Komnir í hótunargírinn aftur.

 

Hvenær ætla Líjúgararnir að skilja, að þjóðin er ekki á bak við þá og að þeirra er EKKI KVÓTINN né AUÐLINDIN????

Félag Botnvörpuskipaeigenda var með þennan tón en það félag var undanfari Landsambands ísl útgerðamanna LÍÚ.

Enn eru þeir við sama heygarðshornið.

 

Útgerðir fóru á hausinn hér áður og fyrrmeir, jafnvel Milljónafélagið, Aliance, og margar útgerðir síðan.

Samt voru ætíð til menn sem vildu máta sig við útgerð og gerðu það margir með stakri prýði, Einar Sigurðs nefndur Ríki eða síðar Sjóríki pabbi Ágústar Einars háskólakennara að Bifröst.

Svona mun það verða og á meðan þjóðin á auðlindirnar er allt í lagi þó að ein og ein útgerð hætti, jafnvel margar, það munu ætíð verða til dugmiklir sjósóknarar.

Svo eru margir núverandi Kvótagreifar í allt annarskonar braski og pælingum en sem tengist útgerð.  Þeir hafa notað peninga fengna með veði í Kvóta, starfsemi jafnvel á erl grund.  Hvern sjálfan djöfulinn eigum við að púkka upp á svoleiðis lið?

 

Kvótabraskarar notuðu sömu aðferðir við fölsun ,,eiginfjárhlutfalls" og útrásarvíkingarnir, enda sumir mjög tengdir þeim í businessinum, saman ber Samherjarnir, sem ekki voru samherjar Geirs Haarde og Davíðs, þegar þurfti að loka einum bankanum, sem þeir töldu sig líka ,,EIGA".

 

Þessi element eru að verða frekari en óuppdregin skríll og heimtufrekir óuppaldir krakkar.

Heimta og heimta og telja sig mega og eiga allt sem kló á festir.

 

Mibbó

fékk upp í kok af eþssu sérhyglingaliði fyrir áratugum síðan.


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

6 milljónir á hverja 4 manna fjölskyldu, hummmm, koma eignir á móti, hmmmmm, ef ekki þá er útvegurinn nú þegar gjaldþrota!!  Einfalt veðkall ætti þá að duga til að ná lunganum af kvótanum til baka, skuldirnar eru okkar hvort sem er, þeirra er gróðinn ef vel gengur, ekkert nýtt!!

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband