21.9.2009 | 13:51
Hér verður að fara afar varlega.
Margs er að gæta, þegar þessi leið er skoðuð.
Hvað með lán til einyrkja sem er með krossveðum í íbúðarhúsnæði viðkomandi.
Mjög hafa þeir rökstutt sitt mál, sem benda á, hve svínslega var farið að almenningi þegar lánað var hvað ótæpilegast. Á sama tíma og mönnum var ruggað og þeim strokið sem mikilvægum viðskipta,,vinum" voru sömu aðilar að gera atlögu að gegni og skrúfa upp verð á nánast öllu sem hafði áhrif a´Verðbætur.
Þetta er vítavert og ekki nein sanngirni í, að einungis þeir sem voru að mestu ,,fórnalömb" söluglaðra víxlara og undirmálum þeirra við hag landsmanna.
Ekkert má láta fara sem endanleg krafa sem ekki er ,,eðlileg hækkun" en ekki hækkanir sem eru bein afleiðing af gerðum víxlarana.
Það væru ólög.
Miðbæjaríhaldið
Óvíst að Íbúðalánasjóður ráði við að yfirtaka húsnæðislán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Bjarni
ég er alveg sammála þér, að fara verður varlega ef þessi lán eru færð. Útskýrðu fyrir mér af því af því að ég steig mín bernskuspor í Þingholtunum. Hvað er krossveð? En að við viðurkennum báðir að eitthvað verður að gera í þessum málum. Sennilegast er auðveldast að gera það hjá þessari stofnun frá þá sem vilja einhverja þannig þjónustu
Einnig verður að gæta jafnréttis í þessum málum. Ekki gengur sífellt að gera lítið úr því fólki sem hefur sýnt af sér ráðdeild og fyrirhyggju. Annars er bara verið að senda afar röng skilaboð út í samfélagið.
Breyta verður þessum verðtryggingum og verða þær almennt að fyllgja launakjörum til frambúðar, enda kemur að því fyrr eða síðar. Eftir áratug eða svo, þegar við erum tilbúnir að taka upp t.d. evru (ef sú leið verður farin) munu lánakjör og launakjör óhjákvæmilega fylgjast að.
Svona til gamans, jafnvel margir kirkjunarmenn lentu í klónum á víxlurunum og eru margir söfnuðir þjóðkirkjunnar í vanda vegna þess.
Það vantar greinilega einhvern náunga sem veltir um stólum og borðum víxlarana
Kristbjörn Árnason, 21.9.2009 kl. 14:29
Krossveð heitir það, ef veð eru tekin í tveimur húseignum, til tryggingar sama láni.
ÞEtta var nokkuð tíðkað fyrir nokrum árum og voru foreldrar ungra athafnamanna tíðum fengin til þessa.
Margar sorgarsögur eru til af þessum sökum.
Furðulegt, hve lengi er að bíða lagasetningu um bann við uppáskriftum og svona veðsetnignum. Jóhanna talaði fjálglega um slíkt fyrir kosningar og raunar fyrr.
Sammála er ég, að okkur vantar sárlega mann, sem gegnur um hof víxlara og steypir þeim um.
Ekki er að heldur vanþörf á, að einhver með bein í nefi, tali við fyrrum nýlendukúgarana sem nú kúga út úr okkur fé í skjóli þess, að Jóhönnu og núverandi stjórnvöldum er í mun, að ganga inn í Kalmarsambandið hið nýja og missa ekkert fyrr en sjálfsákvörðunarréttinn.
Með þökk fyrir innlitið
Miðbæjaríihaldið
Bjarni Kjartansson, 21.9.2009 kl. 15:35
Fíleztína & farízea þá zem á þezzu komu, ber að binda í böggum & endurnýta zem hljóðmön í zweid.
Steingrímur Helgason, 21.9.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.