20.10.2009 | 13:07
Gylfi klappliði
Gylfi er nú ekki alveg með á nótunum.
Hann er ekki búin að jafna sig eftir að hafa verið í klappliðinu hjá útrásargaurunum, sem héldu að ekkert mál væri að redda peningum í alla skapaða hluti.
Þeir höfðu ekki rétt fyrir sér svo sem nú sést og fjölskyldurnar finna á eigin baki.
Mikil og vaxand hætta er einmitt á, að þjóðin lendi í greiðsluþroti.
Ef marka má viðvaranir á stöðu Krónubréfa og viðbragðaleysi stjórnvalda.
Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrum starfsmaður AGS skrifar:
Að sögn Gunnars þá velja stjórnvöld þennan kost til þess að koma í veg fyrir að gengi krónunnar hríðfalli með tilheyrandi verðbólguskoti og um leið mikilli hækkun verð- og gengistryggðra lána heimila og fyrirtækja.
Er þá ekki ráð að afnema verð- og gengistryggingu lána, spyr Gunnar í bréfi til þingmanna og svarar þeirri spurningu játandi en segir að stjórnvöld setji hagsmuni fjármagnseigenda ofar hagsmunum heimila og fyrirtækja.
Að óbreyttu mun Ísland því umbreyta krónuskuldum við erlenda spekúlanta í gjaldeyrisskuldir við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, o.fl, skrifar Gunnar.
Þarna fer ekkert á milli mála.
Ég treysti frekar orðum Gunnars en Gylfa klapp Magnússonar.
Miðbæjaríhaldið
Umræða um erlendar skuldir á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta fólk er í einhverju lalalandi afneitunnar. Skuldir okkar eru nú 233% fyrir utan Icesave og enn er keppst að því að bæta við. Hann neitar að skilja hvað Gunnar er að segja. Gjaldeyrislán AGS mun ekki breyta neinu þar um af því að það rýkur út til spekúlantanna um leið og bremsurnar verða losaðar. Þetta er hálfviti!
Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2009 kl. 13:21
Og hverjum er það að kenna? Sjálfstæðisflokknum? Neieiiiiiiiiiiii FRAMSÓKNARFLOKKNUM ENN SÍÐUR. þETTA ER AUÐVITAÐ HELV.VG eða SF AÐ KENNA Það vilja margir geta sagt það a.m.k.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.10.2009 kl. 11:07
Ég segi líka að ég treysti Gunnari Tómassyni betur en öðrum til að hafa rétt fyrir sér. Og aðvaranir hans til Þingmanna sýnir að hann hefur áhyggjur af ástandinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2009 kl. 11:54
Það er barnaskapur úr því sem komið er að fara að rífast um hverjum er um að kenna. Hér eiga allir flokkarnir nema ef til vill Hreyfingin sök á. Því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2009 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.