Þarft framtak lögregu.

 

Þessi mæling fór fram lögnu eftir að bent var á skelfilegan hraðakstur.

 

Hitt er svo, að bifhjólamenn hafa haft af þessu einhverjar njósnir, það er, að eitthvað hafi verið kvartað, því að mjög hefur dregið úr hraðakstri þeirra nú síðustu viku.

 

Þetta veit ég því ég er íbúi við þessa tilteknu götu.

 

Hinsvegar erum við nokkur dauf vegna hávaða, flugvéladynur og slíkt gerir það að verkum.  Engu að síður eru aðal áhyggjur okkar, að börn sem eru á leið niður í Hljómskálagarð á góðviðrisdögum og kvöldum, verði fórnarlömb hraðaksturs og ógætilegs aksturs.

 

Það háttar þannig til, að steyptir veggir ná að tiltölulega mjóum gangstéttum og ef börn eru á tví-þrí-hjólum, hjólabrettum, kassabílum og allskonar faratækjum á hjólum niður frá holtunum, sem eru  að byggjast að nýju barnafjölskyldum.

 

Krafan verður að vera 30km hámarkshraði með tilheyrandi hraðahindrunum.  Það er lágmarkskrafa.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Á hraðferð eftir Sóleyjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bý við Hringbrautina og þar var mælt á mánudaginn. Niðurstöður úr mælingu þar voru að 64 óku yfir lögbundnum hraða og mjög margir á yfir 70. Ef mælt hefði verið seinna um kvöldið hefðu miklu fleiri verið teknir fyrir of hraðan akstur. Svo mikið veit ég. Þar sem ég bý er líka 50 km. hámarkshraði en fæstir keyra á 50. Á örstuttum tíma hafa orðið þrjú alvarleg slys, þar af eitt banaslys, og varla líður sá dagur að ekki verði minni slys. Spyrnukeppnirnar undir nóttina eru eins og rússnesk rúlletta og það er kraftaverk að ekki hefur verið keyrt á barn eða ungling þar sem hundruð þeirra fara yfir gangbrautir á þessum stað dag hvern. Ég veit að þessi mál verða tekin fyrir á borgarráðsfundi í dag og vona að eitthvað komi út úr því. Það þarf virkilega að gera skurk í að gera borgina okkar manneskulegri - ekki þessa skelfilega hættulegu bílaborg sem hún nú er.

Sigríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég á ekki sérlega von til, að þessi mál verði tekin þeim tökum sem þarf.

Þetta með svonefndar burðagötur, hefur verið til vandræða lengi.

Allt samgöngukerfi Rvíkur frá A til V er í lamasessi á meðan flugvöllurinn verðu rá þeim stað sem hann er og skilningslausir kerfiskarlar og konur berja haus við stein úi þeim efnum og fjölga frekar en hitt stórum vinnustöðum miðsvæðis svo sem sameinuðum Landsspítala, HR , HÍ og svo má telja lengi.

Nei, þrengingar umferðarinnar er svo ikil, að ekki verðu r við ráðið ef ekki verða umskipti á hugsun og skipulagi svæðisins frá Öskjuhlíð að Eiðsgranda

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 28.5.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband