Helgi stórra ákvarðana.

Nú um helgina munu kjósendur í Hafnafirði kjósa um skipulagstillögu.  Það er ekkert venjuleg skipulagstillaga, ekki bara um hvort einni húsaröð verði fleirra eða færra.

ÞEtta er mikið vald, sem kjósendum er falið og óska ég bæjarstjórninn til hamingju með skipulag og alla umgjörð.  Hafa vandað sig við, að halla á kvorugan, þ.e. hvorki álverssinna eða andstæðinga.  Þetta er til eftirbreytni hjá öðrum sveitarstjórnum.   *Betur hefði verið fyrir okkur Reykvíkinga, að svona hefði verið að málum staðið við atkvæðagreiðsluna um flugvallarómyndina í Vatnsmýrinni forðum.

Já mikið er í húfi fyrir bæjarfélagið.  Atvinna mjög margra veltur á, að leyfi fáist fyrir stækkun.  Ekki bara þeirra, sem vinna í verinu og þá sem koma til með að fá vinnu í stækkuðu veri, heldur einnig hjá þeim fyrirtækjum, sem þjónusta verið.  Það er í það minnsta ekki einfallt mál, að segja nei.

Hér sannast orðskviðurinn ,,Sá á kvölina sen á völina"

Eitt hefur þó komið skýrt fram í aðdragand þessarar kosningar.  Samfylkingarmenn vilja helst veiða í gruggugu vatni.  Gera mönnum upp skoðanir, gefa sér forsendur um afstöðu og rakka menn svo niður allt í takti við gefnar foresndur.  Þetta getur vart talist drengilegt.

Fór ögn yfir, hvernig sumir gefa sér, að Davíð hafi farið í fýlukast vegna framgöngu Jóns Baldna.  Þannig vildi hugarsmiðurin gera Jón að hreyfiafli í skoðunarmyndun Davíðs.  EÞtta er svæsnari brandari en þeir alverstu Hafnafjarðarbrandarar, sem undirritaður hefur heyrt.

Nú hafa Samfóarnir sett fram enn eina ,,aðgerðaráætlun" í velferðarma´lum og snýst þessi nýja um blessuð börnin okkar.  Flott plagg og áferðafallegt, þrýdd myndum af ungviðinu brosandi í leik og starfi.  Minnir óneitanlega á póstera frá Kreml um gleði hinna vinnandi stétta, hvar allir voru brosandi og glaðir.  Títt héldu menn á flöggum eða táknum um gæði stjórnenda.

Minni á upphlaup þeirra um aðstæður aldraða og dvalarúrræði þeim til handa.  Fóru mikinn um, að núverandi stjórnvöld hafi verið slök við uppbygginguna.  Raunin var hinnsvegar sú, að það sveitafélag, sem hvað verst stóð í þessum efnum var Reykjavík sem hafið verið undir stjórn þessara flokka í alltof mörg ár.  Ekkert gert þar til að mæta þörfinni og jafnvel flækst fyrir fyrirtækjum í þiem geira sem vildu byggja.  Hver var að tala um trúverðuleika í málflutningi?

 Nú líður að helgi og maður verður utan þjónustusvæðis netsins, þar sem ég hef ekki komið me´r svoleiðis tengingum í hreiðrinu mínu fyrir austan.  Hlakka samt til að dvelja þar í ró og næði í rigningu og roki ef marka má spá veðurfræðinga.

Bið öllum Guðsblessunar, já og jafnvel Samfóliðum og öðrum Kommatittum.

Miðbæjaríhaldið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

gaman að sjá að þú ert orðin virkur hér....

Hafrún Kristjánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband