Nú fer þjófnaðurinn að koma betur í ljós.

 

Enn bætist við hryllinginn sem við blasir.

Fjórfrelsið veitti sumum frelsi til að stela sjóðum landsmanna, og flytja út á reikninga í erlendum bönkum.

Þegar þeir sem stóðu í útflutninginum greiddu ekki til baka --féll draslið og gegni gjaldmiðilsins (sem útflytjendur fjárins réðust beint á) jafnframt.

Þá féll greiðslugeta almennings um 50 til 60% hratt og örugglega.

Þá hækkuðu allar skuldir SÖMU aðila, og afborganir. 

Nú hefur húsnæði sama fólks fallið um allt að 50% semsé ,,eign" þessa fólks lækkað að verðgildi um helming.

Sjáum nú til, skuldirnar sem urðu til við að eignast þessar ,,eignir" hafa HÆKKAÐ verulega en greiðslugetan/kaupmátturinn LÆKKAÐ verulega.

Hvað næst??

Lög um Verðtryggingu reikna ÆTÍÐ allt upp ekki niður, það virðist ljóst.

Því ætti það að vera krafa almennings, að þjóðin fái aftur þessi verðmæti og að lög verði sett, sem tryggi, að óprúttnir þjófar geti EKKI veðsett auðlindir þjóðarinnar, það er nefnilega algerlega víst, að þessir menn eru gersamlega siðblindir og munu ekki skirrast við, að láta allt falt, bara ef þeirra skinni verði hlíft og þeir geti lifað í vellystingum.

Sjá bara hvernig FL-grúppuliðið Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og fl búa erlendis.

Þeir líða ekki skort, svo mikið er víst.

 

Lítum líka til Útgerðaraðalsins, sem leika sér að fjöreggi þjóðarsinnar, þeim er slétt sama um, hvernig almenningi líður sem DÆMIN SANNA víðsvegar umhverfis landið, hvar þeir hafa uppsogið kvóta og þannig eigur almennings sem situr eftir óseljanleg en með bólgnum skuldum.

 

Sjálfstæðismenn, sem standa undir því nafni ættu að fylkja sér undir gunnfána sína og færa aftur til vegs þau hin gömlu gildi sem flokkurinn ver stofnaður um.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Raunverðlækkun húsnæðis 35%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Davíð Oddsson kom með þessar fréttir fyrir 3-4 árum síðan ætlaði allt af göflunum að ganga. Gat fólk ekki höndlað sannleikann? Hafði Davíð rétt fyrir sér og allir hinir sem mótmæltu þessu rangt fyrir sér?

Hvað verður þá um allt annað sem DO sagði? Hafði hann rétt og hinir sem hafa formælt honum hvað mest rangt fyrir sér?

joi (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband