Svo ætla menn í alvörunni að hefja millilandaflug frá Rvíkurvelli.

Við Hringbraut, eina fjölförnustu götu Rvíkur er flugvöllur og við brautarendann er bensínstöð og ekki nóg með það, hldur er þar veitingastaður og öll starfsemi leyfð þarna allan sólarhringinn.

Nú liggur fyrir umsókn um, að Rvíkurflugvöllur verði miðstöð millilandaflugs eins flugfélags hið minnsta.  Mjög bratt aðflug er frá Suðri, þar sem Kópavogsháls er nokkurskonar þröskuldur vegna hæðar sinnar og aðflugshorns að N/ S brautinni. 

Svo eru aðstæður hérlendis þannig, að ísing getur hæglega myndast snögglega og án vitundar flugturns.  Það er rauna með eindæmum, hvernig allair samningar sem gerðir eru vegna þessa blessaða flugvallar eru lítið virtir.

EÞgar nýlagning flugvallar í Vatnsmýrinni var samþykkt, var gerður samningur milli borgaryfirvalda um umferð um völlinn.  Þar er skýrt tekið fram, að flugtak er ekki leyfilegt eftir kl 22 00 og lendingar eftir miðnætti með öllu óheimilar, nema í algerum undantekningartilfellum og í neyð.

Síðan er u reglugerðir um flugför og lendingarleyfi frá erlendri flughöfn.  Þar er skýrt tekið fram, að tollskoðun skuli fara fram á komuvelli og ef tollskoðunarþjónusta er ekki fyrir hendi, skuli beina flugfarinu að næsta opna millilandaflugvelli.  ÞEtta er vísvitandi þverbrotið dag hvern.

Ég bý við brautarendann á Sóleyjargötunni og verð alloft var við lendingar lögnu eftir miðnætti, oft um miðjar nætur.  Ef  tollarar eru ekki á vakt þarna á þessum tíma, eru því flugumferðastjórarnir brotlegir Í HVERT OG EINASTA SKIPTI???

Nei hér þurfa menn eitthvað að skoða málin betur.  Slysahætta er augljós, sérstaklega eftir þetta stórslys og síðan er ámælisvert, svo ekki sé meira sagt, hvernig samningar við Borgaryfirvöld eru haldnir, að ekki sé nú talað frjálslegan umgang um reglugerðir, sem mönnum er gert að fara eftir.

Miðbæjaríhaldið 


mbl.is Að minnsta kosti fimmtán vegfarendur létust í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mundu eftir konunni sem vildi og vill flugvöllinn burt fyrir árið 2016.

Reyndu svo að pikkhöggvast við mig þó ég sé örlítið föl á vangann.

Verður ekki á stúlknalandsleiknum í kvöld kl. 17:15, þar verða allir helstu moggabloggararnir. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jú jú hún Imba talaði mikið en skrifaði samt undir og ekkert grátandi, bæði um færslu Hringbrautar og nýbyggingu flugvallar.

Kemst ekk á hittinginn

kærar kv

Miðbbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.7.2007 kl. 14:41

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nu,forstår jeg ikke, verð bara að fara í gamlar bókanir. Hef ekki heyrt að hún hafi skrifað undir nýbyggingu flugvallar.

Leitt að hittast ekki í kvöld, hittingurinn verður ferskur og skemmtilegur 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 17:23

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það átti að heita ,,viðgerð og endurbætur" en varð algerlega endurbygging á flugvellinum, sem kostaði um 3.000 milljónir, í stað svona um það bil 500. 

Rampar og tengibrautir (taxar) voru lagðir við brautina og skipt um jarðveg niður á um 2,8 til 3,7 m dýpi.  ÞEtta var gert með púkki, þannig að drenáhrifin urðu þau,að mest af vatninu, sem áður rann undir brautina og í Tjörnina fer nú sem leið liggur eftir jarvegsskipti ,,farveginum" og til sjávar í Skerjafirði.

 Við hittumst síðar eiturhress og kát.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.7.2007 kl. 09:41

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Bíddu nú við,  þarf að kynna mér þetta betur, ætla að biðja bloggvin minn númer eitt að kíkja á þetta.

Já, já. Synd samt að við erum hætt að hittast á gljáfægðum eðalfákum. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.7.2007 kl. 12:46

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk fyrir Ægir, ætlar þú ekki að koma með eitthvað nýtt?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.7.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband