Suðar í spunarokkum til að villa sýn manna á hverjum ber sök.

Setti eftirfarandi inn á Eyjuna um sama málefni.

Mikið afskaplega eru menn iðnir við spunann.

 

Þar sem ekki varð um gjaldþrot SÍ að ræða, verða menn að tala um ,,Tæknilegt" Gjaldþrot bankans.

 

Lítum yfir hvað gerðist í afar stuttu máli.

 

Krafa hagfræðinga og allra ,,álitsgjafa" var, að bjarga bæri Kaupþingi í það minnsta og jafnvel hinum bönkunum líka ,,TIL ÞRAUTAVARA".  Allskonar spekúlantar voru fengnir til að vitna um stöðu banka sem voru á vetur setjandi, einkum Kaupþing.

 

Krafa stjórnvalda var því, að lána skyldi Kaupþingi verulegar fjárhæðir gegn dodgy veðum og hyggja að björgunaraðgerðum fyrst og fremst svo hægt væri að tala um ,,.ÞRAUTAVARA" aðstoð.

 

Þetta var gert með tilliti til AFKOMUSKÝRSLNA OG VOTTORÐA FLOTTU ENDURSKOÐENDA FYRIRTÆKJANNA MEÐ LÖNGU FLOTTU ERLENDU NÖFNIN.

 

Það reyndist auðvitað lygi prettir og tóm tjara allt sem þaðan kom og eins og nú liggur fyrir eftir vinnu Rannsóknarnefndarinnar, allir pappírar bankanna uppdiktaðir lygasneplar sem settir voru fram til að blekkja umheiminn og sérlega þó stjórnvöld.

 

Allir leikendur eru enn á götunni --enginn í dýflissum, hvar þeirra staður ætti að vera réttilega.

 

Miðbæjaríhaldið

Við þetta er því að bæta, að ekki einungis voru allar skýrslur falsaðar, heldur voru til óformleg samtök í fjármálaheiminum sem ætluðu að fella gegni ísKr niður í 180 stig vísitölu.

Þetta má sjá í allskonar gröfum þar sem gegni gjaldmiðilsins er skoðað fyrir ákvarðanir Verðtryggingar --á þriggja mánaða fresti.  Toppar eru ætíð rétt fyrir ákvörðun, svo hækka mætti verðtryggingarstuðulinn sem mest.

Þetta götustrákagengi tók stöðu GEGN Krónunni til að græða á venjulegum fjölskyldum duglegra ungmenna og einnig öllum þeim sem skulda eitthvað í íbúðarhúsnæði sínu eða öðru því sem til umsvifa heiðarlegra manna hrærir.

Svo heykjast stjórnmálamenn á, að setja rimla fyrir svona aðgerðir og fella úr gildi þær reglur sem gera svona svindl og þjófað mögulegan.

 

Í mínum flokki eru því miður menn sem flækjast mjög fyrir þeim málum, sem gætu gagnast þessu duglega fólki, sem eitt sinn var helsta baráttumál hans að vera með öllum tiltækum ráðum, því ,,frelsi ein má ekki verða helsi annars" það eru ólög og þau eyða þjóð okkar ef ekki er spyrnt við fótum fast og hraustlega.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Kostar hvern íbúa 551.000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Viðbjóðurinn er slíkur að manni getur ekki einu sinni orðið flökurt lengur. Finnst hins vegar skrítið hvað málflutningur Ragnars Önundarsonar hefur fuðrað upp. Þar liggur hinn eiginlega rót, en enginn virðist sjá hana. Íslenskir bankaræningjar eru bara prump, ef borið er saman við erlenda vogunarsjóði sem leigðu þessa strákasna til skítverka.

Halldór Egill Guðnason, 18.6.2010 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband