Enn bítur KVótinn.

Það verður nú að segja hverja sögu og hún er.

Ætli þeir fyrir Austan hefðu það eitthvað öðruvísi, hefðu fulltrúar þeirra á Landsfundum okkar Sjálfstæðismanna, verið ögn nær okkur þáverandi Vestfirðingunum?

Kunningi minn á Suðurnesunum var eitt sinn að bera sig upp við þingmann Vestfirðinga, sem nú er látinn.  Hann kvartaði sáran yfir því, hve laus Kvótinn væri mönnum í hendi og þannig ótryggt atvinnuástand svona misseri til misseris.

Ég var napur í svörum við viðkomandi og sagði þá verða að svíða, sem undir migu.  Þeim hefði verið nær, að standa með okkur gegn Kvótasetningu og framsali aflaheimilda.  Einar minn Oddur var nú ekki eins napur og ég og taldi bót að vænta, þegar allt færi á fullt á Miðnesheiðinni.  Ljúflingur og góðmenni hann Einar minn, Guð almáttugur blessi minningu hans.

Kunninginn vildi þó meina, að sjómenn í það minnsta kynnu þ´vi svona og svona, að afgreiða í sjoppum eða annað dudd uppi á Velli. 

 

Ætli eitthvað slíkt sé ekki í hug manna eystra núna.

 

Vonandi fara stjórnvöld að vitkast og hefja uppbyggingu sjóvardýra, með aflagningu Kvótans og algeru banni á Botnvörpu á landgrunninu.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Verst er þó þegar heilt samfélag hefur ekki bara allt sitt undir einni grein, heldur allt sitt undir einu fyrirtæki. Smákonungar í sjávarþorpum Íslands. 

Í gamla Neshreppi utan Ennis var til mikillar hamingju aldrei togaraútgerð. Við höfðum hér áður fyrr aldrei þann styrk að hafa þingmenn til að redda okkur togara eins fóru sem gjafir um landið. Við höfum, okkur til mikillar hamingju haft margar litlar útgerðir. þó svo að einn fari í þrot þá setur það ekki sveitina á verðgang.  

Fannar frá Rifi, 27.9.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband