13.1.2010 | 09:47
Ef nafni minn Ben hjálpar, eru það mikil vonbrigði.
Ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins fara að aðstoða stjórnvöld í þessari viðleitni, að semja áður en þjóðin hefur lagt sinn dóm á málið eru þeir mjög ólæsir á það sem fram kom á fundi í Valhöll, þar sem Bjarni Ben fór yfir stjórnmálaviðhorfið og þessa deilu.
Ef þingmenn heykjast á því, að fá fram þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, skilja þeir ekki heldur grunngildi Sjálfstæðisflokksins, sem ætíð hefur borið virðingu fyrir skynsemi þjóðarinnar og haldið flokka fastast við kröfuna um lýðræði.
Hér má ekki bila bakbein þjóðarinnar hvað varðar varðstöðu um þjóðarhag. Ef svo verður, er ekki um annað að ræða en að vinna því fylgis, að skipta þeim út, sem hlusta á svona væl í Jóhönnu og hennar lydduhópi.
Miðbæjaríhaldið
Reynt til hins ítrasta að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki heldur þú Bjarni að nafni þinn leiki af sér?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2010 kl. 10:25
Maður trúir því varla eftir það sem sagt var í Valhöll.
Bjarni Kjartansson, 13.1.2010 kl. 10:37
Er ekki nafni þinn margbúinn að segja, að betra sé að semja áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Annars er nú ótrúlegt að Bretar og Hollendingar vilji sem aftur núna. Hér ríkir alger sundrung meðal stjórnmálaflokkanna, og Bjarni og Sigmundur gera ekki anað en hella olíu á eldinn!
Kannski væri ráð að senda Bjarna Ben., Sigmund og Ólaf Ragnar til samninga við Breta og Hollendinga. Og sjá hvað kæmi útúr því!
Auðun Gíslason, 13.1.2010 kl. 14:20
Gæti ekki orðið verra en það sem við sitjum uppi með núna.
Sammála því.
Bjarni Kjartansson, 13.1.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.