22.7.2009 | 09:31
Kækur frá tímum Nýlendukúgunar.
Svo vilja okkar ráðamenn fara skíthræddir með vota brók til svona pótentáta og ,,SEMJA" við þá.
Lítið á Eyjuna hvar sagt er frá grein um kúgun Breta á okkur og þann skilning sem kemur þar fram um aðstæður okkar.
Lafhræddir stjórnendur ættu að láta af stjórn og fela hana öðrum sem ekki eru þjakaðir af óvissu og kvíða, því mjög er sá maður illa farinn sem þjáist af slíku og ekki til stórræðanna.
Allt hefur það komið vel fram á síðustu mánuðum, þegar menn gerðu hverja vitleysuna af annarri og nú síðast að senda menn, sem bera óttablandna virðingu fyrir útlendum viðsemjendum sínum, þar gildir þrælsótti en ekki klárt höfuð og eindrægni.
Svo er til þess að líta, að það skíthrædda fólk sem nú ætlar að eiga ,,samninga" við Evrópusambandið er SAMA fólkið og hefur marg lýst því yfir að ef EKKI ESB það viti þau ekki hvað við taki og kunni ekki önnur ráð!!!!!!
Hverskonar upplag er það í ,,SAMNINGAVIÐRÆÐUR? viðsemjendur haf ÖLL ráð þeirra í hendi sér, því að vitanlega eru til þýðendur af ræðum og blaðagreinum eftir ráðamenn okkar og sífrið í Jóhönnu um, að ef EKKI ESB ÞÁ LIGGI EKKERT FYRIR NEMA GRÖFIN KÖLD.
Takk Verkamanna flokkur Hollands. Nú liggur allt klárt og kvitt fyrir.
Mibbó
Vilja ganga lengra en Verhagen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/
Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.