Hundalógíkk.

 

Ekki gef ég nú mikið fyrir svona sönnunarfærslur.

 

-----,,Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði að menn mættu ekki gleyma því, að Íslendingar beri ábyrgð á Icesave-skuldbindingum. „Það voru Íslendingar sem fóru út í heim, stofnuðu til þessara skuldbindinga og lögðu á okkar herðar," sagði Árni Þór."

Til að bulla svona, þarf blessaður maðurinn að vera verulega langt undir normal greind.

Þjóðin ber ekki ábyrgð á athöfnum einkafyrirtækja.  Til að telja sér trú um slíkt, þurfa menn að vera skelfilega auðtrúa og kunnáttulausir um viðskiptalög.

Það er EKKI ríkisábyrgð á Hamborgara búllu Tómasar, né aðrar búllur.

Því neita ég algerlega, að bera ábyrgð á búllu Sigurðar Einarssonar og einnig búllu Sigurjóns Digra í formi Landsans og Icesave

 

Það eru stórklikkaðir menn, sem samþykktu þetta og undir hótunum um þjóðargjaldþrot og einangrun.

Slíkir samningar geta ekki verið bindandi, frekar en aðrir nauðungarsamningar, hvar annar aðilinn heldur vopni að hálsi hins.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Klár og hrein tengsl Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband