20.4.2009 | 11:19
Ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er afar aumkunarvert, að lesa komment sumra hér við þessa frétt.
Flestum liggur illt orð til Björns Bjarnasonar, sem hefur ítrekað sýnt í sínum störfum á Alþingi, að þar fer afar skarpgreindur og þjóðhollur einstaklingur.
Öfund yfir að slíkur prýði ekki lista þeirra sem væla hvað hæst er skiljanleg en samt aumkunarverð, jafnvel brjóstumkennanleg og hreyfir strengi vorkunnar í brjóstum lesenda.
Yfirleitt eru þetta Samfylkingarmenn sem eru ákafir áhugamenn um, að koma öllum auðlindum okkar undir stjórn ESB, ekki bara eiganahald heldur einnig ráðstöfunarréttinum.
Ég er ekki ætíð sammála Birni um hvaðeina en ber mikla virðingu fyrir bæði dugnaði, árverkni og greind hans. Hann hefur verið mjög afkastamikill við að treysta stoðir þeirra málefna sem hans ráðuneyti hafa haft með að gera, svo sem Menntamálin, löggæslumálin og erum við nú að uppskera ríkulega í þeim efnum, smyglarar geta ekki lengur verið öruggir við iju sína. sbr, nú er verið að stöðva stórfelldan innflutnig á hættulegum efnum og fyrr upprætt stórfelld ræktun á plöntum sem gefa af sér afurðir sem notaðar eru til fíkniefnagerðar.
Björn hefur sagt skilið við Alþingi í bili en vissulega ekki vetvang stjórnmála.
Miðbæjaríhaldið
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Börkur minn, það er rétt, að ég mun ekki styðja Flokkinn í þessum kosningum.
Bjarni Kjartansson, 20.4.2009 kl. 12:22
Sæll Bjarni!
Fynnst þér það geta flokkast undir þjóðhollustu , að verja símahleranir hjá saklausu fólki , með oddi og egg ?
Sjálfstæðir menn vita í hvaða flokki þeir eiga ekki að vera ;) .
Hörður B Hjartarson, 21.4.2009 kl. 23:13
Bjarni! Ekki villt þú leggjast svo lágt að eyða orðum þínum í símahlerunarvælið í mér , eða minnist þú kannski ekki hanns orða frá því fyrir ári , sé svo , þá öfunda ég þig .
Hörður B Hjartarson, 2.5.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.