Björn trúir Exel - goalseeking hliðinni.

 

Ég fór yfir álit AGS um greiðslugetu okkar.  Undrast mjög, hvernig menn sem ætla að láta taka sig alvarlega sem rýnar, geti sett svona bull og vitleysu á þrykk. 

Í forsendunum er ekkert um, að slíkur vöruskiptajöfnuður, sem settur er þarna inn, hefur ekki verið í aratugi og að ekki hefur verið afgangur af fjárlögum síðan menn muna.

SAMT eru það LYKILFORSENDUR fenginnar niðurstöðu.  Svona líkt og að fjölskylda færi til bankastjórans með búreikninga sína og sýndi niðurstöðu einnar viku, sem þau hefðu ,,sparað" í matarinnkaupum en ekki tekið fram, að borðað hefði verið úr frystikistunni og menn neitað sér um bíó og svoleiðis nokk.  Búreikningurinn gæti litið helv flott út en bankastjórinn gæti ekki tekið það sem marktækt plagg.  ---eða hvað?

Þessi þingmaður er á pari við fulltrúa hinna VINNANDI STÉTTA SEM SEGIR HANS UMBJÓÐENDUR EIGA NÆGA FJÁRMUNI TIL AÐ GREIÐA ALLA REIKNINGA FYRIR BANKANA OG ÚTRÁSARÞJÓFANA.

Þetta er haft eftir honum:

Forseti ASÍ: Öxlum Icesave-byrðarnar möglunarlaust

ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands.

Smáfuglarnir sjá, að Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur á bloggsíðu sinni á pressan.is 10. júní eindregna afstöðu með sjónarmiðum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu og ítrekar þar með stuðning sinn við stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. Gylfi vandar ekki stjórnarandstöðunni kveðjurnar. Hann segir:

„Að mínu mati hafa formenn stjórnarandstöðuflokkanna haldið mjög illa á þessu máli og það eitt vaki fyrir þeim að koma ríkisstjórninni frá. Nú kann það svo sem að vera eðlilegt hlutverk stjórnarandstöðu – en ábyrgðarleysið og lýðskrumið í nálguninni hefur algerlega gengið fram af manni. Vegna þessa óttast ég að ekki sé hægt að mynda nein trúnað um aðkomu þeirra að lausn þessa máls og því verði ríkisstjórnin að treysta á eigin raðir, hugsanlega í samráði við hagsmunaaðila í samfélaginu.“

Smáfuglarnir velta fyrir sér, hvar Gylfi heldur sig á milli þess, sem hann lýsir skoðunum sínum, sem vissulega getur verið ein í dag og önnur á morgun, þótt flestar beri þær með sér nokkurn heimsslitablæ. Síðast á fundi 9. janúar sagði Bjarni Benediktsson, og var því sjónvarpað, að í hans huga skipti meira máli að ná viðunandi niðurstöðu í Icesave-málinu heldur en hvaða ríkisstjórn sæti við völd.

Smáfuglarnir spryja: Er það virkilega svo, að forseti ASÍ telji hagsmunum umbjóðenda sinna best borgið með því að leggja Icesace-byrðarnar á þá? Finnst honum ekki neitt á sig leggjandi til að nýta þann byr, sem málstaður Íslands hefur fengið í seglin í Bretlandi og meðal sérfróðra manna um Evrópurétt, til að létta Icesave-okinu af þjóðinni?"

 

Semsagt, ef eitthvað er sagt sem ekki passar við túlkun núverandi stjórnar er um lýðskrum að ræða.

 

Nú VERÐA launþegar að reka svona menn af höndum sér.  Honum liggur hagur launþega í léttu rúmi ef marka má greinar hans um þetta máls em önnur.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Björn Valur: Umræðan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Bjarni "miðbæjaríhald".

Gylfi er náttúrulega í liði með sínum mönnum, að rústa eigin þjóð. Hann stendur sig með ágætum í þeim leiðangri.

Stjórnarandstaðan ásamt öllum þeim, sem mótmælt hafa rugli stjórnarflokkanna hafa gert kraftaverk fyrir Íslenska þjóð. En til að ná góðum samning við ESB, reyna forseti ASÍ ásamt ríkisstjórninni að berjast hart, fyrir hagsmunum Breta og hollendinga. 

Þeim verður væntanlega vel launað fyrir, af andstæðingum okkar.

Jón Ríkharðsson, 12.1.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband