Trúgjarn er lýðurinn vel.

Ég get ekki orða bundist eftir að niðurstöður skoðanakönnunar Iðnaðarins voru birtar.

Ég skil ekki af hverju fjölmiðlungar rýna ekki í niðurstöðurnar öðruvísi en að skoða bara úr hvað flokk svarendur eru.

 Hvað olli þessum viðsnúningi í afstöðu menna til frelsis þjóðarinnar frá yfirþjóðlegu valdi?

 

Þegar rýnt er á niðurstöðurnar blasir eftirfarandi:

1.  Svarendur trúa að vextir lækki við inngöngu í bandalagið

2.  Svarendur trúa því , að matvara lækki í verði.

3.  Svarendur trúa því, að traust á bönkum okkar muni aukast.

4. Svarendur trúa því, að verðbólga lækki við inngönguna og upptöku Evru.

5.  Svarendur halda að kaupmáttur launa sé betri í bandalaginu.

 

Allt þetta sem hér er að ofan ritað sem TRÚ svarenda eru RANGHUGMYNDIR  settar inn með lygi og hálfsannleik formælenda bandalagsaðildar.

Það er auðvelt, að telja mönnum trú um betri tíð og blóm í haga, þegar skyggir yfir og menn eru ekki eins öruggir í stöðu sinni.

Þetta eru mannleg viðbrögð en jafn RÖNG.

Ef skoðuð eru þau ríki, sem sótt hafa um, að taka upp Evruna, kemur eftirfarandi í ljós.

1.  Vextir hafa hækkað verulega

2.  verðbólga hefur rokið upp

3,. Traust á bönkum viðkomandi landa hefur ekki eflst, frekar veikst.

4. Verðlag hefur hækkað verulega.

5. Kaupmáttur launa hefur hrunið.

 

Hvað er það satt og hvað er raunverulegt í þessu Evrópusambandsaðildar-bulli?

Ekkert nema að við þyrftum að greiða hærra verð fyrir aðild, þar sem KAUPMÁTTUR OKKAR ER HÆRRI EN Í FLESTUM ÖÐRUM RÍKJUM BANDALAGSINS.

Við þyrftum að greiða bankastjórum sveitabanka á Ítalíu (í hverra hópi okkar bankastjórar eru flokkaðir) péning til að greiða Alberto vínframleiðenda laun.

Við þurftum að niðurgreiða landbúnaðarvörur EKKI BARA HÉRLENDIS HELDUR UM GJÖRVALLA ÁLFUNA..

 

Hvað er að þessum fræðingum og að ekki sé talað um Fjölmiðlungana??

 

Af hverju eru þessir spámenn sem spá í bolla Evrópu ekki inntir eftir þessum RAUNVERULEIKA??

 

Miðbæjaríhaldið

skilur ekki upp né niður í fréttamennsku nútímans, sem virðist ganga á glimmer og Britney eitthvað

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Töflur

Lýsigögn Tímaraðir Annað tengt efni Umsjón: Tómas Örn Kristinsson, upplýsingasviði. Netfang: tomas.orn.kristinsson@sedlabanki.is



Formaður Bankaráðs Seðlabankans heitir Halldór Blöndal. Bankaráð Seðlabankans er skipað af Álþingi Íslendinga.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband