Trúi þessu ekki. -- Of hentugur tími

 

Steingrímur og Jóhanna hafa bæði svo gersamlega misst alla tiltrú um, að þau kunni mun  á lygi og sannleik, að þetta er of bratt að komið til að trúa.

 

Pantanir Jóhönnu á álitum frá sínum undirmönnum og svörum frá erlendum forsætisráðherrum, vegna tímabundinnar stöðu sinnar og ósættis í stjórnarliðinu. 

 

Komið hefur á daginn, að ekkert annað en   ,,verðum að ganga í ESB og taka upp Evru" --kemur frá þessum snillingum.

Líkt og í sögunni kom ekkert frá ,,presti" en orðin  ,,ég kenni eins og fyrirrennari minn kenndi" kemur ekkert upp ú r Jóhönnu og meðreiðarsveinum hennar annað en ,,ESB OG EVRA."  Þá meina ég nákvæmlega það og EKKERT annað.

Þjóðin lét blekkja sig gróflega í síðustu kosningum.  Nú er kominn tími til, að losna við molde-sírokíó liðið og kjósa upp á nýtt.

Skelfilegir tímar eru að koma í rekstri fyrirtækja og lítur út fyrir, að framleiðsla innanlands dragist verulega saman vegna orkuskatta, sem komið hefur fram hjá bændum í ylrækt.  Þá þarf erl gjaldeyri til að kaupa það grænmeti sem uppá vantar.

Svona lið á að hafa vit á að segja af sér hið snarasta.

 

Nú liggur fyrir að ekkert nema hrokinn einn býr í þeim, svo sem tilsvör umhverfisráðherra og byrjunin hjá nýorðnum heilbrigðisráðherra.

 

Það hefur legið nokkuð í landi hjá vinstrinu, ofmatið á eigin verðleikum.   Árni félagsmálaráðherra er sem hann horfi stöðugt í spegil og dáist að sjálfum sér.  Dagur er vart stöðvandi í orðagjálfri, þar sem hann er hugfanginn af hljóm eigin raddar og fjármálaráðherra lítur á allt sem hinir segja sem bull og hann einn viti.

 Svona lið er ekki beint það besta til að leiða þjóð útúr ógöngum.  AÐ vísu vantar inn í alla flokka, menn sem hafa kynst því að greiða laun og þurfa að standa fyrir atvinnurekstri en það getur breyst eftir forval.

Mibbó


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Auðvitað eru þetta sjónhverfingar. Hér er ágæt úttekt á þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sé það rétt að við eigum að fara að borga 100 milljarða á ári í vexti...þá er kominn tími á Greiðslustöðvun.
Ekvador lauk nú í júní við að semja við sýna lánadrottna um að greiða 30-35% af sínum skuldum sjá : http://en.wikipedia.org/wiki/Ecuador#Economy

Við ættum að fara að skoða þessa leið.

Haraldur Baldursson, 13.10.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ísland er gjaldþrota.

Sigurður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég vildi óska að ég gæti litið framhjá því að þessi keisari er ekki lengur í fötum.... ég er þér, Sigurður, því sammála.

Haraldur Baldursson, 13.10.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband