10.12.2009 | 23:34
Þá liggur það fyrir og þá vitum við hvað Samfó er tilbúin að fórna.
Stolið af Pressunni
Frakkar og Þjóðverjar: Ísland fær ekkert gefins í aðildarviðræðum, þið verðið að opna fiskimiðin
Frakkar og Þjóðverjar eru almennt jákvæðir í garð aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu en segja að Ísland fái ekkert gefins í aðildarviðræðunum. Löndin segja þó að Ísland geti ekki haft fiskimiðin út af fyrir sig.
Þetta kemur fram á vefnum EurActiv.
Þar segir að þetta sé niðurstaða könnunar EurActiv í Frakklandi og EurActiv í Þýskalandi. Segir að þegar ESB ákveði að hefja formlegar viðræður við Ísland, líklega í mars 2010, þá muni Frakkar sérstaklega beina sjónum sínum að tveimur þáttum - sjávarútvegi og sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB. Vitnað er í Michel Sallé, franskan sérfræðing um Ísland þessu til stuðnings.
Ísland er ekki tilbúið til að samþykkja innrás í landhelgina af erlendum veiðiskipum.
Hann bætir við að Íslendingar vilji heldur ekki verða hluti af sjávarútvegsheild ESB. En Frakkar þurfi að hugsa um hag sinna eigin sjómanna sem hafa orðið illa úti í efnahagskreppunni.
Hvað landbúnaðinn varðar, segir Sallé að þeir 3.000 bændur sem stundi landbúnað á Íslandi séu harðir andstæðingar sameiginlegrar landbúnaðarstefnu, þar sem þeir telji að framleiðsla þeirra muni minnka um 40 - 50% við inngöngu í ESB.Ennfremur er vitnað í Roland Blum, þingmann UMP í Frakklandi, sem segir að ESB aðild muni gagnast íslenskum bændum mikið þar sem þeir muni fá umtalsverða styrki til að bæta upp erfið ræktunarskilyrði á Íslandi.
Hvað Þýskaland varðar, segir EurActiv að þó íbúafjöldi Íslands sé svipaður og meðalborgar í Þýskalandi hafi stærsti stjórnarflokkur landsins, lítinn áhuga á aðild Íslands og gæti tortryggni í garð landans. Þeir segja að ESB eigi ekki að vera í björgunarstarfi fyrir ríki í erfiðleikum og að stækkunin teygi um of á sambandinu.Þýski þingmaðurinn Alexander Graf Lambsdorff, segist ekki búast við neinum vandamálum í samningaviðræðum Íslands og ESB, ekki síst í ljósi þess að 80% af löggjöf sambandsins sé þegar í gildi á Íslandi. Hins vegar verði algjörlega nauðsynlegt að ná málamiðlun í sjávarútvegsmálum, Ísland verði sem sagt að opna fiskimiðin með einum eða öðrum hætti, og undirbúa sig vel fyrir aðild. Það gæti tekið nokkur ár.
Athugasemdir
Heill og sæll Bjarni; æfinlega !
Að; hinum frjálshyggjuflokkun þrem, ekki undanskildum, svo sem, er Samfylkingin einhver ljótasti blettur, á síðari tíma sögu Íslendinga.
Þarf vart; að hafa öllu fleirri orð - þar um.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.