Svona heimska elur á virðingaleysi fyrir þörfum landsbyggðar.

 

Það ríður ekki við einteyming bullið í Möllernum, líkt og venjulega.

 

Skítt með hvað er þjóðhagslega hagfellt og gefur af sér mestan arð til framtíðar.

 

Eltum frekar frekjukórinn, setum milljarða í Samgöngumiðstöð, sem á að ,,eignast" yfir 10ha af landi í Vatnsmýrinni í EINKAFRAMKVÆMD (svona 207 dæmi)

 

Borum göng undir vaðla ,,heiði" sem teppist í örfáar klukkustundir á ári og umferðin er sjaldan mikil.

Förum í áróðusrherferðir fyrir 1+2 bullinu, sem flestir eru hættir að nota, nema ef vera kynni Svíar á svæðum með litla umferð.

BARA EKKI FRAMKVÆMA NEITT AF VITI Í KRINGUM REYKJAVÍK.

 

Niðurstaðan er söm, heimskan ræður ríkjum og þingmenn Rvíkur og nágrennis eru svo daufir, að þeir mótmæla ekki einu sinni.

 

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarða íhald


mbl.is Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu mér þú mikli miðbæjaríhaldsmaður.  Finnst þér virkilega að að höfðuborgarsvæðið hafi farið varhluta af fjármagni og uppbyggingu á undanförnum árum og áratugum? 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gísli, ekki telja Suðurkjördæmi með höfuðborgarsvæðinu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Í vegamálum hefur Höfuðborgarsvæðið farið mjög svo halloka hvað varðar fjármagn og sjálfdæmi um vegafé.

Hinnsvegar er ég (þrátt fyrir nikkið) afar mikill stuðningsmaður Landsbyggðar og þá sér í lagi til sjálfstæðis og sjálfdæmis í auðlinda og skipulagsmálum. 

Ég var búsettur á Tálknafirði 16 af manndómsárum mínum og lagði hönd á plóg í mörgum málum.  Stofnaði Sjálfstæðisfélag Tálknafjarðar sem ól af sér hreinan meirihluta í  Sveitastjórn frá stofnun og nánast fram á þennan dag.

Við vorum nánast skuldlaust sveitafélag þegar ég fór þaðan 1993

Þar kynntist ég því, hve skelfilega lítið er hlustað að hvað skynsamlegast er að gera, heldur ráðin sett í höndurnar á misvitrum ,,fræðingum" sem ekki skilja hvernig hlutirnir veltast heima í héraði. 

Ef farið hefði verið að tillögum Barstrendinga A og V hefði verið komið á vegasamband við fjórðunginn fær nánast alla daga.  Menn vildu nefnilega leggja vegi milli nesja og ,,þvera firði".  Þannig hefði sparast mest alt ruðningsfé og hefði póstleiðin milli Klettsfjarðar og Djúps verið farin, hefði líklega komið á vegsamband fyrir brota brot af því sem kostaði að leggja alla þa´vegi, milli Djúps og Stranda sem gert var.

Jarðgöng undir Vaðlaheiði, er nánast óþörf framkvæmd en ég vil ekkert setja mig upp á móti henni ef umferðin þar GREIÐIR fyrir afnotin, því BARA VEXTIR af eldsneytis og tímasparnaði sem hlytist af tvöföldun Suðurlandsvegar borgaði framkvæmdina á svona um það bil 9 árum. 

Nú VERÐA menn að taka tillit til framlegð og rentu framkvæmda.   Svo er borðleggjandi, að göng undir Öskjuhlíð og undir Skólavörðuholt gæfi af sér framlegð og hagræði sem greiddi fyrir framkvæmdina með tíma og eldsneytissparnaði.   Þverun flugbrauta og fjölgun umferðaæða milli A og V  á nesinu sem Rvík stendur á (heitir víst Seltjarnanes) gæfi svo af sér um 3 milljarða í sparnað (þjóðhagslegan) ár hvert.

Ef ekki er þörf á skynsemi og sparnaði núna, þá hvenær???

Bjarni Kjartansson, 29.6.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband