24.3.2010 | 15:02
Vællinn heldur áfram. Nú vilja þeir aurana semætti að setja í heimilin.
Framkvæmdastjóri LÍÚ: Vill afskriftir 100 milljarða af 600 milljarða skuldum sjávarútvegs
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geta ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Fer framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna fram á að bankarnir afskrifi 20 prósent skuldanna, um hundrað milljarða alls, til að svo geti orðið.
Kemur þetta fram í máli Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra, við Vísi í dag.
Fram hefur komið í fréttum að sjávarútvegurinn skuldar um 600 milljarða króna í heildina og þar af um 300 milljarða til þrotabúa gömlu bankanna. Stendur þessi skuldsetning greininni fyrir þrifum að mati Friðriks sem vill afskriftir á borð við þær sem aðrar greinar hafa fengið að undanförnu.
Telur Friðrik eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði þannig afskrifaðar sem fyrst. Aðeins þannig nái sjávarútvegsfyrirtæki að sinna verkum sínum á eðlilegum grundvelli og ljóst sé einnig að verði það ekki gert munu einhver sjávarútvegsfyrirtæki sökkva enda ráði þau ekki við núverandi skuldabyrði sína. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum.
Látum þetta lið bara fara þá leið, sem þeir sjálfir lögðu út á og látum brjóta á lagasetningunni um, að kvótinn væri óaðskiljanleg eign þjóðarinnar og því ekki hægt að veðsetja hann sem slíkan.
Nú er að þora, því þessir sem stóðu á öskrinu við stjórnvöld sem reyndu að bjarga bankakerfinu. Þá kölluðu þeir stjórnvöld mestu bankaræningja í sögunni, nú vilja þeir meira afskrifað og líta ekki til þeirra sem bröskuðu, marg seldu bátana sína milli fyrirtækja í eigu sömu eða skyldra aðila og hækkuðu í sífellu svonefnda ,,óefnislega eign" sem er mismunur á bókfærðu verði og kaupverði fyrirtækja eða hluta þeirra.
Hvar er allur ARÐURINN sem þessir menn hafa tekið út úr ,,greininni" og hvernig var honum ráðstafað?
Svo ein spurning að lokum.
HVERSVEGNA ER ÞETTA EKKI Á MBL.IS??????
Miðbæjaríhaldið
Athugasemdir
Kæri Mibbó.
Ég held það sé tímabært að þú fylgir mínu fordæmi. Ég sagði mig úr flokknum á mánudaginn og skráði mig í Frjálslynda Flokkinn.
Stefnan þar á betur við okkur báða, held ég. Nýr formaður er efnilegur og hefur sýnt góðan drengskap í hvívetna.
Því miður eru ítök LÍÚ of sterk í Sjáfstæðisflokknum og full margt þar sem ekki verður snúið til réttra leiða fyrr en eftir langa hríð. ESB afstaða forystu flokksins er auk þessa langt í frá afgerandi.
Ég hvet þig til að íhuga þetta skref, því xF væri ríkara með sterka einstaklinga eins og þig í samfloti.
Haraldur Baldursson, 25.3.2010 kl. 10:11
Síðast kaus ég F listann, þar sem forystumenn míns elskaða flokks fóru gegn ályktunum Landsfundar um, að þjóðareign á öllum auðlindum, ákvæði sem við frændur Kjartan Gunnars og ég komum inn.
Ég fer EKKI úr Flokknum en mun áfram berjast enn heiftarlegar gegn Líjúgurunum og þeim spillingaröflum sem hreiðrað hafa um sig í kerfinu, flokki mínum til háðungar.
Hinsvegar er ekkert sem segir, hvað ég geri í prívati kjörklefans.
Bjarni Kjartansson, 25.3.2010 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.