Færsluflokkur: Bloggar
20.4.2009 | 15:45
Við erum þó nokkur sem munum fyrri tíð
Við sem vorum svona tiltölulega ung, þegar Jóhanna var Félagsmálaráðherra og fór mikinn á Húsbréfafelli, setti mikið púður í, að bjarga heimilunum og koma á félagslegu íbúðarkerfi, hryllum okkur af þeirri tilhugsun, að ef vandi heimilanna var nokkur á en er ærinn nú, hvernig lítur þá út akurinn eftir að Jóka er komin með tögl og hagldir í einu og öllu (að eigin sögn í Zetunni).
Hvert sveitafélagið af öðru fór á hliðina eftir að Jóku bréfin fóru að til verktaka í byggingu íbúða í kerfinu.
Hún sendi sinn erindreka Sigfús Jóns síðar í Nýsi og verkefni hans var að kom sem flestum inn í klúbbinn.
Sveitafélögin sem glöptust til að fara í þá ferð urðu fljótlega tæknilega gjaldþrota og erum við enn að greiða í formi skatta, barreikninginn af því djammi öllu saman.
Guð forði þjóð vorri frá,að hún sitji slímsetu við völd, því þá er illt í efni fyrir komandi gjaldendur Skatts á Íslandi.
Enn er Jóka við sama heygarðshornið, með töfralausnir á öllu og nú er erin-dreki hennar forstjóri Talnakönnunar að því er best verður séð.
Við bíðum og sjáum hvað setur.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 11:26
Nú uppskerum við undirbúning og styrkingu lögg og tollgæslu
Það er við hæfi, að þakka Birni Bjarnasyni, hver sjaldan fær viðurkenningu fyrir sín góðu störf í sínum ráðuneytum og er það líklega vegna öfundar pólitískra andstæðinga á því hvernig rúmin eru skipuð á Samfó skútunni.
Hér eru Íslendingar að uppskera eflingu og samhæfingu Lög og Tollgæslu. Allt að tillögum Björns og í samstarfi við hans undirmenn í alflestum tilvikum.
Hafi hann þakkir fyrir.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Fíkniefni af ýmsu tagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2009 | 11:19
Ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er afar aumkunarvert, að lesa komment sumra hér við þessa frétt.
Flestum liggur illt orð til Björns Bjarnasonar, sem hefur ítrekað sýnt í sínum störfum á Alþingi, að þar fer afar skarpgreindur og þjóðhollur einstaklingur.
Öfund yfir að slíkur prýði ekki lista þeirra sem væla hvað hæst er skiljanleg en samt aumkunarverð, jafnvel brjóstumkennanleg og hreyfir strengi vorkunnar í brjóstum lesenda.
Yfirleitt eru þetta Samfylkingarmenn sem eru ákafir áhugamenn um, að koma öllum auðlindum okkar undir stjórn ESB, ekki bara eiganahald heldur einnig ráðstöfunarréttinum.
Ég er ekki ætíð sammála Birni um hvaðeina en ber mikla virðingu fyrir bæði dugnaði, árverkni og greind hans. Hann hefur verið mjög afkastamikill við að treysta stoðir þeirra málefna sem hans ráðuneyti hafa haft með að gera, svo sem Menntamálin, löggæslumálin og erum við nú að uppskera ríkulega í þeim efnum, smyglarar geta ekki lengur verið öruggir við iju sína. sbr, nú er verið að stöðva stórfelldan innflutnig á hættulegum efnum og fyrr upprætt stórfelld ræktun á plöntum sem gefa af sér afurðir sem notaðar eru til fíkniefnagerðar.
Björn hefur sagt skilið við Alþingi í bili en vissulega ekki vetvang stjórnmála.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2009 | 08:58
Háðuleg útreið Flokksins í fyrstu raun.
Nú skil ég fyllilega, að Landsfundir eru til skrauts og bara upp á punt.
Þakka samfylgdina í gegnum árin og áratugina en nú er mér nóg boðið.
Ég er ekki geðlaus og því lýsi ég því hér með yfir og vil að aðrir fari að eftirdæmi mínu.
Ég mun EKKI kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum.
Ég, ásamt og með Kjartani Gunnarsyni kom því til leiðar, að inn í Landsfundarályktanir var sett ákvæði um, að Auðlindir allar yrðu þjóðareign og það,--ævarandi ( um alla framtíð).
LÍjúgararnir höfðu uppi mótbárur en svo virðist, að þeir hefðu ekkert þurft slíkt, því ráðnir voru kjörnir fulltrúar Flokksins að hafa þessa grein að engu, hugsanlega háði og spotti en ekki fara að þessum vilja fundarins, sem samþykkti þetta með yfirgnæfandi meirihluta.
Farvel Frans.
Miðbæjaríhaldið
ætlar EKKI að kjósa handbendi LÍÚ á þiing.
Hef fengið mig fullsaddan af því.
![]() |
Stjórnarskrá ekki breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (62)
3.4.2009 | 20:07
Það er naumast!!
Vissulega hefur þurft að rýra starfskjör starfsmanna Rvíkurborgar.
Þetta hefur verið gert áður og með enn beinskeyttari hætti hvað varðar starfshópa innan kerfisins en það var fyrir allnokkrum árum í tengslum við innleiðingu og staðfæringu kerfis sem nefnt er Starfsmat. Þar var beitt hinum breiðu spjótunum en þá heyrðist ekki múkk frá þessum félögum mínum ,starfsmönnum Rvíkurborgar, því þá var frekar gegnið í að tóna niður hina lægst launuðu og ,,ómenntuðu" þann hóp sem þeir sem nú kvarta, tala hvað skýrast niður til.
Vissulega höfum við misst umsamin launakjör. Það liggur fyrir EN menn hafa skipað sér þannig á völl, að varnir eru helst við þá sem minnst hafa og geta ekki misst nokkra aura því þá verður brestur í framfærslu þeirra og fjörskyldna þeirra.
Það er afar sorglegt, að þeir sem meira bera úr býtum, krefjast að skattar verði hækkaðir á þá sem minna fá og virðast þannig vera gersamlega slétt sama hvort enn verði gengið í vasa fátækra til framfærslu hinna sem eru ,,menntaðir" og með sterkari samningsstöðu sakir eigin mikilvægis.
Mér er freklega misboðið, að lesa þetta.
Við höfum tekið á okkur lækkanir sem eru til SKOÐUNAR með þeim hætti, að menn fylla út akstursbók, líkt og gert er víða í einkageiranum en ,,fræðingarnir" okkar vilja að það gildi um pöpulinn en ekki sig.
Mér er fullkunnugt um, að þessar aðgerðir eru vegna þess,að borgarstjórnarflokkarnir hafa skipað sér til varnar störfum og þjónustu við borgarana og er það afar gott og til fyrirmyndar hjá borgarfulltrúum allra flokka, að starfa saman að þeirri vinnu sem er fyrir hendi að verja störfin okkar, hag heimila borgarbúa og ber að þakka þá ákvörðun að fara ekki auðveldu leiðina og hækka bara álögur á alla borgarbúa.
Nóg er samt hjá núverandi ríkisstjórn í skatt-kækjum.
Svo vil ég enn þakka störf þeirra sviðstjóra og framkvæmdastjóra sviða, sem fengu tilögur frá sínu starfsfólki og VIRTU NAFNLEYND OG TRÚNAÐ við okkur um, að ekki kæmist í hámæli.
Miðbæjaríhaldið
STOLTUR starfsmaður Rvíkurborgar
![]() |
Mótmæla kjaraskerðingu hjá Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 12:26
Tækifæri til að spara verulega í rekstri flugvalla.
Við lestur þessarar fréttar kemur í hug minn, að nú sé tækifæri til, að spara verulega í rekstri flugvalla og sameina rekstur Rvíkurvallar og Keflavíkurvallar.
Margt fengist með því.
1. Sparnaður í rekstri og afísun vallarins í Rvík.
2. Mannskapur í rekstri þeirra aðstöðu sem þar er
3. Verulegar samgöngubætur í Rvík, þar sem hægt væri að þvera flugvöllinn með akbrautum til hagsbóta fyrir samtengingu Rvíkur og því stórfelldan sparnað.
4. Betri nýtingu vallarins í Keflavík og mannvirki þar sett.
5. Aukna nýtingu á nýlagðri Reykjanesbraut og því hraðari afskrifta tíma.
Margt annað mætti telja svo sem verulega minnkaða slysahættu við Rvíkurflugvöll saman ber, ef menn flytja fjarlægðir sem Pilatus Flugvélin sem fórst í aðflugi í BNA með skíðafólk hefði lennt í nágrenni Flugvallarins.
Margt margt fleira, sem vert er að taka fram en þó óþarftþar sem það liggur svo ofurljóst fyrir öllum svona meðalgreindum mönnum, sem ekki eiga þá sérhagsmuni, að vilja lenda inni í miðri borg vegna opinberra starfa sinna. :-)
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Farþegum fækkar mikið í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 13:33
FME ætti að loka sínum skrifstofum, því þeir eru ekki að vinna.
FME er að verða bert að því, að vernda skúrka, (kæra hugsanlega blaðamenn fyrir að upplýsa almenning um siðleysi og hugsanlega glæpi gegn þjóðinni og ríkinu EN verndar skúrkana með því, að gefa skít í reglur sem lúta að fyrirtækjunum, sem nú eru að falla hvert um annað þvert svo sem Nýsi.
Las þetta á Eyjunni:
Forstjóri Nýsis var regluvörður félagsins. Fjármálaeftirlitinu er ekki kunnugt um nein dæmi um að forstjóri sé jafnframt regluvörður, enda þótt upplýsingar um Nýsisforstjórann liggi á heimasíðu eftirlitsins.
Regluvörður á meðal annars að halda lista yfir innherja, fólk sem hefur aðgang að verðmyndandi upplýsingum félaga sem gefa út verðbréf, skráðra félaga, og hafa auga með viðskiptum þeirra. Hann þjónar í raun sem nokkurs konar innra eftirlit fyrirtækisins.
Fyrirtæki eiga að tilkynna um regluvörðinn til Fjármálaeftirlitsins. Þetta er gert til að eftirlirlitið geti metið hvort hann sé nógu sjálfstæður í störfum sínum.
Furðuleg ,,vinnubrögð eru þegar unnið er en þetta er þegar ekkert er unnið og frekar tekið í spil á vinnutíma eða það lítur þannig út fyrir mönnum.
Miðbæjaríhaldið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 09:40
Á hvers vegum og fyrir hverja vinnur FME?????
Hér er enn á ferðinni dæmi um, að lögfræðingastóðið og dómskerfið allt er á mála hjá ofurolíörkunum og stórþjófunum.
Ef það varðar við lög, að upplýsa almennig um, hver stal af þeim lífssparnaði og hækkaði vísvitandi alla skulda-höfuðstóla á þeim, er ekkert annað að gera en BREYTA LÖGUNUM þannig, að það sé skylt að upplýsa þjóðina um glæpsamlega eða siðlaust athæfi í fjármálaheiminum.
Að leggja annað á borð fyrir okkur nú eftir það sem á undan er gegnið er ekkert annað en gróf móðgun við þjóðiina og allt sem heiðarlegt og gott er.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Brutu þau bankaleynd? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 12:27
Vonanadi lesa ráðamenn þessa grein.
Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Hagfræðing Hudson nokkurn, sem er með afar skiljanlega og trúverðuga grein um hvað er að baki styrjaldarinnar um eigur þjóða.
Alheimsstríð lánardrottna Stríð geisar í heiminum, byggt á skuldafjötrum. Saklaus fórnarlömb, einstaklingar jafnt sem heilu hagkerfin, eru leidd inn í skuldahringekju sem þau sleppa ekki úr.EvrópusambandiðTil að sjá samhengið verðum við að skoða hvað er að gerast í "Stór-Evrópu" nútímans. Eins og komið hefur fram í viðskiptafréttum hafa fyrrum Austantjaldsríkin lent í gríðarlegum erfiðleikum á leið sinni inn í Evrópusambandið á síðustu árum. Sú skoðun fer vaxandi í þessum ríkjum að Evrópa og Lissabonsáttmáli hennar hafi, í stað þess að hjálpa ríkjunum að byggja upp og hagræða í efnahagskerfi sínu, sleppt bönkum sínum lausum á þau. Bankarnir líti einungis á þessi ríki sem nýja lántakendur sem hægt er að skuldsetja - ekki til uppbyggingar í iðnaði eða innviðum samfélagsins, heldur með veði í fasteignum og auðlindum sem þegar voru til staðar. Það er eftir allt saman fljótlegasta leiðin til að græða og fjármálageirinn hefur ávallt lifað á skammtímahagnaði."Óþægilegur sannleikur"Það er einfaldlega engin leið fyrir ofurskuldsettar þjóðir nútímans að "vinna sig út úr skuldum" með því að prenta peninga. Með því hrynur gengið og svo mikið fjármagn og fasteignir renna úr höndum þegnanna til lánardrottna að til verður nýtt, póstkapitalískt hagkerfi, án framleiðslu/neyslu, með minnkandi sjálfstæði, jafnrétti og sjálfbærni.Tekjur eru fleyttar ofan af með því að hneppa einstaklinga og þjóðfélög í skuldafjötra samsettra vaxta. Lánardrottnar vita sem er að skuldin fæst aldrei greidd, nema með sölu eigna. Þannig eru eignir hreinsaðar upp í vaxtagreiðslur sem engan enda taka. Markmiðið er að hreinsa upp allan mögulegan tekjuafgang.
Bandaríkin eru skuldugasta þjóð heims og mun aldrei greiða erlendar skuldir sínar. Ríkissjóður mun halda áfram að gefa út skuldabréf í skiptum fyrir vörur, þjónustu og raunveruleg verðmæti frá Kína, Japan og öðrum lánardrottnum, þar til þær þjóðir sem sitja uppi með pappírana átta sig á hvers kona svikamyllu þau eru flækt í. Eins og Adam Smith sagði í riti sínu Auðlegð þjóðanna: "Engin þjóð hefur nokkru sinni greitt upp skuldir sínar." Mögulegt er að þvinga litlar þjóðir á borð við Ísland til að borga, þar til engar eignir eru eftir. En stórlaxarnir eru stikkfrí. Þeir stjórna alþjóðastofnunum, skrifa söguna, stjórna fjölmiðlaumfjöllun og laga til námsefni háskólanna, allt í eigin þágu.
FjármálastríðÞjóðir vita hvenær þær verða fyrir árás óvinaherja. Þær verjast til að koma í veg fyrir að óvinirnir hernemi lönd þeirra og heimti af þeim skatta. Slíkur hernaður virðist við fyrstu sýn fjarri fjármálaheiminum. Allir vita að óvinaherjum er ekki boðið í heimsókn. Þeir eru ekki boðnir velkomnir þó þeir lofi að hjálpa til við uppbyggingu efnahagsins með því að leggja vegi eða byggja brýr (til að auðvelda skriðdrekum þeirra að komast um), virkja fallvötn til að flytja út orku (og halda eftir hagnaðinum), hótel og heilsulindir fyrir sig og aðra útlendinga (og stinga leigu og öðrum verðmætum í eigin vasa) eða setja upp flóknar tölfræðigreiningar til að stjórna hagkerfinu í eigin þágu.
Bandaríkin, Bretland og AGS kalla kröfur sínar og skilyrði kapítalisma. Í raun er verið að koma á fjármálakerfi sem endar í skuldaánauð, ekki lýðræðislegum kapítalisma. Samsettir vextir þeirra eru að leggja heilu þjóðirnar í rúst. Sem dæmi um fáránlegan þankagang þeirra má taka dæmi af íbúð. Hvort myndir þú heldur vilja eiga 20 milljóna króna íbúð skuldlaust, eða 60 prósent af sömu íbúð með uppblásið markaðsvirði upp á 50 milljónir? Í síðara tilfellinu ættir þú 60 prósent af 50 milljónum, eða 30 milljónir, en aðeins 20 í því fyrra. Um allan heim hefur tekist að sannfæra fólk um að síðari kosturinn sé dæmi um "myndun auðs". Það sem gleymist er að af skuldsettu íbúðinni þarf að greiða vexti. Sú upphæð er 1,2 milljónir miðað við 6 prósent vexti. Íbúðin er meira virði, en ber mun meiri kostnað, sem er jú tekjur fyrir fjármálafyrirtækin.
Leiðin út úr vandanum
Besta leiðin fyrir þjóðir út úr vandanum er verja eigin hagvöxt umfram hag lánardrottna og hafna því að eini kosturinn sé að þjóðin greiði þær skuldir sem fáeinir einstaklingar hafa steypt sér í. Hagur hagkerfisins í heildina er grundvallaratriði. Markmið lánardrottnanna er að auka völd sín, með því að setja greiðslu skulda í forgang. Því verr sem hagkerfi standa, því sterkari verða lánardrottnar. Þetta er leiðin að efnahagslegu sjálfsmorði sem endar í skuldaánauð þegar kreppan harðnar. Lánardrottnar um allan heim færa nú niður skuldir í samræmi við lækkandi fasteignaverð. Aldrei hefur verið betra tækifæri til að taka afstöðu til þess um hvað standa á vörð - óyfirstíganlegar skuldir eða framtíð íslensks samfélags? Munu stjórnvöld verja þegna sína fyrir efnahagslegum afræningjum, eða munu þau færa þeim íslenska hagkerfið á silfurfati?Það er stóra spurningin.Höfundur er sérfræðingur í alþjóðafjármálum, hefur verið ráðgjafi Hvíta hússins, bandaríska innanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins og vinnur að tillögu að nýrri skattalöggjöf fyrir Bandaríkin. Þetta er fyrri greinin af tveimur eftir Hudson sem birtast í Fréttablaðinu. Í þeirri síðari, sem birtist innan fárra daga, beinir hann sjónum sínum að Íslandi.Vá hvað ég er honum sammála.
Hér er sett í letur það sem ég kunni ekki í einni grein.
Þetta hef ég sagt og sett fram í allmörgum bloggum, greinum og ræðum.
ENGINN HLUSTAR, síst svonefndir ráðamenn, sem segja svo, maybe I shuld have!!!!!!!!!!!!!!!!
mibbó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2009 | 11:54
Loksins gerir einhver eitthvað skynsamlegt.
Þó svo að Hagsmunasamtökin fari með þetta fyrir dómstóla, er ég óviss um, svo vægt sé til orða tekið, að dæmt verði GEGN sukkliðinu og sjálftökuliðinu í Bönkum, sjóðum og þar sem la´nin voru veitt.
Sporin hærða verulega í þeim efnum.
Ég treysti þeim í það minnsta ekki.
Samningur milli aðila ætti að vera þannig, að annar geti ekki fiktað í forsendum þeirra EFTIRÁ!!
Svo er ekki og mörgum finnst í lagi að svindla á þeim sem þurfa lán til húsbygginga og rekstrar fyrirtækja.
Sigríður Ingibjörg stjarna Samfó í Rvík í síðasta prófkjöri hélt hjartnæma ræðu um ,,sparifjáreigendur og gamlar konur sem settu aurinn sinn til geymslu og allt, nema það vantaði mærðarvæl um börn í hitakössum eins og Búskurinn gerði vegna innrásar í Írak.
Þessi svikamylla sem sett er upp í bönkunum og Lífeyrissjóðum (sem fóru flestir flatt á að lána í ERl mynt á erlendri grund, aðgerð sem hækkaði Höfuðstóla hér á starfandi fólki sem ber uppi allt og sjóðina líka) er að ganga frá ungum börnum mínum og þá er það að verða afar PERSÓNULEGT HJÁ MÉR
ÁÐUR ÞEGAR VERÐBÓLGAN OG VERÐTRYGGINGIN TÓK EIGUR AF MÉR, VAR EKKI UM ANNAÐ AÐ GERA EN SETJA Í AXLIR OG VINNA MEIRA.
NÚ HEF ÉG EKKI TÍMA TIL AÐ HJÁLPA MÍNUM BÖRNUM NÓGSAMLEGA. ÞVÍ ER ÞeTTA PERSÓNULEG BARÁTTA OG MÉR ER Í LÉTTU RÚMI, HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ NÁ ÁRANGRI!!!!!!
Miðbæjarihaldið
![]() |
Hagsmunasamtök heimilanna undirbúa málsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)