Ef yfirlýsing stjórnenda Fréttastofu er í takt við trúverðuleika fréttaflutnings, þá er illt í efni.

  Bloggaði um þetta á Eyjunni í þessa veru.

 

Fyrir liggur eftirfarandi:

1.  Þórhallur tilkynnir fréttastjóra, að hann hafa fengið tilboð um, að rita endurminningar ráðherra (ónafngreindan) um hrunið og aðdraganda þess.

 

2.  Óðni fannst þetta ekkert slæmt, og setti sig EKKI á móti því.

 

3.  Þórhallur skrifaði EKKI fréttir um aðdraganda hrunsins á meðan hann vann bók þessa með ráðherra.

 

4.  Margir starfsmenn RUV hafa skrifað bækur um og með ráðamönnum allskonar í gegnum tíðina, bæði undir stjórn núverandi útvarpsstjóra og fréttastjóra.

 

5.  Allt varð vitlaust þegar fyrir lá, hver ráðherrann er. 

 

Allt þetta leiðir hugann að óheiðarleika Páls og Óðins í málinu og erindrekstur þeirra fyrir einhvern flokk eða skoðun sem ekki var fyrir þegar ekki lá fyrir um hvaða ráðherra var átt við.

 

Sama er þegar litið er til orðavals RUV um að ráðherra stæði til að ,,draga" fyrir Landsdóm, svona gildishlaðin orðnotkun svo sekki sé dýpra í árinni tekið.

 

Það stóð nefnilega til, að ,,draga" flesta ráðherra fyrir þennan dóm, svo ekki var þetta tilefni til að setja ekki fram gagnrýni á þessar hugmyndir fyrr.  Þannig að þetta heldur ekki frekar en annað sem þessir kónar segja, þeir Páll og Óðinn.

 

Var Óðinn ekki annars búinn að skrifa undir ráðningu sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar rétt áður en hann tók við fréttastjóraembættinu?  Og voru það ekki sterkir menn innan Samfó, sem komu í veg fyrir það, með röksemdum um trúverðugleika og traust á manninum????

 

Afar skítug stjórnsýsla þetta, svo ekki verði meira sagt EN ekki var við öðru að búast af Páli og Óðni.

 


mbl.is Bókaskrif leiddu til uppsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skítalyktina frá Efstaleitinu leggur vestur í bæ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Jón Magnússon

Óneitanlega er mikil vinstri slagsíða á fréttum og fréttatengdu efni RÚV. Þar kemur til að felstir sem þar vinna aðhyllast slíkar stjórnmálaskoðanir. Þá hefur Agli Helgasyni sem stjórnar einum af fáum pólitískum þáttum hjá RÚV leyfst að leggja einstaklinga í einelti og haga þáttastjórn til að koma sjálfum sér, vinum sínum og skoðunum sínum á framfæri. Það er engin raunhæf forsenda fyrir því  að Þórhalldur Jósepsson sé rekinn frá RÚV fyrir að skrifa bók um og með fyrrverandi ráðherra.  Ég vona að Páll Magnússon útvarpsstjóri sýni nú þann manndóm að leiðrétta þessar pólitísku ofsóknir. 

Jón Magnússon, 10.11.2010 kl. 12:58

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Eigum við að tala aðeins um pólitískar stöðuveitingar Sjálftæðisflokksins ?

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 13:23

4 Smámynd: Davíð Oddsson

Já, Hilmar - reynum að beina umræðunni að einhverju öðru...

Davíð Oddsson, 10.11.2010 kl. 17:12

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er hálfaumkunnarvert að í hvert sinn sem gerð er athugasemd við sóðaskap samfylkingar og komma, skuli Hilmar hér að ofan ávallt réttlæta það með því að sjáfstæðismenn hafi gert álíka dellu og þar með sé í lagi að hans skoðanabræður geri slíkt hið sama. Aumlegra gerist það nú varla og er þetta viðhorf sennilega eitt af þeim ömurlegustu sem viðgangast nú um stundir. Það skiptir engu máli hver hagar sér eins og fífl. Þeir sem telja að þeir geti hagað sér eins og fífl, því aðrir gerðu það áður, eru sennilega mestu fíflin. Í mínum huga finnast fífl í öllum flokkum. Bæði stjórn og stjórnarandstöðu. 

Halldór Egill Guðnason, 11.11.2010 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband