Háðuleg útreið Flokksins í fyrstu raun.

 

Nú skil ég fyllilega, að Landsfundir eru til skrauts og bara upp á punt.

Þakka samfylgdina í gegnum árin og áratugina en nú er mér nóg boðið.

 

Ég er ekki geðlaus og því lýsi ég því hér með yfir og vil að aðrir fari að eftirdæmi mínu.

 

Ég mun EKKI kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum.

 

Ég, ásamt og með Kjartani Gunnarsyni kom því til leiðar, að inn í Landsfundarályktanir var sett ákvæði um, að Auðlindir allar yrðu þjóðareign og það,--ævarandi ( um alla framtíð).

LÍjúgararnir höfðu uppi mótbárur en svo virðist, að þeir hefðu ekkert þurft slíkt, því ráðnir voru kjörnir fulltrúar Flokksins að hafa þessa grein að engu, hugsanlega háði og spotti en ekki fara að þessum vilja fundarins, sem samþykkti þetta með yfirgnæfandi meirihluta.

 

Farvel Frans.

 

Miðbæjaríhaldið

ætlar EKKI að kjósa handbendi LÍÚ á þiing.

Hef fengið mig fullsaddan af því.

 


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Velkominn í hóp fyrrverandi Sjálfstæðismanna!

Haukur Nikulásson, 17.4.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mibbó: Þú ert til fyrirmyndar.

Ekki missa tökin á kosningahendinni í kjörklefanum.

Hún á það til að lifa sjálfstæðu lífi með einbeittan brotavilja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Skaz

Þið fenguð tvo slæma kosti Bjarna Ben eða Stjána júl, ekki beint ótengdir LÍÚ...

Spurning hvort að það þurfi að skoða prófkjörssjóði manna eftir stuðningi LÍÚ eða útgerðarmanna, kvóta kónga og að sjálfsögðu álversrisa, enda núna Helguvíkurálver 1. mál á dagskrá.

Þið töpuðuð flokknum til sérhagsmunahóps fyrir 2 áratugum, það var bara að verða augljóst núna á síðustu árum...

Skaz, 17.4.2009 kl. 09:08

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þegar Krosstré kurlast upp í flísar, er ástæða til að óttast.....að Bjarni kjartansson snúi baki við xD er frétt.

Málatilbúnaður andstöðu xD inn á þingi hefur ekki verið skýrður nægjanlega vel til að vera trúverðugur. Fylgi flokksins hefur dvínað ansi mikið.

Hvað er til ráða ?
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið of stór of lengi ?
Er hann að þekja of vítt svið skoðana ?
Þarf að endurvekja Íhaldsflokkinn sem mótvægi frá hægri ?

Styrmir Gunnarsson skilgreinir xD sem miðjuflokk...það er rétt hjá honum. Sorglegt, en rétt. Það er ekki von að Framsóknarflokkurinn eigi erfitt með að fá sæti, eins hart og xD sækir í stólana þeirra. Á Íslandi vantar því hægri flokk...það eru of margir miðjuflokkar...skoðanalausir miðjuflokkar, prinsíplausir miðjuflokkar.

(Endur)Stofnun Íhaldsflokksins þarf ekki að verða hjartalaus hægri stefna...en málssvara vantar engu að síður hægra megin við xD.

Haraldur Baldursson, 17.4.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Til hamingju Bjarni. Þú stendur greinilega á þínu og ert ekki að taka hagsmunapot fram yfir þínar skoðanir.

Haraldur Bjarnason, 17.4.2009 kl. 09:15

6 identicon

Ég segi líkt og Haukur; velkominn í hópinn!

Skorrdal (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:18

7 identicon

Haraldur Baldursson: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið "miðjuflokkur" fyrir fimmaura síðustu árin - áratugina, heldur öfga-hægriflokkur, nánast fasistaflokkur, stýrður af auðvaldinu og hagsmunum þess gegn þjóðarhag og frelsi einstaklingsins. Meira í ætt við Repúblíkana BNA en nokkuð annað. Því miður.

Skorrdal (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:23

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér var ungum kennt, að láta ekki bugast í baráttu fyrir því, er ég teldi rétt og satt.

Því mun ég halda til streytu innan Flokksins en ég get EKKI fengið af mér, að kjósa til þingsetu menn, sem svo algerlega hunsa það sem lofað var á Landsfundi sem þeir SÖMU menn mæra í öðru orðinu.

Ég er ekki hættur að vera Sjálfstæðismaður, --öðru nær, ég er einmitt að gera það sem alvöru Sjálfstæður maður gerir, --fer að samvisku minni.

Nú tekur hinsvegar við afar erfiður tími,--að ákveða hvað annað ég get hugsanlega kosið.

Ekki get ég kosið Samfó, því þar eru svo mikið af yfirlýstum þjóðníðingum, sem vilja þjóð mína í helsi ESB.

Ekki get ég að heldr kosið Framsókn, með Finn og Ólaf Ólafsson yfir og allt um kring að viðbættum Sigga Einars.

Tveir eru möguleikarnir eftir sem veltast fyrir mér.

Annar kemur vart til greina eftir að femmaliðið stóð fyrir löggjöf, sem gerir Skólastarf ógerlegt, það er að hótanir og bla bla sé refsivert með þriggja ára jailtime.

Miðbæjaríhaldið

í öngum sínum

Bjarni Kjartansson, 17.4.2009 kl. 09:23

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Auðvitað merkir þú x við D og strikar út alla sem eru á listanum. Þá er atkvæðið ógilt, en þú hefur samt merkt við flokkinn þinn.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 09:29

10 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Til hamingju Bjarni,gott að standa á sínu,en spurningin er,hvaða flokk er hægt að kjósa í dag,???Ég sé engan eins og staðan er í dag,þeir sem stjórna núna,hafa lýst því yfir að þeirra markmið sé að drepa allt niður,það segir sig sjálf,þeir ætla að lækka launin og hækka skattana,það er nú ekki rétta leiðin,svo menn hljóta að sjá það að ég stend á gati,HVAÐ Á 'EG AÐ KJÓSA;???? þetta verður ráðgáta fram að kosningum,???????????????? sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkurinn komu landinu í þrot,vinstrigrænir og samfylkingin ætla að hækka allt sem hægt er að hækka,þeir flokka sem eftir eru,hafa ekki burði til að stjórna landinu,svo þetta verður erfitt svo meir sé nú ekki sagt,ég er alveg að fá magaverk,verð að hlaup á klóakið í hvelli,pólitíkin er að far niður. 

Jóhannes Guðnason, 17.4.2009 kl. 09:34

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég kann allar aðferðir við að gera ógilt sem ég mun ekki gera.

Ég hef þá skyldu, að mæta á kjörstað og kjósa.

Ég ber mikla virðingu fyrir þeim rétti og ljúfri skyldu en mun ekki nota minn seðil þannig, að þeir sem nú forsmáðu vilja Landsfundar nái kjöri á Alþingi.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 17.4.2009 kl. 09:38

12 Smámynd: Sævar Helgason

Það er reisn yfir þér. Bjarni.

Sævar Helgason, 17.4.2009 kl. 09:46

13 identicon

Ég sem var að auglýsa eftir Sjálfstæðismanni sem væri ekki sammála flokknum og hér er hann fundinn. Komdu fagnandi í hóp fyrrvverandi Sjálfstæðismanna. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn og gakk um með auglýsingar utan á mér fyrir kosningar svo að sem flestir myndu kjósa XD. En svo fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem ég varð eldri, og það fór að koma í ljós að þessi flokur var ekkert annað en hagsmunatæki fyrir ákveðna aðila í þjóðfélaginu. Síðan þá hef ég ekki getað annað en barist á móti þessari flokksmaskínu sem hikar ekki við að taka sína hagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.

Valsól (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:53

14 identicon

Heill og sæll gamli vopnabróðir. Nú hafa gerst tíðindi sem ég átti ekki von á að upplifa. Bjarni Kjartansson kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn!!!!! Ég skil mæta vel þína afstöðu og ber virðingu fyrir henni eins og ég hef ávallt gert gagnvart öllum þínum skoðunum. Það bíður mikið starf þeirra sem þrátt fyrir allt telja sig Sjálfstæðismenn. Í alltof mörgum málum hafa okkar menn lent útaf sporinu.

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:04

15 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Halldór minn.

Ég er Sjálfstæðismaður, það eru hinir, sem kjósa að fara með léttúð með samþykktir æðsta stjórnvalds Flokksins, sem eru eitthvað annað.

Ég hef barist innan ÞFlokksins fyrir því, sem ég tel satt og rétt.  Ég hef verið óþreytandi, að benda á alla vankanta á hinum ýmsu kerfum, sem við höfum tekið í arf eftir Krata og sérhyglings-flokksins Framsóknar.

Byrjaði á Verðtryggingunni (Ólafslögum),

Svo komu Kvótalögin, sem nærri klauf Flokkinn í tvennt en ég bað menn vera innan hans og berjast fyrir breytingum og lagfæringum.  Ákvæði 1. greinar 1. málsgreinar lagana ætti að efla og hnykjkja á.  Það var gert nú á síðasta fundi en menn fengust ekki til að fara að þeirri samþykkt.

Því tel ég mig ekki geta --samvisku minnar vegna og með tillitið til framtíðar afkomenda minna hér á landi, --geta stuðlað að því , hvorki íorði ne´á borði, að þessir fulltrúarnái ætlan sinni fram.

Svo sára einfallt er þetta nú.

ÉG mun einhenda mér í stuðning við Flokkinn á vetvangi Borgarmálefna.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.4.2009 kl. 10:15

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér hefur alltaf þótt vænt um þig Bjarni minn, í dag hefur þú sýnt af hvaða meiði þú ert gerður, og ekki varð ég fyrir vonbrigðum.  Þú ert dáðadrengur í gegn, segi og skrifa, betra að það væru fleiri eins og þú, þá værum við ekki í vonleysi og vitleysu sem aldrei fyrr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2009 kl. 10:40

17 identicon

Kæri þú og þínir líkir eru dýrmætasta eign hvers stjórnmálaflokks.  Þú (þið - við) erum rödd "samviskunnar í flokknum".  Við viljum flokknum vel, en við látum líka vita þegar okkur er misboðið.  Það eru ca. 12 ár síðan mér var gróflega misboðið, mér fannst flokkurinn í raun aldrei fylgja þeim góðu málum eftir sem hann átti að standa fyrir.  Mér fannst flokkurinn villast af leið undir stjórn BLÁSKJÁ, þá var lögð leið "hroka stjórnmála" & blindra hagsmunargæslu, auk þess sem enginn máti gagnrýna foringjan....  Því miður hefur svo komið í ljós að LíÚ, SA og Herforingjaráð verzlunarmanna hafa í raun tekið flokkinn í gíslingu, með skelfilegum afleiðingum fyrir flokkinn & þjóðina.

Vissulega á Sjálfstæðisflokkurinn fullt af frábæru fólki eins og þér í hundraða tali.  Það skiptir miklu fyrir flokkinn að virkja miklu betur þessa einstaklinga.  Ég reyndi að kjósa nýja einstaklinga á framboðslista XD í Reykjavík, kaus t.d. 7 konur í þessi 10 sæti, hafnaði flest öllum núverandi alþingismönnum.  Því miður sátu óánægðir sjálfstæðismenn heima og flokkurinn situr því uppi með alþingismenn eins og Birkir Ármannsson, Sigurður Kári og aðra einstaklinga sem ég ber lítið traust til.  Ég vona innilega eins og þú að flokkurinn hafi GÆFU til að hreinsa út og skilja að mikið er að!  Ég treysti þér til að vinna að því innan frá að bæta þinn flokk...  Síðan vil ég bara enda á þvi að HRÓSA þér enn og aftur fyrir hugreki þitt til að segja sannleikann innan flokksins, það er ekki alltaf auðvelt að stíga svona fram..!

kv. Heilbrigð skynsemi (heilsaði þér & hrósaði á landsfundin fyrir þín netskrif..!)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:46

18 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Við erum fleiri en tveir, fleiri en þrír og fleiri en hundrað. Grasrótinni líst illa á, eftir sitja þeir sem kunna ekki annað en að setja X-ið við D og vilja ekki læra.

Jóhannes Birgir Jensson, 17.4.2009 kl. 11:32

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já þið eruð til. Sjálfstæðismenn með samvisku og hugsjónir

Heiða B. Heiðars, 17.4.2009 kl. 12:02

20 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju, Bjarni og aðrir sjálfstæðismenn með samvisku og sannfæringu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.4.2009 kl. 12:25

21 identicon

Það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar, en eitt er það sem ég skil ekki, þ.e. að þú segir að kvótakerfið hafi næstum skipt flokknum í tvennt. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið fyrir all nokkru, en hvers vegna sagði enginn neitt, hvers vegna eru menn svona gagnrýnislausir innan þessa flokks? Ég myndi segja mig úr flokknum ef þetta væri flokkurinn minn, ég myndi aldrei vinna með flokki sem kæmi svona fram við þjóð sína.

Valsól (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:33

22 identicon

Velkominn í hóp fyrrverandi kjósenda sjálfstæðisflokksins. 

Sjálfur ákvað ég að í þetta sinn skyldi borgarahreyfingin fá mitt atkvæði þar sem aðrar hreyfingar voru útilokaðar vegna grundvallar ágreinings.  Verð að viðurkenna að ég varð svolítið skotinn í hugmyndinni um flokk sem hefði fyrirfram gefið markmið að leggja sjálfan sig niður.

Einar Þór (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:01

23 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég er hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki það sem sumir af meðlimum hans vilja að hann sé. Það sem meira er, þá er ég hræddur um að hann hafi aldrei verið það í alvörunni, sem sumum meðlimum hans finnst hann eiga að hafa verið hér áður fyrr.

Ég býð þig líka velkominn í hóp fyrrverandi kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Áhugavert væri að vita hvað heiðarlegur íhaldsmaður kýs þegar Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur.

Vésteinn Valgarðsson, 17.4.2009 kl. 14:13

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Bjarni, tekið hefur þú ákvörðun sem er þér til sóma eins og á stendur, ekki ætla ég að kjósa flokkinn minn gamla, " sjálfstæðisflokkinn" Eigi mun ég á kjörstað fara.
Þegar ég var mjög ung sinnaðist afa mínum við flokkinn, vegna óheiðarleika hans, önnur saga.Svo hann pantaði til leigu tvo langferðabíla bauð sinni stórfjölskyldu út úr bænum
Lagt var af stað árla morguns snúið heim um miðnættið, skemmtileg ferð, en það munaði á þeim tíma um atkvæðin okkar.
Ætla að feta í fótspor míns mæta afa og vera bara heima.

Kveðja í miðbæinn minn kæra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2009 kl. 15:23

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Merkiðu nokkurn óvinafagnað Bjarni, vegna yfirlýsingar þinnar ? Hver er ánægður með sinn flokk, nema heitrúar-söfnuður Samfylkingarinnar ? Auðvitað eru allir venjulegir menn óánægðir með margt í starfsemi síns flokks. Flokkstarf er barátta einstaklinga og hugmynda.

Ef þú ert ósáttur við fullveldishugsjón Sjálfstæðisflokksins áttu ekki heima þar. Ef þú ert ósáttur við hugtakið "stétt með stétt", áttu ekki heldur heima í Sjálfstæðisflokknum. Ef þér líkar ekki sjálfstæði einstaklinga og frelsi til orða og athafna, þá skaltu forða þér. Ef þú ert hins vegar sammála þessum grunni Sjálfstæðisflokksins, þá læturðu ekki einstök mál hrekja þig burt.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 16:05

26 identicon

Godur dagur hja ther Bjarni, gott thegar folk ser ljosid, annad en sjalfst. Loftur.!!!!!

Les oft bloggid thitt, var sjalfur skradur i D. 16. ara gamall, nu 37 arum sidar segi EG STOP. D-id hefur GJORSAMLEGA brugdist thjod sinn og sett hana a kaldan klakan, svo leyfir thetta folk ser NU ad vera med malthof og utur-snuninga, sagdi ekki mikid fyrir aramot (AETTI AD SKAMMAST SIN). Thu ert Sjalfst.-madur med sjalfstaeda HUGSUN og heyr fyrir THER. Kvedja ur sudurhofum.

gulli spanjol (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:51

27 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Til hamingju minn gamli kamerad.

Velkominn í hópinn.

Níels A. Ársælsson., 17.4.2009 kl. 22:40

28 identicon

Ég er sammála Bjarna og rétt eins og hann, þá mun ég ekki kjósa minn gamla flokk. Það eru allt of margar spurningar við það sem þar er að gerast, auk þess sem þetta auðlindar útspil manna Þar var síðasta stráið.

Loftur, ég get sagt eins og er fyrir mig að ég er sammála öllum grunn hugmyndum xD, en það er búið að forsplilla þeim svo að ekki er annað hægt en að taka sér leikhlé.

Jón (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:47

29 Smámynd: Katrín

Mér sýnist besti kostur sjáflstæðismanna utan flokks sé að skila auðu...

Katrín, 17.4.2009 kl. 22:55

30 identicon

Gott að heyra í mönnum sem vilja breyta rétt.

Leifur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:31

31 identicon

Til hamingju með það!

Það er auðvitað ekki hægt að ljá þessum flokki atkvæði sitt núna, þó ég hafi oft gert það áður.

Ekki aðeins vegna þess sem þú nefnir, heldur er framganga þeirra gegn því að setja ákvæði um að auðlindir skuli sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá, algerlega óverjandi. Það eru engin rök, að tuða um að þetta hafi verið gert í flýti og/eða ekki í sátt við alla. Það er rökleysa. Öll rök eru með þessu ákvæði og er skömm að FLokkurinn skuli leggjast gegn því.

Svo vil ég auðvitað Ísland í ESB líka, þó að þú sért ekki sammála því. Ekkert annað yrði jafn góð innspýting fyrir íslenskt efnahagslíf. Og þar skilar FLokkurinn auðu, getur ekki ákveðið sig hvort hann er með eða á móti. Þá vil ég heldur að menn séu bara hreinir á móti, en það getur FLokkurinn ekki...!

Sorry, það verður að gefa honum a.m.k. fjögurra ára frí...

Evreka (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:32

32 identicon

Og ég sem var farin að halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri = sér- trúarbrögð.

Það er greinilega von fyrir Nýja Ísland  eftir allt saman.

Haraldur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:33

33 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sæll Bjarni,

oft hefur verið hressandi að lesa bloggið þitt. Nú kemur þú mér á óvart. Ekki vegna heiðarleika og staðfestu þinnar við sannfæringu þína. Mun frekar að Sjálfstæðismenn skuli ekki fylgja eftir sínum eigin samþykktum frá Landsfundi. Hélt satt að segja að það væri ekki hægt. Þú setur andstöðu þingflokksins í algjörlega í nýtt samhengi. Í raun verður framferði þingflokksins allt að því ólýðræðislegt. Ég hélt alltaf að Landsfundir væru æðstu stofnanir hvers flokks og ákveddu afstöðu þar með afstöðu þingflokksins.

Ég óska þér til hamingju með að hafa haft styrk til fylgja þinni eigin sannfæringu. Svona til gamans þá get ég hvatt þig til að fylgja okkur í Frjálslynda flokknum. Við viljum auðlyndirnar til fólksins. Mættu endilega í kosningaskrifstofu okkar í Glæsibæ.

Helga Þórðardóttir, 17.4.2009 kl. 23:40

34 identicon

Til hamingju með það Bjarni minn, að hafa loksins náð klútnum frá augunum það lengi að þú gast séð það sem mörg okkar hinna hafa séð og skilið síðan við fórum að geta tjáð okkur, jafnvel fyrr. Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er og hefur verið undanfarna áratugi á ekki skilinn stuðning hugsandi fólks sem hugsar um meira heldur en nákvæmlega sína eigin rassaboru!

Neyðist til að viðurkenna að þennan dag hélt ég að ég ætti ég ekki eftir að sjá. En þín vegna líður mér vel! Nú getur þú án hiks eða vafa sungið hástöfum: "Ég sé ljósið!" Og það birtir hjá fleirum!!

 Kveðja góð,

Guðný

Guðný Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:34

35 identicon

Þú ert semsagt EKKI bókstafstúarmaður !

Victoria,

Miðbæjar- Kommi

Victoria (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 03:08

36 Smámynd: Bjarni Harðarson

Til hamingju nafni -nú er gamla íhaldið dauðfeigt. Ég var sjálfur að pára grein um það hvað einarðir fullveldissinnar eigi að gera við kjörseðilinn sinn að þessu sinni en það hefur valdið mér miklum heilabrotum...

Bjarni Harðarson, 18.4.2009 kl. 07:00

37 Smámynd: corvus corax

Það vekur athygli mína að sumir sem hér skrifa telja það fréttnæmt að Bjarni Kjartansson skuli ekki ætla að kjósa sjálfstæðismafíuna sem hefur yfirtekið og eyðilagt hinn rétta sjálfstæðisflokk. Má vera, mér finnst hins vegar miklu meiri frétt að allir hinir skuli ætla að kjósa þetta samsafn af mafíósum, fjárglæpamönnum, landráðamönnum og öðru sjálfsgróðahyski sem svífst einskis til að skara eld að eigin köku.
Margir góðir og sannir sjálfstæðismenn hafa gefist upp á glæpahyskinu sem hefur yfirtekið sjálfstæðisflokkinn og er þá ekki kominn tími til að þeir hinir sömu stofni nýjan sjálfstæðisflokk sem stendur undir nafni og virðir hugsjónir raunverulegra sjálfstæðismanna? Leyfa svo rotnandi glæpahyskinu að eiga hræið af gamla flokknum sem þeir hafa drepið með djöfulskap alls konar?

corvus corax, 18.4.2009 kl. 08:04

38 identicon

Sæll Bjarni, 

Detta nú allar dauðar lýs úr höfði mér. 

Fyrr má nú rota en dauðrota.

Menn þora með aldrinum. 

Velkominn í hópinn. 

Auður fer greinilega inná þing..  

Þú kemur alltaf á óvart.  En ég er nú samt hissa á að þú talar bara um landsfundinn.  Hélt að þú vildir hreinsun allra sem voru vaktinni þegar að drullan og lygin sprakk í andlit þeirra sem þóttust vera að stjórna landinu en voru bara í raun að drullumalla fyrir sig og sína.

É held að við verðum að stofna alvöru íhald ekki samansuð af LÍjúrum.

Guðjón G (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 08:41

39 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Innilega til hamingju Bjarni, ég hef alltaf haft mikið álit á þér og það hefur verið samhljómur í skoðunum okkar. Stuttbuxnadrengjunum sem þiggja vasapeninga frá úrrásarvíkingum, hefur verið hampað og horfa framhjá því, sem við blasir,  að tilgangurinn er sá að komast yfir auðlindirnar. Vinir okkar Loftur rifjaði upp nokkur góð slagorð en gleymdi einu: "Gjör rétt þol ei órétt"  Nei takk. Við þiggjum ekki mútur, hvort sem einhver sér til eða ekki. Besti kosturinn fyrir fullveldissinna sem vilja halda auðlindunum er að setja  x við F að þessu sinni.  Sjáumst í Laugunum. 

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 08:42

40 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

"Gjör rétt þol ei órétt" flott slagorð Sigurður, einnig gott að heyra þiggjum ekki mútur, hvort sem einhver sér eða ekki. Þær hafa nefnilega ætíð viðgengist bæði séðar og óséðar. Burtu með þá sem alla aðra spillingu úr flokknum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2009 kl. 09:01

41 Smámynd: Hrannar Baldursson

Af hverju er ekki maður eins og þú leiðtogi þessa flokks? Þá yrði hann kannski aftur tekinn alvarlega.

Hrannar Baldursson, 18.4.2009 kl. 11:36

42 Smámynd: Atli Hermannsson.

Til hamingju dullur, velkominn í hópinn... kær kveðja floyde.

Atli Hermannsson., 18.4.2009 kl. 12:35

43 Smámynd: Hlédís

Þakka þér, Bjarni

fyrir fræðsluna um: "að inn í Landsfundarályktanir var sett ákvæði um, að Auðlindir allar yrðu þjóðareign og það,--ævarandi ( um alla framtíð)." Gangi þér vel að velja lista til að kjósa að þessu sinni.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 16:10

44 identicon

Heill og sæll; Bjarni - líka, sem þið önnur, hver geyma síðu hans, og brúka !

Bjarni !

Enda; engin reisn yfir flokki - hver hefir ei döngun til, að leggja sig niður, og endurreisa merki Íhaldsflokksins gamla, annarrar grunnstoðar, hins nú; feyskna Sjálfstæðisflokks.

Ákvörðun þín skiljanleg; að öllu leyti - hvar þessi hráskinna hreyfing, í Valhöll við Háaleiti, ber ekki öllu lengur annað, en vellyktandi blúndukerlingar og spjátrunga af jakkalarfa slóðum.

En; fyrir einhverja, ófyrirséða lukku - tókst Sjálfstæðismönnum samt, að lækka rostann í ESB liðinu, í þinginu. Það var þó; þakkarvert, þrátt fyrir allt. En,....... líka þar með, upptalið.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 16:57

45 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Sæll Bjarni,  það versta sem við sem styðjum sjálstæðisstefnuna gerum nú er að kjósa ekki flokkinn.     Vinstri stjórn er að taka við hérna nema ef Sjálfstæðiflokkurinn nái vopnum sínum á ný.   Þú verður að kjósa sjálfstæðisstefnuna..... til að forða okkur frá vinstra ruglinu.   Ég legg til að þú og þínir kjósi flokkinn og taki frekar þátt í flokkstarfinu til að hafa áhrif á stefnu hans og ákvarðanir.

Vörumst sósíalíska slagsíðu.   Kjósum Einstaklings Frelslið og heilbrigt umhverfi fyrirtækja. 

Legg til að þú hugsir málið Bjarni og skrifir síðan annað Blogg. 

Helgi Már Bjarnason, 18.4.2009 kl. 22:53

46 identicon

Helgi Már

Þarna talar sannur sértrúarsinni eins og þeir gerast bestir eða þannig.

Allt fyrir flokkinn öllu fórnað og hinir eru óalandi fífl.

"ups" fórnaði mannorðinu og þjóðini líka (óvart)

Strýpill (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:16

47 Smámynd: Hlédís

"Kjósum Einstaklings Frelslið og heilbrigt umhverfi fyrirtækja." segir Helgi Már hér að ofan! Hvar úti í móa er maðurinn staddur?

Hlédís, 18.4.2009 kl. 23:17

48 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er lágmark að flokkurinn virði eigin leikreglur og samþykktir landsfundar.

Gott hjá þér að fylgja sannfæringu þinni. 

Anna Einarsdóttir, 19.4.2009 kl. 00:52

49 Smámynd: halkatla

glæsilegt!

ekki hugleiða FLokkinn framar, nú ert þú sjálfstæður og nýr maður

halkatla, 19.4.2009 kl. 04:10

50 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Afar skiljanleg niðurstaða og þú ert ekki einn um að hafa staðið frammi fyrir svona framkomu Líjúgara við FLokkinn, velkominn í hópinn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.4.2009 kl. 08:24

51 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ó mér stendur, ó mér stendur,

stöðug ógn af þeirra syndum.

Þvæ ég hreinar mínar hendur

af Heimdalli í öllum myndum.

Ásgeir Rúnar Helgason, 19.4.2009 kl. 10:42

52 Smámynd: Karl Ólafsson

Ég held því gjarnan fram að x-D 'EIGI' ca. 24% atkvæða, alvega sama hvað þeir gera til þess að hrista af sér fylgi. Þetta er fylgi þeirra sem spyrja ekki gagnrýnna spurninga um einstök stefnumál og einstakar athafnir ráðamanna í nafni flokksins og svo fólk eins og Loftur Alice, sem ég hreinlega veit ekki alveg hvernig á að lýsa. Vitanlega er þetta einföldun eins og annað því vissulega er þarna síðan viss kjarni mæts fólks sem vinnur af heilindum að því að reyna að móta starf flokksins í anda eðlilegs lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta. En þegar á reynir er aginn barinn í liðið og engir útúrdúrar frá stefnu stóru hagsmunaaðilanna leyfðir.

Með hegðun sinni á Alþingi síðustu dagana hefur þeim tekist að hrista af sér atkvæði þeirra sem vilja sjá auðlindir okkar í þjóðareign, t.d. með hártogunum um að hugtakið þjóðareign sé ekki til sem skilgreint hugtak! Og með því að opna ekki meira en gert var á að sótt verði um aðild að ESB og ítreka það sem skoðun flokksins að aðild að ESB þjóni ekki hagsmunum Íslands tókst að hrista af atkvæði all margra ESB-sinna (landráðamanna, eins og Loftur Alice kýs að kalla þá). Eftir standa enn þau ca. 24% sem ég lýsi hér að ofan.

Athyglisvert er svo að velta fyrir sér þeim fleti hverjir eru þeir helstu hagsmunaaðilar sem standa gegn báðum þessum málum, auðlindamálinu og ESB aðildarumsóknarmálinu (ath. enn er ekki einu sinni verið að tala um ESB inngöngu, heldur ESB aðildarumsókn sem þjóðin (skelfilega) fengi síðan að kjósa um). Jú, í báðum þessum málum er um LÍÚ að ræða. Þaðan kemur hræðsluáróðurinn og þaðan koma alls konar hagsmunapots- og smjörklípuvinnubrögð sem þingmenn þeirra gleypa við og reyna af mætti að matreiða ofan í okkur úr þingsal og í blaðagreinum.

En Bjarni, ég veit ekki nema þú ættir að skoða alla vega stefnu x-O, Borgarahreyfingarinnar. Ég tel að það væri með öllu skaðlaust fyrir mann sem ekki treystir sér til að styðja sinn x-D eins og venjulega í þessum kosningum. Ég er sjálfur nokkuð skotinn í þeirri hugmynd að gefa þeim mitt atkvæði, þótt að öllu jöfnu lægi mitt val nær x-S.

Í auðlindamálinu er þeirra afstaða ljós og í ESB málinu er þeirra afstaða að endanleg ákvörðun hljóti að vera í höndum þjóðarinnar, sem ESB-sinnar jafnt sem ESB-andstæðingar hljóta að geta og verða að sætta sig við. Jafnvel Loftur Alice hlýtur að verða að sætta sig við það að hann má ekki fá að ráða því hvort sótt verður um eða ekki, eða hvort samningurinn verður síðan samþykktur eða ekki. Hann hefur ekki nema einu atkvæði úr að spila, frekar en ég.

Karl Ólafsson, 19.4.2009 kl. 15:44

53 Smámynd: Karl Ólafsson

Bjarni, ég ætlaði reyndar líka að hrósa þér fyrir að taka ákvörðun um að breyta út af kosningavananum að þessu sinni. Það er bara þannig að enginn flokkur á að eiga atkvæði nokkurs manns og manni ber skylda til þess að íhuga í hvert sinn sem maður gengur í kjörklefa, hver skuli fá að njóta trausts í ljósi reynslu eða væntinga, í það skiptið.

Karl Ólafsson, 19.4.2009 kl. 15:49

54 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góðir bloggarar. Ekki gera ykkur að kjánum með því að reyna að segja Bjarna Kjartanssyni hvernig hann eigi að ráðstafa atkvæði sínu eða ráðleggja honum í því efni. Betur að aðrir væru jafn færir honum í að greina kjarnann frá hisminu í íslenskum stjórnmálum.

Bjarni. Ég hef fylgst með þér á blogginu og mér kemur þessi ákvörðun þín ekki á óvart.

Árni Gunnarsson, 19.4.2009 kl. 21:47

55 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er nú alveg sammála þér Árni. En það er mikið fjör og margt skrafað hér á síðunni og Bjarni tekur því örugglega vel.

Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 23:59

56 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Bjarni, mig langaði bara til að koma hér við og óska þér til hamingju með yfirlýsinguna. Ég veit sem er að hún er ekki auðvelt skref, þetta er nánast eins og að lýsa yfir mótstöðu við fjölskylduna sína opinberlega. En nú er bara svo einfaldlega komið að fjölskyldan þarf að axla ábyrgð á gjörðum sínum, hreinsa til og gera upp við fortíðina. Það mun fjölskyldan ekki gera nema að meðlimir hennar sem vilja sjá breytingar sendi um það skýr skilaboð, skilaboð eins og þessi skilaboð hér hjá þér. Ég er afar ánægður með þig.

Sagði við ansi marga Sjálfstæðisflokks félaga í dag að þeir mættu endilega halda áfram að starfa innan flokksins og gera sem hægt væri til að koma hreinsuninni í gegn sem nauðsynleg er. En þeir mættu alls ekki kjósa hann, því einu skilaboðin sem það sendi væri að þeir hefðu stuðning okkar þrátt fyrir gjörðir sínar.

Ég kem úr alblárri fjölskyldu og er stoltur af því. Langafi minn var einn fyrsti ráðherra flokksins og afi minn og bræður hans komu mjög aktíft að starfi flokksins á fyrstu árum hans og börðust fyrir stefnunni með blóði og svita síns andlits. Ég er í dag að berjast fyrir lýðræðisumbótum, umbótum sem ég trúi að verði að koma hér á til þess einmitt að hér ríki heiðarleiki og jöfnuður. Til þess að til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn geti farið að vinna að og eftir stefnu sinni að nýju.

Það mun ekki gerast nema að við 1. tökum til hendinni og gerum upp við spillinguna og 2. færum lýðræðið aftur til fólksins og löggjafans frá framkvæmdavaldinu og flokksræðinu.

Gangi þér vel með að gera upp hug þinn Bjarni og njóttu þess að sofa með samvisku þess sem fylgir hjarta sínu fremur en þrælslund.

Baldvin Jónsson, 20.4.2009 kl. 02:03

57 identicon

Ég vil óska þér innilega til hamingju Bjarni, með það að vera nú loks laus úr klóm auðvaldsins. Jafnframt vil ég votta samúð mína fólki sem enn er í bullandi afneitun, eins og t,d. aumingja Halga Má Bjarnasyni sem hér skrifar að ofan. Á hverjum einasta degi hitti ég fyrrverandi kjósendur Sjálfstæðisflokksins ( sægreifaflokksins), sem nú gengur brosandi inn í komandi kosningar, ákveðið í því að kjósa ekki íhaldið.  

Stefán (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:30

58 identicon

Afskaplega er gaman og fróðlegt að lesa þessar uppbyggilegu hamingjuóskir til hans Bjarna.

Sjálfsögðu óska ég honu líka til hamingju með ljósið í myrkrinu.

Svei mér þá ef Ísland eigi sér ekki bara bjartari frmtíð en maður var farin að halda upp á síðkastið.

Skrýpill (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:32

59 Smámynd: Atli Hermannsson.

Tengdafaðir minn sem varð 77 ára um daginn hefur aldrei kosið neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Núna rétt fyrir fréttir sagði ég honum frá miðbæjaríhaldinu sem ætlaði að vinda sínu kvæði eftir hálfrar aldar hollustu. Þá sagði tengdó; þú mátt hafa það eftir mér að á dauða mínum átti ég fyrr von en að kjósa annan flokk -  sem ég geri næstu helgi ef Guð lofar.

Atli Hermannsson., 21.4.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband