27.7.2010 | 09:30
Sigurður Kári stóð sig afar vel
Sigurður Kári stóð sig vel og hefur með þessum málflutningi gefið skýrt í skyn, að hann þekki hin eldri gildi Sjálfstæðisflokksins og er það gott.
Æsingalaust túlkaði hann skoðanir okkar sem höfum verið svona taldir í þjóðernislegri kantinum innan Flokksins. Öfgalaust en með festu skýrði hann kosti þá sem við stæðum frammi fyrir. Þeir eru afar skýrir; Ef þjóðin heldur ekki hagnaðinum af auðlindunum, komi ekki til greina, að afhenda nýtingarrétt af þeim í hendur annarra.
Afar skýrt hjá honum, að benda á hve einsleit staða ,,þróunarlanda" hefur verið, eftir að erlendir aðilar hafa náð tangarhaldi á þeirra auðlindum. Fátækt og bjargarleysi hjá yfirgnæfandi hluta þeirra landa með þeim undantekningum, að hlaupatíkur þeirra og þý, hafa haft nokkuð fyrir sinn snúð og lifað í vellystingum á mútufé því sem á ´þá hefur verið borði af erlendum auðhringum og bröskurum.
Miðbæjaríhaldið
e.s.
Hvað ætli hefði verið gert við Angelu Merkel í Þýskalandi hefði henni dottið í hug,a ð hóta dómstólum nánast grímulaust eða ,,leiðbeint" þeim með tilmælum um niðurstöðu dóma??
Mikið erum við ofsalega vanþróaðir í kurteisi og siðmennt.
Telur söluna á HS Orku ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eldri gildi Sjálfstæðisflokksins.. góður þessu.. Sigurður Kári hefur verið skilgreindur einn helstu fylgisveinn skoðana Hannesar Hólmsteins um einkvæðingu og einkavinavæðingu. Hann var sannarlega helsti frjálshyggjugosinn á þinginu meðan hann var þar fyrir hrunið.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2010 kl. 11:36
Jón Ingi.
Þetta hefur verið haft uppi af andstæðingum hans og einnig meðbiðlum hans til sætis á lista Flokksins.
Hinnsvegar var hann meira hallur undir frjálshyggju eins og hún birtist á Háskólaárum hans.
Síðan hefur hann þroskast mjög.
Þekki vel til stráksins og veit, að hann er heill í þessum skoðunum sínum.
Bjarni Kjartansson, 27.7.2010 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.