Heyrnalausir menn og taktlausir með öllu

 

Nú sést af hverju menn eru að hætta stuðningi við Flokkinn minn í svo ríkum mæli sem ég hef orðið áskynja.

 

Áberandi menn innan Flokksins fara fram af algerri óbilgirni, líkt og fílar í postulínsverslun.  Hversvegna skilja þessir menn ekki af hverju Flokkurinn var stofnaður og af hverju Íhaldsflokkurinn gamli náði sér ekki á strik og naut ekki lýðhylli?

 Taktur hjarta þjóðar slær og til að ná sambandi við þankagang þjóðar verða leiðtogar hennar að skilja og nema taktinn. 

 

Það er morgunljóst, að það gera þessir menn ekki og láta undan heimtufrekju og sérhygli.

 

Lögin um fiskveiðar eru afar skýr og þar er sagt fullum stöfum, þinglesnum árlega á í það minnsta tveimur þingum, að veiðirétturinn er EIGN þjóðarinnar.

 

Þó svo að einhverjum mönnum hafi liðist, að láta sem þeir ættu þetta, er það lögleysa, alveg eins og ef menn færu að slá eign sinni á aðrar eigur þjóðarinnar, þá væri slíkt nefnt réttnefni og kallað þjófagóss. 

 

Sala á þýfi er ómark og þó einhver greiði fyrir, myndar það ekki eignarrétt. 

Eina lausnin er, að slá kerfið af í einu höggi (pennastriki) og sníða kerfi að lífkeðjunni og afrakstrargetu miða okkar. 

Lygavellan og áróðurinn um, að núverandi handhafar hafi keypt megnið af kvótanum er í besta falli hálfsannleikur, því að mestan part hafa fyrirtækin keypt og selt sín á milli, oftast milli skyldra aðila, svo hækka mætti ,,óefnislegar eigur" og greiða arð af söluhagnaði, líkt og sumir þingmenn gerðu og þurftu að skila arðgreiðslunum aftur í óðagoti.

 

Nei þjóðin hefur sagt sitt og nú er að bera kerfið undir dóm hennar og vita hvernig fer.

Við höfum ekkert með Líjúgara að gera, þeir hafa brugðist herfilega líkt og sést um allt land og slóðin eftir sum a þeirra í bankakerfinu er upplýsandi fyrir þjóðina sem eitt sinn trúði þessu fólki.

 

Miðbæjaríhaldið

stækur andstæðingur stórbokkaskapar og hofmóðs.


mbl.is Ekki samið án lausnar í útvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála þér Bjarni. Þjóðin á fiskinn og hefur úthlutað kvóta til útgerðanna,og svo hafa þær braskað með kvótann sín á milli, og gert hann veðhæfan hvernig sem það gat nú gerst. Útgerðarmenn hafa farið ylla að ráði sínu og sínt fram á það, að þeim er ekki treystandi fyrir þjóðarauðnum. og því er rétt að nota ( pennastrikið )! Því miður sjálfskaparvíti. Að mínu viti  ætti ekki að vera hægt að selja óveiddan fisk!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband