30.4.2009 | 11:31
Ekki nema von að Ólína hafi verið strikuð út í NV kjördæmi.
Ef marka má pistil hennar sjálfrar, -sem maður getur nú á stundum stórefast um,- er ekki nema von, að útvegs og annarskonar bændur sem kusu Samfó, hafi viljað koma í veg fyrir að téða Ólína yrði þeirra ,,fulltrúi" á Alþingi okkar.
Rakst á þetta á öðru bloggi og stel því.
Þannig skrifar Ólína:
Ég fyrirverð mig hálfpartinn fyrir það að íslenskir fréttamenn skuli hafa spurt Olli Rehn hvort Íslendingar myndu fá sérmeðhöndlun hjá Evrópusambandinu, eins og það væru væntingar íslenskra stjórnvalda. Ég átta mig heldur ekki á því hvers vegna alið hefur verið á þessari umræðu um sérmeðhöndlun fyrir okkur umfram það sem aðrar þjóðir hafa fengið (ég hélt reyndar að Samfylkingin hafi aðallega alið á þessari umræðu um að við gætum fengið sérmeðhöndlun hjá ESB - innskot JBL) ... Málið snýst um það hvernig Ísland getur fallið inn í regluverk, stefnumótun og áætlanir ESB. Ég er þá t.d. að tala um byggðaáætlunina, landbúnaðarstefnuna, sjávarútvegsstefnuna og umhverfisstefnuna. Hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur, lífskjör okkar, efnahagsástand, atvinnu- og viðskiptaumhverfi að ganga inn í þessar áætlanir.
Sumsé altso, þá vitum við það. Hún sakmmast sín fyrir þá sem vilja vernda hagsmuni þjóðarinnar.
Nú er Ólína líklega sátt við framkomu sama Ole Rehn.
Hér er enn ein ástæða þess, að Samfylkingunni er ekki treystandi að fara með okkar hagsmuni á erlendri grundu.
Auk þess, vita forystumenn Samfó allt um að ESB fór illa að ráði sínu, þrátt fyrir að við ,,samþykktum allt sem frá þeim kom" eins og þægir rakkar að sögn Össurar.
Enn og aftur ef marka má hans eigin orð.
Sjá myndbandið: http://www.youtube.com/watch?v=J-vmHdqQJoQ
Þetta var nokkru fyrir kosningar, þó svo að fre´ttamenn kusu að láta þetta ósagt.
Hvernig dettur fólki í hug, að þetta lið segi einhvertíma satt orð??
Mibbó
gerir sér ekki væntingar um satt orð úr munni Krata.
Athugasemdir
Það var þinn eigin ráðherra, Einar K. Guðfinnsson sem var strikaður mest út i NV-kjördæmi, ekki Ólína. Þessu var leynt fyrir almenningi þar til í gær.
Svona vinnið þið sjálfstæðismenn.
Ólína er með ágæta færslu um þetta á sinni síðu í dag. Mjög athyglisvert mál.
Vestfirðingur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:42
Ég á engan þingmann vestra, né annarstaðar.
Fulltrúar NV kjördæmis hafa oftar en ekki verið menn fyrir sinn hatt en nú er Snorrabúð stekkur í þeim efnum.
Í færslu sinni sem ég vitna í, missir Ólína grímu sína og er nú grímulaus undirlægja ESB og ofríkis þeirra.
Það ver nú ekki talið mannskapur í þeim sem voru undirlægjur og eða veifaskjattar, þá Vestfirðingar voru það semsé Vestfirðingar og menn með mönnum.
Vælukjóar og heiglar þrifust illa heima, þeir urðu fljótt svangir, gestanætur eru jú bara þrjár og eftir það urðu menn að vinna mat sínum.
Mér er sárt að horfa uppá fjórðunginn minn, með svona fullrtúa.
Bjarni Kjartansson, 30.4.2009 kl. 12:56
Kæri vestfirðingur, Einar K. hefur verið lengi á þingi og mörg ár sem sjávarútvegsráðherra, ef þú skildir ekki hafa vitað það. Hann þurfti oft að taka óvinsælar ákvarðanir og gerði það jafnvel þó það hafi komið við kaunin á vestfirðingum. Fyrir það hafa margir strikað yfir nafn hans á kjördag, en Ólína sem ekki hefur setið á þingi né verið ráðherra að taka óvinsælar ákvarðanir, fær samt þá útreið þeirra sem kusu Sandfylkinguna að eftirtekt vekur.
Bestu kveðjur, vestfirðingur (að hluta til).
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.4.2009 kl. 16:52
Já Bjarni minn,
Ekki lagast það mikið með Ólínu´sem talsmann ESB aðildar.
Halldór Jónsson, 1.5.2009 kl. 15:09
Ólína , þingmaður í NV kjördæmi á eftir að reynast öflugur þingmaður og vinna þjóð sinni mikið gagn. Ég sé hér á blogginu að hún lætur fáa ósnortna- það er vel....
Sævar Helgason, 3.5.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.