Sprenghlægilegt að ekki ein kvenréttindakona láti heyra í sér !

 

 

Ef marka má orðróm frá matsnefnd, var það kona en ekki karl sem álitin var lang-hæfust.

AF AMX

 

Álfheiður skipar landlækni – undrun meðal lækna

 
Sjónvarpið
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra.

Smáfuglarnir heyra um mikla undrun meðal lækna við val Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, á landlækni. Geir Gunnlaugsson, sem hefur verið skipaður, sé alls ekki hæfasti umsækjandinn að mati faglegrar matsnefndar. Hann hafi hins vegar rétta pólitíska skoðun að mati Álheiðar og sé líklegur til að gagnast henni í stríði hennar við sjúkraliða og fleiri.

María Heimisdóttir, yfirlæknir á hag- og upplýsingasviði Landspítala, er sögð hafa fengið hæstu einkunn matsefndar. Kunnugir segja smáfuglunum, að val Álfheiðar stangist því bæði á við jafnréttislög og niðurstöðu hæfnismats.

 

 Hefði þetta verið Íhald sem þetta gerði, hefði allt orðið snarvitlaust ----umsvifalaust.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Geir Gunnlaugsson skipaður landlæknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Geir Gunnlaugsson hlýtur að vera í Sjálfstæðisflokknum fyrst pólitískar skoðanir hans falla frú Álfheiði í geð. En Álfheiður sú arna, er að mati þeirra sem til hennar þekkja, eitthvert mesta svartnættisíhald sem um getur á Íslandi.

Jóhannes Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 14:26

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Meira að segja Miðbæjaríhaldið stenst frú Álfheiði engann snúning þegar kemur að íhaldsmennsku.

Jóhannes Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 14:28

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri Jóhannes.

Ég bara roðna, Notar mig sem viðmið um íhaldsmennsku.

Brrrrr.  Notahrollur um karlinn.

Bara eitt.  Umrædd Álfheiður er af álfakyni Kommatittsflokka og EKKERT íhald.

Annars þakka ég komplímenntið.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 2.1.2010 kl. 20:17

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Af hverju þarf yfirlækni á hag- og upplýsingasviði Landspítalans? Er það til að lækna tölvurnar? Þetta er eitthvað skrýtið. Kannski ekki nema von að illa gangi að reka heilbrigðiskerfið.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband