24.7.2007 | 15:01
Auðvitað eru allir blá saklausir.
Þetta á auðvitað við um viktarmenn, sjómenn, útgerðamenn og alla hina sem koma að hinu óaðfinnanlega og margbelssaða Kvótakerfi.
Allir eru svo hneykslaðir yfir þvi´,að einhvejum detti í hug, að haft sé rangt við í þessu kerfi.
Þeir sem halda öðru fram eru auðvitað ekkert annað en óvildarmenn, lúserar og bleksóðar, sem ekki hafa migið í saltan.
hvernig dettur nokkrum í hug, að menn svindli á kerfi, sem setur mikla peninga í eftirlitsmenn útum alla koppa grundir, til að fylgjast nú vel með skökurum og öðrum dagróðararbátum?
Togaramenn vikta allt sitt eftirá og auðvitað fer allt í gegnum vinnslulínurnar, ekkert út um götin í borðunum.
Ég bara skil ekki þessa ósvífni í öfundarmeönnum þeirra sem vel gengur í Kvótakerfinu, að þeir ætli svona mörgum valinkunnum mönnum, óheilindi í meðferð og umsýslu allri með afla landsmanna.
Miðb´jaríhaldið
Mótmæla aðdróttunum um vigtar- og kvótamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já satt segirðu Bjarni. Þeir eru heldur ekki barnanna bestir Agnes Braga og hinir kommarnir á Mogganum, sem vitna í ónafngreinda.
En án gríns þá þekki ég það sjálfur að mönnum var ýmist hótað brottrekstri (sem fyrir þessar sakir þýddi útilokun frá greininni) eða fangelsi af yfirvöldum. Lausnin hefur ávalt verið hin sama auka eftirlit og herða refsingar. Í stað þess að leyfa mönnum að koma með aflann að landi.
Kannski sannast hið fornkveðna að kúkurinn flýtur upp fyrr eða síðar.
Sigurður Þórðarson, 24.7.2007 kl. 15:57
Siggi, ég er nú búinn að vera á leiðinni að hringja í hana Agnesi í nokkra daga, svona til að leiðbeina henni með það sem ég augljóslega sé að hún er að ofgera og/eða misskilja frá einhverjum. Kannski læt ég verða af því þegar maður er búinn að sjá meira....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.7.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.