Misskipt er nú gæðunum.

Byr eykur hagnað sinn um einhver 500% en verktakastarfsemin skilar nánast engu, þrátt fyrir verkefnafjöld og bullandi umsvif.

Hvurnig má það vera, að svona sé í potta búið?

Bankar neita að geta tekna af seðilgjöldum.

Bankar hækka vexti og allskonar gjöld.

Verktakar súpa Dauðan úr skel.

 Brauðstritarar fá hnút í magann, þegar Pósturinn bankar á dyr með bréf frá einhverjum, sem vilja eiga við þá orð.

Svo hækka lánin vegna Verðtryggingar.

Svo hækkar Verðbótaþáttur, vegna þess, að íbúðarhúsnæði hækkar og allir sem selja hluti í húsbyggingar hækka sitt verð, þar sem allir vilja græða á hækkununum.

 

Semsagt, allt þetta ofurgróða-kerfi er borið uppi af brauðstriturunum, með einum eða öðrum hætti.

Ekki nema von, að sumir verði ríkari en aðrir, því eins og Orwell heitinn sagði, eru sumir jafnari en aðrir.

 

Miðbæjaríhaldið

Brauðstritari og faðir þriggja brauðstritara, hefur því áhyggjur af framtíð brauðstritara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband