27.5.2009 | 15:33
Vel undirbúið starf, svo mikið er víst. HUMMMMM
Einar Karl fær verktakagreiðslur, á meðan hann er að undirbúa störf sín hjá Landsanum.
ÞEtta er afar vandmeðfarið starf og því ekki að ófyrirsynju, að vel sé búið í haginn fyrir svoleiðis nokkuð. Túlkun gerða og starfa Landsans,---það er ekki heiglum hennt.
Því er ekki óskiljanleg með öllu umfjöllum AMX um þetta.
Án leyfis lími ég inn hluta hennar. Í algeru leyfisleysi breyti ég lit og lögun textans.
Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í iðnaðarráðuneytinu, hefur verið ráðinn til Landspítalans í sex mánuði, frá og með 1. september nk, til þess að móta og festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla í samvinnu við forstjóra, framkvæmdastjórn, deildarstjóra kynningarmála og aðra stjórnendur og starfsmenn spítalans.
Aukin almannatengsl og meira gegnsæi í stjórnun Landspítala eru meðal sex helstu markmiða forstjóra Landspítala á árinu 2009. Meðal annars verður lögð aukin áhersla á tengsl við hagsmunasamtök sjúklinga og aðstandenda, aukin samskipti við stéttarfélög, opnari stjórnsýslu, skýrari leikreglur og á greinargóða upplýsingamiðlun, þar á meðal með nýjum upplýsingavef, að því er fram kemur á vef Landspítalans.
Einar Karl á að baki langan feril sem ritstjóri fjölmiðla og ráðgjafi í almannatengslum fyrir félaga- og stjórnmálasamtök, opinbera aðila og fyrirtæki. Hann mun í sumar undirbúa starfið framundan sem verktaki.
Smáfuglarnir telja sig finna svarið við spurningum sínum í þessari frétt mbl.is.
Í fyrsta lagi er Einar Karl ráðinn í sumar sem verktaki til að undirbúa það, sem hann ætlar að gera frá og með 1. september. Í þessu felst, að Einar Karl er á verktakalaunum hjá Landspítalanum í stað þess að þiggja biðlaun, eftir að hafa hætt 10. maí sem aðstoðarmaður Össurar en biðlaun aðstoðarmanna eru þrír mánuðir, það er í júní, júlí og ágúst, það er til 1. september. Ekki þiggur Einar Karl samtímis laun sem verktaki hjá Landspítalanum og biðlaun aðstoðarmanns?
Í öðru lagi ætlar Einar Karl að nota þrjá mánuði í sumar til að undirbúa sex mánaða starf sitt hjá Landspítalanum næsta vetur. Með svo góðum undirbúningi draga smáfuglarnir ekki í efa, að Einar Karl geti hrundið einu af sex helstu markmiðum forstjóra Landspítalans í framkvæmd á sex mánuðum.
Í þriðja lagi: Eftir meðgöngutíma í níu mánuði verður Einar Karl orðinn svo vel þroskaður í upplýsingastarfi sínu fyrir Landspítalann, að verði starfið auglýst, kemur að sjálfsögðu enginn annar til greina í það en Einar Karl Haraldsson með vísan til aldurs og fyrri starfa.
Þetta er snilldin ein.
Athugasemdir
Svo skal það heita að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið spilttur.....OK leyfum því að standa....en nú á sem sagt næsta holl að "hleypa sínu fólki" að kjötkötlunum....og breytingin...hver er hún ? ENGIN !
Haraldur Baldursson, 27.5.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.