Þeir vita sem get hafa.

Hef verið að velta nokkrum þáttum mannlegrar náttúru fyrir mér.

Er ekki neinn spekingur,-frekar grunnur ef eitthvað er en hef átt djúpvitra samferðamenn og átt við þá spjall.

Mér finnst það orðin plagsiður hérlendis, að menn þora ekki að stuða nokkurn mann, eða segja nokkuð, sem hugsast gæti að yrði ofur rétttrúnaðarmönnum að yrkisefni í fjölmiðlum.

Ungt fólk sem er að ,,klifra" vilja vera allra viðhlæjendur, sérstaklega hinna efnameiri.  Skiljanleg afstaða en jafn aumkunarverð. 

Menn geta ekki lýst skoðun sinni á mönnum og málefnum, af einskærum ótta við, að verða úthrópaðir sem ójafnaðarmenn, fasistar, eða þaðan af verra.

Ef einhver lýsir sinni skoðun á einhverju málefni og sú skoðun ekki alveg í samræmi við viðteknar skoðanir eða ,,leyfðar skoðanir" getur viðkomandi átt á hættu að lenda fyrir dómara og verða dæmdur nánast til Brimarhólmsvistar.  Ríkir menn nota þá aðferð, að láta vakta umfjöllun um sína persónu og hóta málaferlum, nokkru sem er ekki á færi sléttra brauðstritara að standa undir, sakir þess, að Lögmenn eru kaupdýrir nokkuð.  Að vísu eru alltaf til aumingjagóðir Lögfræðingar, sem ganga ekki milli bols og höfuðs á fjárhagi manna, þó svo þeir verji þá.

Svo erum við að gera grín að Rannsóknarréttinum og skoðanayfirvaldinu í Vadikaninu og segjum börnum okkar, nánast klökk af meðvirkni, söguna um Kópernikus og að hann hafi sagt, ,,hún snýst nú samt" á leið útúr réttarsalnum,hvar hann gerði það sér til höfuðlausnar, að viðurkenna opinberlega skoðanir sína sem villutrú.

Nú er það sett í lög, að sumar skoðanir séu óferjandi og óalandi.  Ef hugsast getur, að einhver móðgist af trúar, uppruna, útlits eða annarskonar viðurkenndum ástæðum.

Svo erum við að gera grín að N-Kóreumönnum vegna skoðunarkúgunar og fangelsunar manna vegna trúar eða stjórnmálaástæðum.

Sáyðar sem syndlaus er, kastið fyrsta steininum.

Í Mannheimi er mikil hræsni, þrælsótti og uppgerðarvirðing fyrir handhöfum auðsins.

Ég hef auðvitað gert mig sekan um ákveðna tegund af þrælsótta, vegna aðstandenda og framfærslu þeirra en ég skammast mín fyrir það og hyggst láta af þeirri firru.

Enda þessa færslu með því að segja satt um, að menntasnobbið er enn ein birtingarmynd minnimáttarkenndar. 

 

Þetta eru mínar skoðanir á ofanrituðu en alsekki öruggt, að þær séu neitt sannari en Rétttrúnaðar-skoðanir þeirra sem ég tel þykjast hafa þær. 

En eins og fyrirsögnin segir.  Engin veit betur en sá er gerði.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

En, kæri Bjarni.  Það er líf bæði eftir veru í bæði Sjálfstæðis og Framsóknarflokkinn.

Þú getur jafnvel orðið forseti.  Ég er að segja þér það og segja þér það satt, að þú ert í vitlausum flokki.  Þrælsóttinn er hvergi magnaðri en í veru fyrrgreindra stjórnmálaflokka.  Það er vitað mál að bláa höndin var reidd til höggs, hvenær sem pöbullinn var ósammála og einnig engin launung að Dóri Ás, umbanaði sínum vel og vandlega, enda fáir átt jafn miklum hagsmunum að gæta.

Þú ert í bandsjóðandivitlausum flokki og reyndu nú að kíkja við hjá nöfnu minni  Sólrúnu.  Þú veist að hún er ekki síðri yfirmaður, en sá sem þú hefur nú.

Hinsvegar get ég alveg viðurkennt að Villi er ekki sem verstur, enda á hann frábæran tilvonandi tengdason sem kennir honum að lifa í guðsótta og góðum siðum. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2007 kl. 16:41

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Æi, fyrirgefðu,

Ég er ekki með ritvinnslupúkann á, svo ymsar mál og insláttarvillur flækjast með. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2007 kl. 16:43

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kæri, ertu inni eða ertu úti?.  Þú sem ætlaðir að pikkhöggvast við mig.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband