Hér er vert að skoða framburð Bjössa!!!!

 

Björn Leifsson er dugnaðarforkur og fylginn sér í viðskiptum.  Það er gott og vel og ef menn, líkt og hann , hafa ekki farið óheiðarlega að keppinautum sínum, heldur beitt þeim aðferðum sem öllum eru heimilar í drengilegri keppni, er ekkert að því að velgengni verði uppskeran.

 

Nú eru fyrstu dæmin um að ,,ERLENDIR VOGUNARSJÓÐIR /  KRÖFUHAFAR"  SEM ERU AÐ EIGNAST BANKA OKKAR BEITA FLÁRÁÐUM í græðgi sinni að eignast húsnæði á eftirsóttum stað í Rvík.

Nú ríður á, að endurskoðun skipulags, verði til þess, að Rvíkurborg eignist húsnæðið sem WC  er í og einnig allt það húsnæði sem hefur verið afhent út úr eigu Rvíkur til ,,vildarvina" R-Listans sáluga í Laugardal.

 

Set hér við umfjöllun úr Viðskiptablaðinu, sem birtist í Pressunni.

Björn í World Class á leið í gjaldþrot - „ævintýralega vitlausar“ ráðleggingar Straums

worldclass.is

„Ég er á leiðinni í gjaldþrot,“ segir Björn Leifsson eigandi World Class við Viðskiptablaðið. Ástæðan mun vera misheppnuð útrás til Danmerkur. Hann segist hafa fengið ævintýralega vitlausar ráðleggingar frá Straumi fjárfestingarbanka við kaup á dönsku líkamsræktarfyrirtæki.

Straumur keypti sjálfskuldarábyrgð af Kaupþingi vegna láns upp á 250 milljónir króna sem Björn og félagi hans eru persónulega ábyrgir fyrir. Björn býst við að Straumur gangi að sér vegna skuldarinnar. „Vandann sem ég er að glíma við má rekja til ævintýralega vitlausra ráðlegginga frá Straumi þegar ég og viðskiptafélagi minn, Guðmundur Ágúst Pétursson, keyptum helmingshlut í dönsku líkamsræktarfyrirtæki. Ég skil ekki hvernig það fæst staðist að ábyrgðin á mig sé seld til Straums, sem í dag er eins konar leiktæki þýskra kröfuhafa, vogunarsjóða þar á meðal. Það er sérkennilegt að þetta skuli gerast með þessum hætti.“

Björn segir að félagið í Danmörku, Equinox, hafi verið keypt á alltof háu verði í lok árs 2006. Segir Björn að sú vinna sem Straumur lét gera og kaupin byggðust á hafi ekki staðist. Halla tók undan fæti um mitt síðasta ár og segir Björn að þá hafi Straumur stillt honum upp við vegg á næturfundi í maí í fyrra. Hann yrði að taka á sig ábyrgðir fyrir láninu. Nú sé hins vegar komið að skuldadögum fyrir Danmerkurævintýrið. „Það var því miður dauðadæmt allan tímann.“

 

Ég hef ekki neina ástæður til að efast um þennan framburð Björns, samskipti okkar við hans fyrirtæki hefur ætíð verið hnökralaus og vinsamleg.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Í mál vegna World Class
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið er ég sammála þeim anda sem býr að baki þessum pistli þínum Bjarni. Tek fram að ég hef aldrei þekkt Björn og hvorugt þeirra hjóna séð svo mér sé kunnugt. Það er mikið slys að setja í sama pott alla þá sem nú sitja eftir með sárt enni eftir hrunið. Mér hefur sýnst Björn hafa rekið sitt fyrirtæki með djörfung og kappsemi ásamt óhemju orku sem maðurinn er greinilega gæddur. En líkt og ýmsir þá hefur hann tekið við ráðgjöf við fjárfestingar hjá sturluðum og marklausum spilafíklum gróðahyggjunnar.

Árni Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þarna erum við sammála.

Líkt og Skrattinn sjálfur er settur fram í gervi ungs og fagurs manns sem sagði við bóndann í miðjum heyönnum,  ,,hvíldu þig hvíld er góð"  buðu þessir að því er virtist, einkennisklæddu menn og konur, viðskipta,,vinum" sínum ,,góðráð" sem þeir högnuðust mjög af í formi bónusa.

Svo, líkt og Skrattinn í dæmisögunni sagði víð bóndann um Mörsug eða Þorra, þegar stabbinn var búin, --,,latur lítið hey" og bauð honum ganga sér á hönd,--hóta þessir útsendara ,,kröfuhafa" í einkennisfötum (hand)rukkara lögfróðra að taka allt frá viðkomandi að geðþótta.

Hér verður að stemma við stigu og endurskoða lög um innheimtur og Gjaldþrot.

Ungt fólk má ekki vera fellt að sverði í stórum stíl af bröskurum og vogunarsjóðum, hvorki innlendum né erlendum.

mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þau hjón (sem ég ekki þekki persónulega) hafa ekki bara verið djörf í viðskiptum, heldur hafa þau rekið sín fyrirtæki af mikilli fagmennsku. Öll umgjörð þeirrar þjónustu sem þau bjóða er með slíkum ágætum að árangur hlýtur að fylgja. Nú er engin leið fyrir utanaðstandandi að meta Danmerkur-Ævintýrin, en þegar leitað er ráðgjafar sérfræðinga í fjármálaþjónustu, eins og þau virðast hafa gert, má gera kröfur um þá ráðgjöf. Ævintýri sem útrás World Class hefur verið verður því að geta reitt sig á áreiðanlega ráðgjöf í fjármálum....
Það eina sem maður getur vitað um, í fjarska, er að umgjörðin, fagþekking og reynsla þeirra hjóna hefur skilað góðri þjónnustu frændum okkur til heilla... annað.... tja vonandi sjáum við þau ekki verða gerð upp.

Haraldur Baldursson, 29.10.2009 kl. 13:16

4 identicon

verða þessi hjón ekki að bíta í það súra epli að hafa hlítt ráðgjöf "sérfræðinga í fjármálaþjónustu" sem siðblindan leiddi áfram?og voru ekki sömu sérfræðingar að ráðleggja öðrum viðskiptavinum bankans illuheilli og hvar eru þessir sérfræðingar í dag og hvenær er rætt um þeirra ábyrgðir gagnvart viðskiptavinum sem nú virðist stefna í að missi sín fyrirtæki vegna ráðgjafar sem einskorðaðist við hag lánastofnunarinnar frekar en hag viðskiptavinarins

zappa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 13:46

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þakka innlitin

Svo er Haraldur, að það er einkenni á VOGUNARSJÓÐUM, að rífa í sig eignir þær sem kunna að vera í veði eða eigu skuldara þeirra fjármálafyrirtækja sem komast í þeirra eigu.  Fyrir því er löng og bitur reynsla, þar skiptir ekki máli, þótt að þeir sem lánin tóku hafi gert það í góri trú eða við allt aðra viðsemjendur.

Einnig vita menn Zappa minn ljúfastur, að einmitt þeri sem flátt ráða og gera það í því skini, að fá bónusa, bera ekki lögformlega ábyrgð á þeim gerningum. 

Það kvað hinsvegar vera að koma upp á yfirborðið, að jafnvel börn hafa fengið lán vegna áeggjana ,,ráðgjafana".

Þar er borið við, að Sýslumaðurinn í Rvík hafi ekki leyft veðböndin veegna skorts á lagaheimild en kollegi hans í Hafnafirði leyfði það.

Þetta vekur upp spurningar um löglegheit gerninga sem lánveitendur ætluðu strax að ganga gegn.  Hvernig fær það staðist, að sami aðili, sem hefur af því gróða,a ð stjorna Verðtryggingarstuðli, geti ráðist á gengið og markaðaverð hvers sem vill?  Svo var um bankana og fl svo sem Lífeyrissjóðina að þetta lið réðst á gegnið með uppkaupum a´gjaldeyri og þannig falli okkar Krónu.

mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband