1.7.2009 | 14:05
Hvað dvelur með krómuðu armböndin á þessa fíra?
Ef svona lagað hefði verið gert meðal siðaðra þjóða, væru menn margir hverjir komnir í gæslu á meðan mál þeirra eru rannsökuð en ekki að frílista sig um borg og bí, þæði hérlendis og meðal vina frá Katar og víðar um hinn heittempraða heim.
Staðfesti niðurfellingu ábyrgða og fór til Hreiðars
Hörður Felix Harðarson, lögmaður á lögmannsstofunni Mörkinni, er lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hörður Felix hefur gætt hagsmuna Hreiðars Más gagnvart sérstökum saksóknara efnahagshrunsins, Ólafi Haukssyni. Hreiðar hefur verið yfirheyrður af sérstökum saksóknara vegna meintra sýndarviðskipta sjeiksins Al-Thanis frá Katar með hlutabréf í Kauþingi skömmu fyrir efnahagshrunið í haust.
Hörður Felix er jafnframt höfundur lögfræðiálits um lögmæti þeirrar ákvörðunar stjórnar gamla Kaupþings að fella niður ábyrgðir nokkurra helstu stjórnenda bankans vegna lána sem þeir höfðu fengið til að kaupa hlutabréf í bankanum. Stjórn bankans tók ákvörðunina um niðurfellinguna þann 25. september en bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu tveimur vikum síðar. Í álitinu kemst Hörður Felix að þeirri niðurstöðu að ákvörðun stjórnarinnar um niðurfellinguna hafi verið lögum samkvæm.
Hvar er siðferðisþrek eða bara siðferðis-þröskuldar Lögmanna félagsins??
Er það bara eitthvað til að hafa sem efni í skálaræðum og sem lélega brandara í partíum?
Miðbæjaríhaldið
Gersamlega að fá upp í kok
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.