4.10.2007 | 09:03
Enn verður að krefjast varúðar!!!
Ef rétt er og satt, að stór hluti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og að ekki sé talað um minnihlutann í borgarstjórn, sé andsnúnir þessari sameiningu, VERÐUR að skoða lögmæti samrunans og þá einnig valdsvið stjórnar REI.
Hér er á ferðinni hlutur, sem mun alvarlegur fyrir framtíðareign almennings í sínum fyrirtækjum og möguleika til, að hafa bein áhrif á gang mála hjá svona fyrirtækjum.
Eignarhlutur borgarinnar er EKKI meirihluti og því eru ráð félagsins í raun EKKI í hendi fultrúa eigenda OR. Það er ólíðandi með öllu.
Ég treysti EKKI þeim starfsmönnum þessa borgarfyrirtækis til þess, að standa háköllunum á sporði í samningum og skollaleikjum viðskiptalífsins, til þess eru þeir of óvanir, raunar blautir bakvið eyrun.
Það hefur marg sannast, að þegar ,,embættismenn" og starfsmenn þeirra, fara í stórkallaleik, er fyrsta fórnarlambið hagsmunir almennings. Þetta sést ágætlega í samningum um hin aðskiljanlegu kerfi, sem sömu telja nauðsyn á, að kaupa og nota hjá sér. Þar sannast, að slyngir samningamenn, leika sér að þessum mönnum, sem eru í big bussiness-leik, líkt og kötturinn að músinni.
Muna menn Smartkorta fíaskoið? Eða hin aðskiljanlegu tölvukerfi, sem keypt hafa verið til opinberra fyrirtækja en VIRKA ekki, kosta óhemju viðhald og yfirlegu, eru í raun keypt hálfköruð.?
Nei nú er ráð, að borgarfulltrúar setjist niður og horfi til raunverulegra hagsmuna sinna umbjóðenda og felli úr gildi þessa rasbögu, sem orðið hefur til við samningaborðið, hvar álitamál er, hvar holllustan liggur.
Minni hér á, að OF rík tengsl eru milli FL grúppunnar, Glitnis og Bjarna, fyrrum bankastjóra Glitnis, einnig er ekki traustvekjandi, að sá maður sem fer með svona mál hjá Glitni er fyrrum ráðherra Framsóknar og með tengslanetið innan þess flokks allt um kring.
Miðbæjaríhaldið
Sjálfstæðismenn ósáttir við sameiningu REI og Geysir Green Energy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
eitt er það sem ég ekki skil ef OR á 40% í REI þá er eignarhluturinn 24 milljarðar að lágmarki hvað er það sem OR leggur til, ekki eru það beinir fjármunir það er víst, er þá þekking OR 24milljarða virði í þessu sambandi, eða er verið að ausa út peningum ekki fæ ég séð að svo sé nema síður sé, og ef þeir peningar þeir sem OR er að leggja til eru metnir á margfeldi sínu í hinu nýa félagi REI er þá ekki OR í raun að hagnast mjög á sinni fjárfestingu og reynslu Reykjavíkurborg til hagsbóta, deila má um kaupréttarsamninga manna með víðtæka reynslu, tvennt er þá til ráða annað er kaupréttur á hlutabréfum í framtíðinni á fyrirfram ákveðnu gengi, til að hvetja menn til að auðga fyrirtækið í framtíðinni og sjálfa sig um leið, hin er að greiða þeim himinhá laun á nokkurra skuldbindinga um árangur, hvora leiðina menn velja er svo eitthvað sem kjánar geta rifist um til eilífðarnóns, en í mínum huga er ekki nokkur vafi hvor leiðina ég myndi velja. kveðja Magnús
Magnús Jónsson, 6.10.2007 kl. 23:03
Alfreð Þorsteinsson er jól og páskar, já allri hátíðisdagar ársins, við hliðina á Villa og Birni Inga. Ég held að sjálfstæðis og framsóknarmenn ættu að skammast sín, því nú er morgun ljóst að málflutningur þeirra vegna Línu net og fleria, hefur stjórnast af öfundsýki og frekju, að geta ekki sjálfir stjórnað framgangi mála, Gefið vildarvinum og mokað undir sjálfa sig. Gleymum ekki Finni Ingólfs og fleiri helvítis hálvita í framgangreindum flokkum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.10.2007 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.