin fæst aldrei greidd, nema með sölu eigna. Þannig eru eignir hreinsaðar upp í vaxtagreiðslur sem engan enda taka. Markmiðið er að hreinsa upp allan mögulegan tekjuafgang.

Bandaríkin eru skuldugasta þjóð heims og mun aldrei greiða erlendar skuldir sínar. Ríkissjóður mun halda áfram að gefa út skuldabréf í skiptum fyrir vörur, þjónustu og raunveruleg verðmæti frá Kína, Japan og öðrum lánardrottnum, þar til þær þjóðir sem sitja uppi með pappírana átta sig á hvers kona svikamyllu þau eru flækt í. Eins og Adam Smith sagði í riti sínu Auðlegð þjóðanna: "Engin þjóð hefur nokkru sinni greitt upp skuldir sínar." Mögulegt er að þvinga litlar þjóðir á borð við Ísland til að borga, þar til engar eignir eru eftir. En stórlaxarnir eru stikkfrí. Þeir stjórna alþjóðastofnunum, skrifa söguna, stjórna fjölmiðlaumfjöllun og laga til námsefni háskólanna, allt í eigin þágu.

FjármálastríðÞjóðir vita hvenær þær verða fyrir árás óvinaherja. Þær verjast til að koma í veg fyrir að óvinirnir hernemi lönd þeirra og heimti af þeim skatta. Slíkur hernaður virðist við fyrstu sýn fjarri fjármálaheiminum. Allir vita að óvinaherjum er ekki boðið í heimsókn. Þeir eru ekki boðnir velkomnir þó þeir lofi að hjálpa til við uppbyggingu efnahagsins með því að leggja vegi eða byggja brýr (til að auðvelda skriðdrekum þeirra að komast um), virkja fallvötn til að flytja út orku (og halda eftir hagnaðinum), hótel og heilsulindir fyrir sig og aðra útlendinga (og stinga leigu og öðrum verðmætum í eigin vasa) eða setja upp flóknar tölfræðigreiningar til að stjórna hagkerfinu í eigin þágu.

Bandaríkin, Bretland og AGS kalla kröfur sínar og skilyrði kapítalisma. Í raun er verið að koma á fjármálakerfi sem endar í skuldaánauð, ekki lýðræðislegum kapítalisma. Samsettir vextir þeirra eru að leggja heilu þjóðirnar í rúst. Sem dæmi um fáránlegan þankagang þeirra má taka dæmi af íbúð. Hvort myndir þú heldur vilja eiga 20 milljóna króna íbúð skuldlaust, eða 60 prósent af sömu íbúð með uppblásið markaðsvirði upp á 50 milljónir? Í síðara tilfellinu ættir þú 60 prósent af 50 milljónum, eða 30 milljónir, en aðeins 20 í því fyrra. Um allan heim hefur tekist að sannfæra fólk um að síðari kosturinn sé dæmi um "myndun auðs". Það sem gleymist er að af skuldsettu íbúðinni þarf að greiða vexti. Sú upphæð er 1,2 milljónir miðað við 6 prósent vexti. Íbúðin er meira virði, en ber mun meiri kostnað, sem er jú tekjur fyrir fjármálafyrirtækin.

Leiðin út úr vandanum

Besta leiðin fyrir þjóðir út úr vandanum er verja eigin hagvöxt umfram hag lánardrottna og hafna því að eini kosturinn sé að þjóðin greiði þær skuldir sem fáeinir einstaklingar hafa steypt sér í. Hagur hagkerfisins í heildina er grundvallaratriði. Markmið lánardrottnanna er að auka völd sín, með því að setja greiðslu skulda í forgang. Því verr sem hagkerfi standa, því sterkari verða lánardrottnar. Þetta er leiðin að efnahagslegu sjálfsmorði sem endar í skuldaánauð þegar kreppan harðnar. Lánardrottnar um allan heim færa nú niður skuldir í samræmi við lækkandi fasteignaverð. Aldrei hefur verið betra tækifæri til að taka afstöðu til þess um hvað standa á vörð - óyfirstíganlegar skuldir eða framtíð íslensks samfélags? Munu stjórnvöld verja þegna sína fyrir efnahagslegum afræningjum, eða munu þau færa þeim íslenska hagkerfið á silfurfati?Það er stóra spurningin.Höfundur er sérfræðingur í alþjóðafjármálum, hefur verið ráðgjafi Hvíta hússins, bandaríska innanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins og vinnur að tillögu að nýrri skattalöggjöf fyrir Bandaríkin. Þetta er fyrri greinin af tveimur eftir Hudson sem birtast í Fréttablaðinu. Í þeirri síðari, sem birtist innan fárra daga, beinir hann sjónum sínum að Íslandi.

Vá hvað ég er honum sammála.

 

Hér er sett í letur það sem ég kunni ekki í einni grein.

 

Þetta hef ég sagt og sett fram í allmörgum bloggum, greinum og ræðum.

 

ENGINN HLUSTAR, síst svonefndir ráðamenn, sem segja svo, maybe I shuld have!!!!!!!!!!!!!!!!

 

mibbó

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér fyrir að benda á þessa ritgerð, Bjarni. Ég hafði fleygt þessum kálfi sem ég hélt að væri rusl.

Í þessa grein vantar umfjöllun um seðlabankana og "torgreindu peningastefnuna" sem er mikilvirkasta tæki kommúnistanna til að hneppa þjóðir í fjötra. Ekkert tæki er jafn öflugt til að koma skulda-klafanum á almenning og gengisfellingar-valdið. 

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.4.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góð ábending Bjarni.

Þessi grein er skemmtileg og kemur með nýjar víddir í staðnaða umræðu.

Persónulega leist mér vel á skuldareftirgjöfina :-)
Vert að gæta þess að stjórnvöld missi ekki þráðinn og pissi í skóna með sölu eigna eða eftirgjöf á krónuni.

Haraldur Baldursson, 1.4.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband