Gefið út af Lögaðilum án ábyrgðar Ríkisins

 

Hvenær ætlar það að komast inn í haus Hagfræðinga og annarra bleyða, að Jöklabréfin voru gefin út af HLUTAFÉLÖGUM AN RÍKISÁBYRGÐAR og því verðlausir pappírar.

 

Hvorki ég eða afkomendur mínir samþykktu þessi bréf, né nokkrir fulltrúar okkar.

Davíð sagði --réttilega sbr Jón Baldvin nú í bréfi til viðskiptaráðherra, að þjóðin á EKKI að borga reikninga útrásarþjófana né gambl braskara á borð við það lið sem keypti þessi Jöklabréf þrátt fyriraðvaranir erlendra lánshæfismatsstofnana.

Mér dettur einna helst í hug,a ð þarna séu SÖMU guttar og gerðu atlögu á Krónu okkar og vissu um hætturnar og að reikningurinn yrði borgaður af skíthræddu liði stjórnmálamanna og Hagfræðingastóði,s em nú er að reyna ða þrífa úr buxum sínum, sem í þær lak eftir að þeir mærðu hvað fastast banka og Sigga Einars &co.

 

Nú er komið að því,a ð menn verða að skilgreina hvað á að gera og hvern á að sækja til ábyrgðar, því morgunljót er,a ð Ríkið seldi bankana ÁN ríkisábyrgðar.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórum hluta þessara bréfa var skipt út fyrir innistæðubréf í Seðlabankanum fyrri part ársins 2008 þegar þeir Davíð, Eiríkur og Ingimundur réðu þar ríkjum.

Innistæðubréfin eru með ríkisábyrgð eins og önnur verðbréf gefin út af Seðlabankanum.

Það voru náttúrulega eintómir snillingar sem datt þessi skipti í hug ekki satt ?

MIkael H. (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 16:06

2 identicon

Nokkur atriði, enda hafa fjölmiðlar aldrei reynt að skýra út eða skilja málið almennilega:

Jöklabréfin verða greidd af útgefendum, ekki af Íslendingum. Það er enginn að tala um annað.

 Hins vegar eiga útgefendur jöklabréfa margir hverjir íslensk ríkisskuldabréf sem að sjálfsögðu á að greiða af. Það virðist stundum sem þessi eign sé kölluð jöklabréf. Svo er ekki. Það er þessi krónubréfaeign erlendra banka og verðbréfafyrirtækja sem setur hvað mesta pressu á gengi krónunar,enda vilja þessir eigendur selja þetta drasl sem fyrst og losna við að eiga krónur.

Erlendir eigendur jöklabréfa hafa þegar tapað helmingi af verðmæti þeirra vegna falls krónunnar.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er til of mikils ætlast, að upplýst verði hverjir gáfu út þessi Krónubréf og hverjir eiga þau ? Getur verið að ríkisvaldið sé að blekkja almenning með óræðu tali um Krónubréfin sem snjóhengju, sem tilbúin er að falla ?

Þeir Björn og Mikael fara líklega með rétt mál, en hvers vegna er þetta ekki upplýst ?

Hefur nokkurn tíma verið komið á fót glæpsamlegri ríkisfyrirtækjum en seðlabönkunum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.5.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband