3.4.2009 | 12:26
Tækifæri til að spara verulega í rekstri flugvalla.
Við lestur þessarar fréttar kemur í hug minn, að nú sé tækifæri til, að spara verulega í rekstri flugvalla og sameina rekstur Rvíkurvallar og Keflavíkurvallar.
Margt fengist með því.
1. Sparnaður í rekstri og afísun vallarins í Rvík.
2. Mannskapur í rekstri þeirra aðstöðu sem þar er
3. Verulegar samgöngubætur í Rvík, þar sem hægt væri að þvera flugvöllinn með akbrautum til hagsbóta fyrir samtengingu Rvíkur og því stórfelldan sparnað.
4. Betri nýtingu vallarins í Keflavík og mannvirki þar sett.
5. Aukna nýtingu á nýlagðri Reykjanesbraut og því hraðari afskrifta tíma.
Margt annað mætti telja svo sem verulega minnkaða slysahættu við Rvíkurflugvöll saman ber, ef menn flytja fjarlægðir sem Pilatus Flugvélin sem fórst í aðflugi í BNA með skíðafólk hefði lennt í nágrenni Flugvallarins.
Margt margt fleira, sem vert er að taka fram en þó óþarftþar sem það liggur svo ofurljóst fyrir öllum svona meðalgreindum mönnum, sem ekki eiga þá sérhagsmuni, að vilja lenda inni í miðri borg vegna opinberra starfa sinna. :-)
Miðbæjaríhaldið
Farþegum fækkar mikið í Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ætlarðu að halda þessari vitleysu lengi áfram Bjarni minn ?
Þú mátt ekki alhæfa svona um Reykjavíkurflugvöll, að hans sé ekki þörf eftir að þú lentir þar loksins alkominn á flóttanum frá Tálknafirði. Það geta komið aðrir landsbyggðarflóttamenn á eftir þér. Nú og svo fara margir ríkisstarfsmenn reglulega útá land, aðrir hafa ekki ráð á því að fljúga innanlands.
Halldór Jónsson, 6.4.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.