27.1.2008 | 22:41
Hún mamma mín
Mamma hefði orðið 100 ára gömul í dag. Fædd fyrir heilli öld. Humm, það þýðir jú, að ég hlýt að fara verða nokkuð við aldur, þó svo ég hafi ekki í himinn komið fyrr en eftir miðja síðustu öld.
Breytingarnar sem hún lifði frá 1908 og til dauðadags 1965 voru miklar en þó lifið pabbi nokkuð meiri breytingar frá 1912 til 1991.
Maður skilur ekki fyllilega, hversu stókostlegar breytingar hafa orðið frá bernsku foreldra minna á Ísafiðri þar til nú. Fréttir, viðurgjörningur í mat og húsnæði og svo mætti lengi telja.
Báar fæstir með vél, ekki um vélknúnar vinnuvélar að ræða, rafmagn ekki til almennignsbrúks og óteljandi atriði, sem gerðu nútímafólki, nánast ómöglegt ap heyja lífsbaráttuna.
Þetta voru aldamótakyndlóðin okkar, þau ruddu brautir okkur til farar að betra lífi. Ekki var nú vol pæliði í því, mné víl í þeirra orðabók.
Þetta er fólkið sem byggði stærstu byggingarnar í Rvík, Akureyri, Ísafirði og víðar um land. Háskólinn, Þjóðleikhúsið, Safnahúsið, Sundhöllin, ´Landaotskirkja, LAndakot, Landsspítalinn og aðrir spítalar útum land, Vífilstaðir og allt þetta á svipuðu árbili.
Þjóðin varla komin í álnir en SAMT þótti þetta ekkert mikið og öngvum finnst mikið til. Ekki voru úrtöluraddir vegna breyttra hátta, né vældu menn yfir því, þó einhverjir kofar lytu í gras fyrir svona stórbyggingum. Tónlitsarhúsið er bara kofi, miðað við Háskólann ef tekið er tillit til tækni og annars. Svo voru allar hinr byggingarnar LÍKA í smíðum.
Mér finnst við sem erum frá miðri öldinni hálfgerðir aukvisar ef tekið er mið af Aldamótakynslóðinni.
Pæliði í því, mamma var tvítug 1928, en þaðð eru til ofsalega flottar myndir af henni í tískufatnaði þess tíma , Great Gatsby ha hvað.
Miiðbæjaríhaldið
Lútir höfði í virðingu fyrir foreldrum sínum og því fólki, sem voru á svipuðu reki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.