Furðulegt hvað allt er flókið þegar kemur að Rvík.

 

Furðulegt er, hvað Héðinsfjarðar-Möllerinn þarf mikið að hugsa og láta plana, umhverfis þetta og hitt, þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumálum Rvíkinga og nærsveitamanna.

Ekki þótti honum mikið að því, að hraða mjög göngum í gegnum tvö fjöll sínu hvoru megin við Héðinsfjörðinn og veglagningu um þann fjörð.  Þá þurfti ekkert að vera að móa neitt eða spekulera, bara láta vaða.

 Suðurlandsvegur, hver tekur hverja mannfórnina af annarri og aðal umferðaræðar út úr borginni, þurfa hinnsvegar miklar þælingar og mikið humm og mumm.

Þetta sýnir enn og aftur, hve nauðsynlegt er fyrir höfuðborgina og í arun alla landsmenn, að fá þingmenn Rvíkur til að takast á við Samgönguráðuneytið.

ÞEtta er ekki bara þreytandi, heldur gersamlega óþolandi með öllu.  Allar afsakanir eru fram dregnar til þess eins, að tefja og nánast að koma í veg fyrir framkvæmdir, sem eru mjög svo arðbærar.  Ekki þarf að kunna mikið í reikningi, til að finna út, hve mikið daglegar tafir í umferðinni kosta þjóðabúið mikið, hvað þá ótímabær dauðsföll og örkuml, vegna ófullnægjandi samgöngumannvirkja á helstu álagssvæðunum.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Óljóst hvort Faxaflóahafnir fái verkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég gat ekki betur heyrt en Möllerinn hefði bara verið að tala um að verkið þyrfti í útboðsferli.  Héðinsfjarðargöngin voru boðin út og það meira að segja tvívegis því að þau voru blásin af eftir fyrra útboðið (með ærnum tilkostnaði í bótagreiðslum).

Í annan stað þá stóð Möllerinn hvergi að neinu sem varðaði Héðinsfjarðargöng því að hann var í stjórnarandstöðu þegar þau voru ákveðina, blásin af og ákveðin aftur.

Auðvitað hljóta að fylgja því ákveðin óþægindi ef helmingur Íslendinga ákveður að búa á litlu svæði á Suðvesturhorni landsins.  Það hlýtur að segja sig sjálft.  En á móti koma ýmis önnur þægindi sem aðrir hafa.  Samgönguvanda Reykjavíkursvæðisins gætu íbúarnir sjálfir leyst með því að nota almenningssamgöngur.  Akureyringar hafa t.d., þrátt fyrir að eiga ekki í teljandi samgönguvanda, komið á gjaldfrjálsum almenningssamgöngum.  Þegar til lengdar lætur sparar það bæði í viðhaldi gatna, uppbyggingu mannvirkja og fækkar óhöppum og slysum.

En að öllu þessu sögðu þá blasir það auðvitað við að það er nauðsynlegt að ráðast í byggingu Sundabrautar eins fljótt og verða mál.  Stærð verkefnisins er hins vegar sú að óeðlilegt er að afhenda það einum aðila án útboðs og sennilega væri rétt að bjóða það út á evrópska efnahagssvæðinu.  Ekki viljum við láta handstýra því hvar svona verkefni lenda.  Við gleymum ekki Grímseyjarferjumálinu - allavega ekki meðan það stendur enn sem hæst.

Hreiðar Eiríksson, 26.9.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ójú minn góði Hreiðar.

Möllerinn var yfir og allt um kring í kröfunum um Héðinsfjaragöngin.

Hann s´toð fyrir afar vel heppnuðum þrýstiaðgerðum á þingmenn kjördæmisins og fóru þeir allir gersamlega á taugum.

Svo rammt kvað að þessu, að hann atti mosagrónum Framsóknarmönnum út í að hóta úrsögn úr Framsókn.  Það virkaði og þessir 25 Framsóknarmenn réðu úrsltium, þar sem ALLIR þingmenn NA kjördæmis reiknuðu dæmið út svona: 

EF mosagrónir Framsóknarmenn ætla virkilega að yfirgefa fjósið, þá mun enn lausara um okkar fylgi.

Niðurstaða:  Leggjumst á árarnar,--borum helvítis göngin.

 Íbúar Höfuðborgarinnar og nærsveita ná ekkert að laga umferðavandann, með aukningu á almenningssamgöngumátanum Strætó. 

Akureyringar, aftur á móti, iga við lítinn slíkan vanda að etja, enda nánast allar stofnæðar þar greiddar af ríkissjóði í gegnum ,,þjóðvegir í þéttbýli" kerfinu og svo sérverkefnaliðnum hjá dugmiklum Samgönguráðherrum á borð við Halldór Blöndal.  Blöndalurinn var afar drjúgur í öflun fjár í sérverkefnin, eins og þjóðin öll veit.

 Svo er það ekki nein afsökun, að þarna sé um ,,einn aðila" að ræað.  Faxaflóahafnir eru í eigu almennings og þar ráða ekki önnur sjónamið en þjónusta við íbúa.

Um Suðurlandsveg, þarf ekkert að fjölyrða.  Það er hreint brjálæði, að hefjast ekki handa um lagningu 2+2 vegar þangað STRAX.  Þjóðhagslegur ábati er svo stórfenglegur, að spottinn borgar sig upp á örskotsstundu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.9.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það sem margir skilja ekki er eftirfarandi. Góðar samgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu eru allri landsbyggðinni til góðs. 

1. Ferðir styttast. það tekur styttri tíma og vegalengdir að keyra með farm til Reykjavíku og þannig minnkar fluttnings kostnaður. þetta hefur augljósa kosti fyrir alla landsbyggðina. Sérstaklega sjávarútvegsfyrirtæki sem þurfa að senda gáma suður til útflutnings.

2. Með betri samgöngu til og frá borginni eru þeir sem vinna á höfuðborgarsvæðinu tilbúnir í að búa lengra frá henni. Við sjáum það í dag að fólk býr á Akranesi og í Hveragerði en starfar á höfuðborgarsvæðinu. Með betri samgöngum mun þetta svæði teygja sig upp í Borgarnes og til Selfoss.

Ég hef lagt til við dræmar undirtektir að alvöru samgöngu mannvirki verði byggð. Að frá Keflavík, Borgarnesi og Selfossi verði í báðar áttir tvíbreiður og aðgreindur vegur til höfuðborgarsvæðisins. þar tengjast þessir þrír vegir á þann hátt að hægt verði að keyra frá þessum þremur stöðum úti á landi til hvers annars án þess að þurfa að keyra í gegnum alla miðbæjar umferðina eins og núna. Þetta myndi stórbæta alla umferð til og frá höfuðborginni og bæta samgöngur á landsbyggðinni. einni myndi þetta létta mikið álagið á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu, vegfarendum þar til mikillar gleði.

Til þess að komast frá borgarnesi til Keflavíkur í þarf ég að keyra í gegnum þyngstu umferðina á höfuðborgarsvæðinu og rúnta framhjá verslunarkjörnum. 

Fannar frá Rifi, 27.9.2007 kl. 09:33

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mæltu manna heilastur Fannar.

ÞAð er stórfurðulegt, að menn þurfi endilega að aka inn í borgina og svo aftur út, til að komast ferða sinna, frá Suðurnesum vestur á Nes.  Einnig væri skynsamlegra, að einhverskonar miðja myndaðist á svæðinu fyrir ofan Rvík, hvar skurðpunktur helstu umferðaæða til og frá Rvíkur (og auðvitað framhjá) væri og þar væri sjálfgefinn staður fyrir Umferðamiðstöð.

Óbragðið vegna óskiljanlegra framkvæmda sumstaðar úti á landi er jafn vont, eftir sem áður og háværu kröfur sömu kjördæmapotara um skipulagsmál Rvíkur og byggingu gersalega óþarfrar ,,Samgöngumiðstöðvar" við Vatnsmýrarvöllinn.

Eðlilegar framkvæmdir úti á landi, hvar leiðar eru greiddar að og frá helstu þjónustustofnunum, svo sem sjúkrahúsum og skólum eru sjálfsagðar.  ÞAr vil ég til taka göng milli norður og suður hluta Vestfjarða og tenginga á Austfjörðum.  Síðan eru framkvæmdir til að tryggja betur flutning nauðsynja á heilsársvegum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.9.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband