20.4.2009 | 15:45
Við erum þó nokkur sem munum fyrri tíð
Við sem vorum svona tiltölulega ung, þegar Jóhanna var Félagsmálaráðherra og fór mikinn á Húsbréfafelli, setti mikið púður í, að bjarga heimilunum og koma á félagslegu íbúðarkerfi, hryllum okkur af þeirri tilhugsun, að ef vandi heimilanna var nokkur á en er ærinn nú, hvernig lítur þá út akurinn eftir að Jóka er komin með tögl og hagldir í einu og öllu (að eigin sögn í Zetunni).
Hvert sveitafélagið af öðru fór á hliðina eftir að Jóku bréfin fóru að til verktaka í byggingu íbúða í kerfinu.
Hún sendi sinn erindreka Sigfús Jóns síðar í Nýsi og verkefni hans var að kom sem flestum inn í klúbbinn.
Sveitafélögin sem glöptust til að fara í þá ferð urðu fljótlega tæknilega gjaldþrota og erum við enn að greiða í formi skatta, barreikninginn af því djammi öllu saman.
Guð forði þjóð vorri frá,að hún sitji slímsetu við völd, því þá er illt í efni fyrir komandi gjaldendur Skatts á Íslandi.
Enn er Jóka við sama heygarðshornið, með töfralausnir á öllu og nú er erin-dreki hennar forstjóri Talnakönnunar að því er best verður séð.
Við bíðum og sjáum hvað setur.
Miðbæjaríhaldið
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóka er sjálfsagt vel meinandi en það dugar ekki eitt og sér. Við getum haft það ágætt ef við komum okkur út úr skuldunum og búum að okkar. Leyfum börnunum okkar að erfa fiskveiðiauðlindina, sem við fengum frá forfeðrum okkar, í stað þess að gerast bónbjargarmenn í Brussel.
Sigurður Þórðarson, 21.4.2009 kl. 08:50
Mér virðist vera sama rassgatið undir öllum...
TARA, 22.4.2009 kl. 20:09
Hér er einfaldlega búið að kynda undir alls kyns áróðri um að best sé að skuldsetja sig sem mest, ad hoc og kerfisbundið. 90% lán, vaxtabætur, samstarf ÍLS og banka og þeirri hugmynd að allir ættu að geta fengið sitt eigið þak yfir höfuð sér. Jóhanna vill vel - staðreyndin er því miður sú að það hefði átt að taka á þessu fyrr, nú er það fyrir marga of seint.
Már Wolfgang Mixa, 29.4.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.