12.11.2007 | 13:13
Græna bylting Flugstoða ohf!!!!!
Já það var nú auðvitað kominn tími til, ða fækka nokkuð þeim fermetrum, sem eru enn grænir þarna og svo er jafnfurðulegt, að Þyrluþjónustan faí ekki að athafna sig, þrátt fyrir mótmæli íbúa í Litla Skerjafirði.
Ekkert var tekið mark á okkur sem búum við hinar brautir vallarómyndarinnar, þar mega flugför athafna sig allan sólarhringinn, án nokkurra hafta að því er virðist ÞAR SKIPTA ENGU MÁLI ALLIR SAMNIGNAR VIÐ BORGARYFIRVÖLD ekkert er hlutstað á þau yfirvöld, þar sem Flugstoðir telja sig að því er virðist yfir slíkt hafin.
Miðbæjaríhaldið
Bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll fjölgað um helming | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég geri ráð fyrir það flugvöllurinn hafi verið þarna þegar þú keptir þér hús þarna. Ég skil ekki þegar fólk kaupir sér hús á ákveðnum stað og vill svo að umhverfið lagi sig að því, en það ekki að umhverfinu.
Auðvita á að vera flugvöllur í Reykjavík, hvað annað.
Farþegi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:34
Já, auðvitað á flugvöllurinn að vera í Reykjavík. Hverjum dettur í hug að daglegur hálftími höfuðborgarbúa geti verið jafnverðmætur og árlegar 45 mínútur landsbyggðarfólks.
Sigrún Helga (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:34
Jú jú, þegar viðhjóni eignuðumst íbúðina en ÞAÐ VAR ENGINN flugvöllur þarna þegar húsið var byggt 1933
Hef búið þarna frá 1963
Bjarni Kjartansson, 13.11.2007 kl. 09:36
Bjarni. Nú ætla ég bæði að vera sammála þér og ósammála. Byrjum á sammála: Ég er sammála þér varðandi Þyrluþjónustuna, það eru ónæði þegar þeir eru að koma og fara frá aðstöðu sinni og hefði ég viljað að þeir hefðu fengið t.d. aðstöðu við Landhelgisgæsluna eða við Skýli 3.
Varðandi bílastæðin við Flugfélag Íslands þá er þetta stæði orðið löngu fullt og sýnir bara vel hve innanlandsflugið gengur vel, það hefur ekki verið fræðilegur möguleiki á að fá bílastæði þarna. T.d. vorum við að halda upp á 60 ára afmæli Félags Íslenskra Einkaflugmanna núna í október í félagsheimilinu okkar í Fluggörðum og þá gátu gestir okkar ekki einu sinni komist að félagsheimilinu með góðu móti.
Varðandi að flugför geti athafnað sig allan sólarhringinn án hafta er ekki rétt. "Næturtakmarkanir" Frá kl. 23:30 - 07:00 (08:00 um helgar og á almennum frídögum) gilda eftirfarandi takmarkanir: Flugtök ekki leyfð nema fyrir sjúkra- og neyðarflug. Samþykkt áætlunarflug og loftför ríkisins.
Svo af því þú talar um "græn svæði". Af hverju í ósköpnum þurfti hið opinbera að taka upp á þeirri öfugþróun að hola Háskólanum í Reykjavík í Hlíðarfætinum? Þarna var grænt svæði sem ekki þurfti að byggja á. Svo á örugglega eftir að koma upp það sama og Farþegi sagði hér að ofan: Starfsfólk og nemendur HR verða hund óánægðir með óþægindin sem verða af nálægð við flugflota Landhelgisgæslunnar, þegar þeir byrja að húfera í 30 mínútur á meðan verið er að stilla spilvírana þá verður ekki mikið kennt á meðan.
Valur
Valur Stefánsson, 13.11.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.