Var svona að velta einu fyrir mér, sko.

Ekki alls fyrir löngu komu hingað menn frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og höfðu allt á hornum sér með Íbúðalánasjóð.  Töldu fyrirbærið tilræði við peningastefnu ríkisstjórnarinnar.  Stórhættulega menn, sem leiddu ekkert yfir þjóðina anað en verðbólgu og ósvinnu, allt vegna þess, að þeir lánuðu péning í íbúðarhúsnæði úti á landi og jafnvel stóran hluta af kaupverði.

Þjóðarnauðsyn væri að leggja hann niður sem fyrst og leyfa hinum algóða ,,Markaði" að blása út skítalyktinni þaðan.  Afhenda bönkunum alla lánastarfsemi, þar sem þar væru sko fagmenn í lánveitingum og vissu miklu miklu betur hvert ætti að lána péning.  Þar ríki blóðug samkeppni um kúnnann og ekkert gefið eftir í þeim efnum, þó svo að sömu menn skýri það svo ekkert nánar fyrir okkur pupulnum, þetta með sömu yfirdráttarg FIT kostnað (færslulisti innistæðulausra TÉKKA!!!) OG ÖNNUR ,,Þjónustugjöld, svosem notkun Netbanka, hvar viðskipta ,,vinurinn" með áherslu á ,,vinurinn", vinnur alla vinnuna í millifærslunum en fær samt gjaldfærslu (afar svipaða hjá öllum bönkunum) fyrir að fá að vinna vinnu bankamannsins.  Sniðugt,---- hvernig get ég komist í þá aðstöðu, að láta einhvern vinna vinnu fyrir mig og rukka hann svo fyrir stuðið?

Skyldu þessir sömu menn ekki vera á handahlaupum til Búsksins í Hvíta húsinu?  Karlinn er ekki með öllum mjalla, ætlar að stofna viðlíka húsnæðisbanka í henni Ameríku, hvar okkar businessmenn líta til sem fyrirmyndarríkis. 

Nú ríður á, að þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjónum, bregðist nú fljótt við og leiðbeini yfirvöldum í BNA.  Annars verður illt í efni hér, því eins og áður fær íslenskt hagkerfi lungnabólgu, þegar kerfið á Wall S fær kvefpest.

 Þetta er bráðfyndið, að sömu jakkalakkarnir, sem tala með alvarlegu augunum um leiðbeiningar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, skulu einni g lýsa yfir mikilli gleði og ánægju yfir því, að Búsk stjórnin skuli vera að setja péning í að redda bönkunum fyrir horn vegna lítt tryggðra útlána og að sömu yfirvöld skuli nú ætla að stofna björgunarsveitarbanka fyrir einmitt húsnæðislánin og hyggjast jafnvel taka upp lánveitingar til þeirra sem minna eiga undir sér svona í peningalegu tilliti.

 Hvernig er með virðingu þessara manna við minni og skilning almennings?  Halda þessir jakkaklæddu menn virkilega, að almenningur sé svona skini skroppinn?   Svo kemur þetta lið aftur og aftur fram í sjónvarpi, -báðum stöðvum sem eru með fréttir,--og skamma Litla Jón og Litlu Gunnu fyrir óráðsíu og fjárfestingafyllerí.

Litla Gunna fær engu og ég endurtek ENGU UM ÞAÐ RÁÐIÐ hvaða vextir eru reiknaðir af skuldum hennar við bankana, þeir eru nánast allir breytilegir og á settir að geðþótta hins samningsaðilans.

Svo belgja þessir menn sig út og hefja upp raust sína um lélegar áætlanir og greiningu óáfallinna vaxta.  Síðan er giggið toppað með því, að senda rukkunina í Lögfræðiinnheimtu hjá ,,firma úti í bæ" sem síðan bætir nú í  og leggur verulegan kostnað aukreitis á Litlu Gunnu.  Það gæti verið til þess, að henni reyndist auðveldara að standa nú í skilum við bankann sinn, að öðrum kosti, bjóða allt upp ofanaf henni og selja öðrum. 

 Auðvitað eru mál, sem enda með lögtökum og uppboðum EN það er alger óþarfi hjá bönkum og svoleiðis kerfum, að leita út fyrir fyrirtækið til að hækka kröfurnar, nóg eru oftast vandræðin fyrir.

 

Með von um, að Búsknum verði leiðbeint um góða siðu í þessum péningamálum af vinum okkar í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Þar eru sko fagmenn að verki.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband