Það er alkunna að kerfi eru misnotuð

 

Sagt er, að misnotkunin sé ekki hvað síst í Bílgreininni.

Hef heyrt afar margar sögur um, að erlendir starfsmenn hafi sumir tekið upp á því (voru áður afar góðir starfsmenn) að haga sér þannig að yfirmenn þeirra sáu þann kost vænstan að reka þá.

Að því fengnu, fóru þeir beint á atvinnuleysisbætur en leigja sér húsnæði (svart) til að koma upp aðstöðu til að sinna viðgerðum og þjónustu (svartri)  á verulega lægra verði en verkstæðin sem þurfa að greiða af sínum starfsmönnum, bæði í Atvinnuleysistryggingasjóð og aðra sjóði, auk skatta og slíks.

 Þetta kvað vera einnig í byggingageiranum en minna þar sem minnu er eftir að slægjast í þeim geira.

 

Þetta vita yfirvöld og einnig af því, að fyrrum starfsmenn í byggingariðnaði og víðar, streyma nú aftur til landsins til að njóta betri atvinnuleysisbóta og í sumum tilfellum, að fá vinnu (svart) við þær greinar sem þeir áður störfuðu við.

 

Svo er einnig altalað, að afar fáir íslendingar starfi hjá ÍAV við byggingu Tónlistahússins og að þeim hafi verið sagt upp en Pólverjar og allskonar aðrir EES íbúar ráðnir í þeirra stað, oft á lægri launum.

Því er það trú manna, að ekki sé sú aðgerð, að fela erlendu fyrirtæki, með erlendum starfsmönnum, byggingu Tónlistarhússins að nýju til að AUKA ATVINNU hafi með öllu misheppnast.  Svona líkt og flest allt annað sem þessi ríkisstjórn og forveri hennar hafi þó komið í verk.

 

Vonandi verður þessi frétt til þess, að tilheyrandi yfirvöld hysji nú upp um sig og geri eitthvað róttækt í þessu, Atvinnuleysis tryggingarsjóður tæmist hratt með þessu ráðslagi.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is „Atvinnulausir“ í fullri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband