Færsluflokkur: Bloggar

Svo eru menn HISSA!!!!

 

Svo eru menn hissa á að almenningur vilji burt með Kvótakerfið og að svona sullum bull og svínarí verði afmáð hið fyrsta.

 

Bókhaldsbrellur með kaupum og sölum á sömu skipum milli tengdra aðila, vina og vandamanna, allt til að halda uppi fölsku gengi á kílóaverði í ,,varanlegum" aflaheimildum, svona lít og gert var með hlutabréfin í bönkunum, hafa nú gegnið sitt skeið og almenningur vill skil og það strax.

Þetta ættu mínir menn að skilja en það virðist enn vera bundið fyrir augu þeirra og eyru þeirra svo örguð og görguð af Gýgjum Græðgivæðingarinnar og Líjúgurunum, að enn heyrist ekkert nema suðið eitt.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Tíu með helming kvótans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hávaðinn ekkert óvanalegur.

 

Bý við Sóleyjargötu, vakna iðulega við flugvéladrunur, á öllum tímum nætur og undir morgunn.

Minnkað eftir bankahrunið en þó nokkuð af þotum á ferð í svona gusum, --líklega þegar hrægammarnir frá Vogunarsjóðunum og ,,samningamenn KRÖFUHAFA"  eru að koma tímanlega á fundi.

Ein og ein áramótaterta gerir manni ekkert meira rúmrusk en títt er um flugve´lar, sem eru að lenda eða fara í loftið á þeim tímum sem venjulegt fólk sefur og var um samið, milli borgar og Flugmálastjórnar (nú Flugstoðir) að yrðu einungis gert í algerri ,,NEYÐ".

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Flugeldum skotið á loft um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru Íslands Hrafnistumenn? Hvar eru fræknar hetjur sem vörðu bú sín með oddi og egg?

 

Nú er hún Snorrabúð stekkur og stund okkar fegursta frama lýsir sem ........

 

Fyrrum Kommúnisti fenginn til að fara fyrir samninganefnd um skuld sem er í raun ekki okkar.

 

niðurstaðan er sláandi um 60 milljarðar á ári eftir sjö ár og Svavar leyfir sér að segja hagkerfið komið í skjól.    ---Það er í það minnsta SVIKASKJÓL ef eitthvert.

60 milljarðar eru þrefaldur niðurskurðurinn sem menn eru að tala um núna sem sársaukafullan.

Ég lýsi eftir höldi sem þorir að segja NEI við greiðum ekki það sem okkur EKKI ber.

Svavar þorir þó að segja eitt athyglivert.

 

,,Það voru bankar hér á Íslandi sem voru orðnir tíu sinnum stærri en hagkerfið, samt störfuðu þeir samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins. Það er ekki hægt að segja að þeir hafi brotið þær tilskipanir í sjálfu sér. Hvernig áttum við að taka á þessu? Áttum við að gera það með betra Fjármálaeftirliti? Já. Áttum við að gera það með betri Seðlabanka? Já, en hversu gott hefði eftirlitið þurft að vera og hversu góður hefði Seðlabankinn þurft að vera til að stöðva þetta? Höfðu þessar stofnanir úrræði til að stöðva þennan vöxt bankanna? Átti að segja að enginn banki mætti vera stærri en þjóðarframleiðslan? Það hefði ekki verið samkvæmt EES-samningnum.

Veruleikinn er sá að það viðskiptafrelsi sem fólst í EES-samningnum var of mikið fyrir þetta land nema því hefði fylgt öflugri eftirlitsaðgerðir. Það þýðir einfaldlega að ESB þarf að endurskoða sínar reglur,“ segir Svavar"

 

Hraðferð inn í ESB og algert úrræðaleysi Jóhönnu og félaga blasir við og því miður er fátt nýtt í  tillögum stjórnarandstöðunnar og verður að segja hverja sögu sem er, að þar virðist ekkert bóla á raunverulegri endurskoðun á stefnumiðunum, sem komu mönnum í fyrri villur sem þeir voru í forystumenn síðustu stjórnar.

 

Miðbæjaríhaldið 


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi maður er aðuvitað galin.

 

Hann er svo gersamlega laus við alla veruleika sýn, að það er ótrúlegt.

 

Að vísu er hann í því  að auðgast á einfeldningum í USA og víðar.

 

Öxulveldi

Öxulveldi hins illa

 

Hvað næst?  Útrýmingabúðir hvala?

Við eigum að bjóða þennan mann velkomin og gefa honum hluta af því sem hann gerði við Hvalbátana.

Þessi dallur hans er ágætlega komin á botninum utan mengunarlögsögu.

 

Mibbó

vorkennir fólkinu sem styður Watson þennan


mbl.is Aðgerð Ragnarök endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarft framtak lögregu.

 

Þessi mæling fór fram lögnu eftir að bent var á skelfilegan hraðakstur.

 

Hitt er svo, að bifhjólamenn hafa haft af þessu einhverjar njósnir, það er, að eitthvað hafi verið kvartað, því að mjög hefur dregið úr hraðakstri þeirra nú síðustu viku.

 

Þetta veit ég því ég er íbúi við þessa tilteknu götu.

 

Hinsvegar erum við nokkur dauf vegna hávaða, flugvéladynur og slíkt gerir það að verkum.  Engu að síður eru aðal áhyggjur okkar, að börn sem eru á leið niður í Hljómskálagarð á góðviðrisdögum og kvöldum, verði fórnarlömb hraðaksturs og ógætilegs aksturs.

 

Það háttar þannig til, að steyptir veggir ná að tiltölulega mjóum gangstéttum og ef börn eru á tví-þrí-hjólum, hjólabrettum, kassabílum og allskonar faratækjum á hjólum niður frá holtunum, sem eru  að byggjast að nýju barnafjölskyldum.

 

Krafan verður að vera 30km hámarkshraði með tilheyrandi hraðahindrunum.  Það er lágmarkskrafa.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Á hraðferð eftir Sóleyjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alkunna að kerfi eru misnotuð

 

Sagt er, að misnotkunin sé ekki hvað síst í Bílgreininni.

Hef heyrt afar margar sögur um, að erlendir starfsmenn hafi sumir tekið upp á því (voru áður afar góðir starfsmenn) að haga sér þannig að yfirmenn þeirra sáu þann kost vænstan að reka þá.

Að því fengnu, fóru þeir beint á atvinnuleysisbætur en leigja sér húsnæði (svart) til að koma upp aðstöðu til að sinna viðgerðum og þjónustu (svartri)  á verulega lægra verði en verkstæðin sem þurfa að greiða af sínum starfsmönnum, bæði í Atvinnuleysistryggingasjóð og aðra sjóði, auk skatta og slíks.

 Þetta kvað vera einnig í byggingageiranum en minna þar sem minnu er eftir að slægjast í þeim geira.

 

Þetta vita yfirvöld og einnig af því, að fyrrum starfsmenn í byggingariðnaði og víðar, streyma nú aftur til landsins til að njóta betri atvinnuleysisbóta og í sumum tilfellum, að fá vinnu (svart) við þær greinar sem þeir áður störfuðu við.

 

Svo er einnig altalað, að afar fáir íslendingar starfi hjá ÍAV við byggingu Tónlistahússins og að þeim hafi verið sagt upp en Pólverjar og allskonar aðrir EES íbúar ráðnir í þeirra stað, oft á lægri launum.

Því er það trú manna, að ekki sé sú aðgerð, að fela erlendu fyrirtæki, með erlendum starfsmönnum, byggingu Tónlistarhússins að nýju til að AUKA ATVINNU hafi með öllu misheppnast.  Svona líkt og flest allt annað sem þessi ríkisstjórn og forveri hennar hafi þó komið í verk.

 

Vonandi verður þessi frétt til þess, að tilheyrandi yfirvöld hysji nú upp um sig og geri eitthvað róttækt í þessu, Atvinnuleysis tryggingarsjóður tæmist hratt með þessu ráðslagi.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is „Atvinnulausir“ í fullri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða væl er þetta?

HA er rekið frá Rvík nú þegar.

Kennslukrafti er flogið fram og til baka DAGLEGA.

 Ef skóli getur ekki einu sinni haldið uppi starfsliði á heimaslóð er ekki og verður ekki talin rekin í heimabyggð.

Ef menn eru að meina eitthvað í bulli sínu um sparnað er þar komið bráðsniðug leið.

HÆTTA TRANSPORTI MEÐ KENNARA frá og til HA.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is HA verði ekki útibú frá Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel undirbúið starf, svo mikið er víst. HUMMMMM

 

Einar Karl fær verktakagreiðslur, á meðan hann er að undirbúa störf sín hjá Landsanum.

ÞEtta er afar vandmeðfarið starf og því ekki að ófyrirsynju, að vel sé búið í haginn fyrir svoleiðis nokkuð.  Túlkun gerða og starfa Landsans,---það er ekki heiglum hennt.

Því er ekki óskiljanleg með öllu umfjöllum AMX um þetta.

 

Án leyfis lími ég inn hluta hennar.  Í algeru leyfisleysi breyti ég lit og lögun textans.

 

„Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í iðnaðarráðuneytinu, hefur verið ráðinn til Landspítalans í sex mánuði, frá og með 1. september nk, til þess að móta og festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla í samvinnu við forstjóra, framkvæmdastjórn, deildarstjóra kynningarmála og aðra stjórnendur og starfsmenn spítalans.

Aukin almannatengsl og meira gegnsæi í stjórnun Landspítala eru meðal sex helstu markmiða forstjóra Landspítala á árinu 2009. Meðal annars verður lögð aukin áhersla á tengsl við hagsmunasamtök sjúklinga og aðstandenda, aukin samskipti við stéttarfélög, opnari stjórnsýslu, skýrari leikreglur og á greinargóða upplýsingamiðlun, þar á meðal með nýjum upplýsingavef, að því er fram kemur á vef Landspítalans.

Einar Karl á að baki langan feril sem ritstjóri fjölmiðla og ráðgjafi í almannatengslum fyrir félaga- og stjórnmálasamtök, opinbera aðila og fyrirtæki. Hann mun í sumar undirbúa starfið framundan sem verktaki.“

Smáfuglarnir telja sig finna svarið við spurningum sínum í þessari frétt mbl.is.

Í fyrsta lagi er Einar Karl ráðinn í sumar sem verktaki til að undirbúa það, sem hann ætlar að gera frá og með 1. september. Í þessu felst, að Einar Karl er á verktakalaunum hjá Landspítalanum í stað þess að þiggja biðlaun, eftir að hafa hætt 10. maí sem aðstoðarmaður Össurar – en biðlaun aðstoðarmanna eru þrír mánuðir, það er í júní, júlí og ágúst, það er til 1. september. Ekki þiggur Einar Karl samtímis laun sem verktaki hjá Landspítalanum og biðlaun aðstoðarmanns?

Í öðru lagi ætlar Einar Karl að nota þrjá mánuði í sumar til að undirbúa sex mánaða starf sitt hjá Landspítalanum næsta vetur. Með svo góðum undirbúningi draga smáfuglarnir ekki í efa, að Einar Karl geti hrundið einu af sex helstu markmiðum forstjóra Landspítalans í framkvæmd á sex mánuðum.

Í þriðja lagi: Eftir meðgöngutíma í níu mánuði verður Einar Karl orðinn svo vel þroskaður í upplýsingastarfi sínu fyrir Landspítalann, að verði starfið auglýst, kemur að sjálfsögðu enginn annar til greina í það en Einar Karl Haraldsson með vísan til aldurs og fyrri starfa.

Þetta er snilldin ein.

Allt upp á borðið og ekkert pukur!¨!!!!!!!!!
Berjumst bræður.
Ha Ha Ha
Össi kann trikkin.
Til hamingu Ísland með svona ríkisstjórn og vonandi NÝTUR Landsinn óumdeildra hæfileika Einars Karls.
Mibbó

Skynsamlega valið.

Ragnar er góður, afar góður kostur fyrir varfærna stjórnun lífeyrissjóðs.

Hann er alvanur bankamaður og algerlega með það á hreinu, að hann er að umgangast fé annara og nálgast það verkefni frá þeim sjónarhól.

 Þannig starfaði hann hjá Íslandsbanka og svo mun hann einnig starfa hjá VR ífeyrissjóði.

 

Til hamingju

VR félagar


mbl.is Nýir fulltrúar VR valdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur á fullu uppi á Snæfellsnesi.

Heimildir eru um, að jakkalakkar með Ólaf í fararbroddi hafi verið önnum kafnir við útburð á gögnum uppi á Miðhrauni sem hann á bústað og frægt þyrluflug fór fram til að eyðileggja fermingu frænku konu hans.

 

Vonandi hafa menn heyrt nokkuð um það og náð að stoppa hann og félaga við útburðinn eða hjálpa þeim öllu heldur.

 

Ekki trúi ég því að þessir heiðursmenn sem la´ta góða píanóleikara leika undir borðum í afmælum sínum og stofna skattafrádrátt í góðgerðum sem eru ritaðar og auglýstar vel og vendilega en minna hefur farið fyrir sakir anna, að' svona heiðursfólk hafist að nokkuð sem gæti verið ólöglegt eða að vera að reyna að koma undan pappírum.

 

Því bara trúi ég ekki og legg allt mitt traust á, að dómstólar vísi nú frá ofsóknum á hendur þessa heiðursfólks og Finnur skýri hve vel allt í kringum þennan mektarmann Ólaf hefur fram farið líkt og hjá honum sjálfum blessuðum.

 

Mibbó

gersamlega bit á þessum ofsóknum


mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband